Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Page 36
Helgarblað 15.–18. janúar 201632 Sport Stríð við NorðmeNN í dag n Logi er óvenju bjartsýnn n Innkoma Óla Stef hefur breytt miklu n Enginn dauðariðill É g er mjög bjartsýnn fyrir þetta mót. Ég hef satt að segja ekki verið svona bjart- sýnn frá Ólympíuleikun- um 2012, þegar ég hélt við myndum komast á pall aftur,“ segir Logi Geirsson, fyrrverandi lands- liðsmaður í handknattleik. Ísland hefur leik á EM í Póllandi í dag. Andstæðingarnir eru Norðmenn, sem lengi hafa staðið í skugganum. Logi segir í samtali við DV að hann eigi von á hörkuleik í dag, föstu- dag. Kynslóðaskipti hafa orðið í norska landsliðinu og Logi segir að Norðmenn muni veita okkur harða keppni. Hann á þó von á tveggja til fjögurra marka sigri Íslands. „Okkur var skítsama“ Logi er í nánu sambandi við nokkra leikmenn íslenska liðsins. Hann segist skynja tiltrú leikmanna á liðinu, eftir lægð undanfarinna missera. „Mér hefur fundist vanta íslensku geðveikina – þetta viðhorf að við séum að fara að vinna hvern einasta leik,“ segir Logi og vís- ar til Ólympíuleikana 2008 og Evrópumótsins 2010, þegar Ísland vann til verðlauna. „Okkur var skít- sama þegar við gengum út á völlinn – við vissum að við myndum vinna hvern sem er.“ Innkoma Ólafs verðmæt Logi segir að innkoma Ólafs Stefáns sonar hafi verið liðinu ákaf- lega mikilvæg. Það heyri hann á þeim leikmönnum sem hann talar við. Þó að Ólafur hafi ekki náð ár- angri með kornungt lið Vals í Olís- deildinni, þá sé hann afburða- maður. Enginn skilji leikinn betur. Mikil verðmæti séu fólgin í því að hafa aðgang að reynslubanka Ólafs Stefáns sonar. „Ég held að hann sé að koma með frábæra strauma inn í þetta og er að gera ofboðslega góða hluti.“ Enginn dauðariðill Ísland er í riðli með Noregi, Króatíu og Hvíta-Rússlandi. Logi bendir á að engu þessara liða sé spáð verðlaunasæti. Króötum sé spáð 5.–6. sæti en bæði Noregi og Hvíta-Rússlandi sé spáð sæti neðar en íslenska landsliðinu. Riðillinn ætti því ekki að vera óyfirstíganleg hindrun, en þrjú lið af fjórum komast áfram í milliriðil. Þar muni íslenska landsliðið, komist það áfram, mæta þremur liðum úr riðli Frakka, Pólverja, Makedóníumanna og Serba. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Þjóðverjar lagðir Arnór Atlason skýtur að marki Þjóðverja í sigri Ís- lands á lærisveinum Dags Sigurðssonar, þann 10. janúar síðastliðinn. Mynd EPA Bjartsýnir frændur Norðmenn telja að þeir lendi í öðru sæti í riðlinum É g er á því að Noregur lendi í öðru sæti í riðlinum og vinni bæði Ísland og Hvíta-Rúss- land,“ segir Bent Svele, sér- fræðingur hjá TV 2 í Noregi. Hann telur að Norðmenn muni eft- ir milliriðla leika um sjöunda sætið. „Ég vonast eftir eldmóði og stöð- ugleika. Í okkar besta formi getum við unnið mörg sterk lið.“ Norðmenn eru bjartsýnir fyrri EM í handbolta en þeir hafa ekki riðið feitum hesti í viðureignum sínum gegn Íslandi á stórmótum. Liðin hafa mæst á síðustu tveim- ur Evrópumótum þar sem Ís- lendingar hafa haft betur. Þá unnu Íslendingar Norðmenn í nóvem- ber síðastliðnum, með minnsta mun. Á vefsíðu VG er rætt við sérfræðinga um möguleika Noregs. Haft er eftir þjálfaranum Øystein Havang að hann reikni með að Norðmenn nái öðru sæti riðilsins en að allt sé opið í þeim efnum. „Það væri mjög gott ef landsliðið hafnaði í fimmta til átt unda sæti á mót inu,“ seg ir Havang. Þá er rætt við fyrrverandi lands- liðsmann, Frode Scheie, sem telur að allir leikir Noregs geti jafnt unn- ist sem tapast. Hann metur líkurn- ar á sigri Noregs gegn Íslandi 55 á móti 45, Norðmönnum í vil. „Þetta verða jafnir leikir.“ norsari Erlend Mamelund, leikmaður Kiel, er lykilmaður í norska liðinu.og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.