Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Síða 37
Helgarblað 15.–18. janúar 2016 Sport 33 Stríð við NorðmeNN í dag Þessir gætu komið á óvart DV fékk Loga Geirsson, sem verður í EM-stofunni á RÚV, til að veita upplýsingar um þá leikmenn íslenska liðsins sem hafa gegnt minni hlutverkum á undanförnum árum. Allir þekkja Aron, Guðjón Val og Snorra Stein en í dag leitar DV svara við því hvað þeir leikmenn sem hafa spilað 100 landsleiki eða færri, geti fært liðinu á EM. Arnór Þór Gunnarsson Aldur: 28 ára Staða: Hægra horn Félagslið: Bergischer, Þýskaland Landsleikir/mörk: 54/115 „Hann hefur þann styrkleika að vera afar heilsteyptur leikmaður. Hann er góður í vörn en það fer ekki sérstaklega mikið fyrir honum á velli. Hann skorar ekki alltaf mikið. Arnór er örugg vítaskytta og gegnir flottu hlutverki í liðinu. Hann og Björgvin ná vel saman enda spila þeir saman í Bergischer. Arnór verður að eiga gott mót en hornaspilið undanfarið hjá landsliðinu hefur verið mjög lélegt. Ég vona að hann nái sér á strik.“ Guðmundur Hólmar Helgason Aldur: 23 ára Staða: Varnarmaður/leikstjórn Félagslið: Valur, Ísland Landsleikir/mörk: 7/4 „Gríðarlega heilsteyptur leikmaður. Guðmundur er bæði góður sóknarmaður og í miðju varnarinnar. Hann hefur enga reynslu af stórmóti og það er erfitt. Þeir eru ekki margir sem koma inn með látum á fyrsta stórmóti. Hlutverk hans verður ekki stórt en hann er góð uppfylling því Guðmundur hefur staðið sig vel með landsliðinu. Hann er algjör vinnuþjarkur.“ Bjarki Már Gunnarsson Aldur: 27 ára Staða: Varnarmaður/lína Félagslið: Aue, Þýskaland Landsleikir/mörk: 41/10 „Ég horfði á leik frá því á Ólympíuleikunum 2008 fyrir nokkrum dögum. Það verður að segjast að í dag er ekki sama fótavinnan í íslenska landsliðinu. Bjarki hefur í þrjú eða fjögur ár átt að vera arftaki Sverre í vörninni og nú er komið að því. Á EM þurfa menn að vera í standi og ég hef áhyggjur af því. Hann má ekki klikka. Það mun mikið mæða á Bjarka á mótinu. Hann er hjartað í vörninni eins og sakir standa. Það væri skelfilegt að missa hann út.“ Stefán Rafn Sigurmannsson Aldur: 25 ára Staða: Vinstra horn Félagslið: Rhein-Neckar Löwen, Þýska- land Landsleikir/mörk: 49/58 „Reynslan sýnir okkur að þegar Guðjón Valur spilar þá komast aðrir varla að. Stef- án Rafn er fáránlega góður íþróttamaður; getur spilað góða vörn og hefur frábæra skottækni. Hann er ekkert síðri en Guðjón Valur, og Bjarki Már [Elísson], sem er ekki í hópnum, er ekki verri en Stebbi. Allir þessir þrír leika með bestu liðum í heimi. Ég myndi láta Stebba spila til jafns á móti Guðjóni Val en ég er ekki viss um að sú verði raunin, haldist Guðjón Valur heill.“ Aron Rafn Eðvarðsson Aldur: 25 ára Staða: Markvörður Félagslið: Aalborg, Danmörk Landsleikir/mörk: 58/4 „Það er ekkert víst að Aron Rafn verði varamaður fyrir Björgvin á mótinu. Aron þjálfari lætur þá spila sem eru að finna sig. Bjöggi hefur fengið meiri tíma hingað til, en það gæti breyst. Aron Rafn er hávaxinn markvörður sem les leikinn vel. En hann er brothættur eins og aldur hans segir til um. Markverðir toppa yfirleitt upp úr þrítugu. Hann er á mikilli uppleið og hefur tekið miklum framförum. Hann gæti stolið senunni á EM.“ Rúnar Kárason Aldur: 27 ára Staða: Hægri skytta Félagslið: TSV Hannover/Burgdorf, Þýskaland Landsleikir/mörk: 62/129 „Rúnar er að blása miklu lífi í þetta lið. Hann er að mínu mati aðal X-factorinn í þessu liði því hann getur sett fimm eða sex mörk af tíu metra færi á engum tíma. Með 60–70% skotnýtingu má hann puðra af og til út í loftið mín vegna. Hans Akkilesarhæll er varnarleikurinn. Hann tekur rangar ákvarðanir í vörn og þarf að ná meiri ró í leik sínum þar. Ef hann bætir sig sem varnarmaður þá getur hann orðið fyrsti maður í skyttustöðuna. Vörnin er það eina sem hamlar honum og stórir veikleikar eru ekki í boði á Evrópumóti.“ Ólafur Andrés Guðmundsson Aldur: 25 ára Staða: Vinstri skytta Félagslið: Kristianstad, Svíþjóð Landsleikir/mörk: 65/63 „Ólafur hefur í einhver sex ár verið að berjast um að komast inn í þetta lið. Hann er svakalega góður varnarmaður – líklega einn af þremur bestu varnarmönnum liðsins. Með miklu sjálfstrausti er þetta strákur sem getur gert ótrúlega hluti með góðu liði. Hann er mjög mikilvægur, þó að Aron sé aðalmaðurinn í þessari stöðu. Þeir eru ekki margir í liðinu sem geta skotið fyrir utan og það gæti reynst afar mikilvægt þegar liðin pakka í vörn. Við þurfum leik- mann eins og Óla í þetta lið.“ Arnór Þór Hornamaðurinn verður að eiga gott mót. Mynd EPA Mynd EPA Mynd EPA Mynd EPA Mynd EPA Mynd EPA Mynd EPA Bjartsýnir frændur Frábært tilboð í Reebok Fitness Áskrifendum DV býðst nú sérstakt tilboð á árskorti Reebok Fitness. Verð aðeins 59.990 kr. og 10.000 kr. ávísun í GÁP fylgir með. Áskrifandi sýnir DV-kort sitt í afgreiðslu Reebok Fitness til að nýta sér tilboðið. Gildir til 15. febrúar. Allir áskrifendur DV, bæði í prent- og vefáskrift, eru meðlimir í áskriftarklúbbi DV. Meðlimir fá frábær tilboð og fríðindi sem auglýst verða reglulega. Kringlan 4-6, 103 Reykjavík - Sími 512 7000 - askrift@dv.is Tilboðið í Reebok Fitness gildir til 15. febrúar 2016. Klúbbmeðlimir fá DV-kortið sent heim með blaði eða í tölvupósti, fer eftir áskriftarleið. Áskriftarklúbbur DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.