Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 26.–28. janúar 2016 Persónugerður markpóstur er mælanlegur miðill og árangursríkur www.umslag.is2010- 2014 Umslag tryggir hámarksárangur við útsendingu markpósts • Mismunandi skilaboð • Mismunandi myndir • Mismunandi markhópar Við getum prentað nöfn og heimilisföng á allan mark- póst. Stór og lítil upplög. Markhópalistar eru í boði sé þess óskað eða við áritum eftir þínum excel lista. }Ein prentun *Samkvæmt könnun Gallup á meðal markaðsstjóra um notkun á miðlum árið 2015 mun markpóstur vera næsta val á eftir internetinu. 31% auglýsenda ætla að nota markpóst meira árið 2015* - hvað ætlar þú að gera? 45 Íslendingar í ævilöngu banni frá IKEA n Tíu manna öryggisdeild starfar hjá IKEA n Allt að tveggja milljóna óútskýrð rýrnun á mánuði n Árið í fyrra var metár þegar kemur að búðarhnupli í n Allnokkur mál fyrir dóm mistök. Það er alltaf starfsmaður á vakt og fylgist með kössunum og ör- yggisvörður, auk þess sem mynda- vélar eru við hvern kassa. Þrátt fyrir það láta sumir freistast,“ segir Stefán. 45 í ævilöngu banni Viðurlög IKEA við búðarhnupli eru ströng og ef til vill ekki á allra vitorði. „Lögregla hvetur verslanir til þess að kæra allan þjófnað og það gerum við samviskusamlega,“ segir Stefán. All- nokkur mál hafi farið fyrir dómstóla og endað með dómi þrátt að stjórn- endur verslunarinnar hafi oft rekið sig á að málum sé vísað frá. IKEA er hins vegar með eina ófrávíkjanlega reglu varðandi þjófnað. „Þeir sem verða uppvísir að þjófnaði hjá okkur fá ævilangt bann í versluninni okk- ar,“ segir Stefán og upplýsir blaða- mann um að 45 Íslendingar séu í ævilöngu banni frá verslun IKEA hérlendis. „Það kemur reglulega fyr- ir að einstaklingar, sem hafa gerst sekir um búðarhnupl í versluninni, heimsækja okkur eins og ekkert hafi í skorist. Ef við verðum varir við þessa einstaklinga þá er þeim ein- faldlega vísað út úr versluninni enda ekki velkomnir hér. Suma þekkjum við strax og þá er þeim mætt í dyrun- um,“ segir Stefán. Í gagnrýni Lárusar M. K. Ólafs- sonar, lögfræðings Samtaka verslun- ar og þjónustu, kom fram að pottur væri brotinn varðandi bótakröfur fyrirtækja fyrir dómstólum. Tíma- frekt og flókið mál sé að fara fram á slíkar bætur og einfalda þurfi ferlið verulega. Stefán tekur undir þetta og segir að hann muni aðeins eftir tveimur málum þar sem IKEA hafi fengið greiddar bætur vegna þjófn- aðar. „Í fyrra skiptið var um að ræða 600 þúsund króna bætur vegna „Stólamálsins“ fræga sem vakti mikla athygli í fjölmiðlum. Miðað við umfang brotanna var bótakrafan í raun alltof lág,“ segir Stefán. Í síðara skiptið kom maður inn af götunni, af fúsum og frjálsum vilja, og viðurkenndi brot sín. „Hann sagðist hafa verið í óreglu en náð að snúa blaðinu við og vildi gera upp skuldir sínar,“ segir Stefán. Vel var tekið á móti manninum. n „Stólamálið“ fræga Gerendur tengdir fjölskylduböndum Fyrir tveimur árum var „Stólamálið“ svokall- aða á allra vörum. Það snerist um umfangs- mikinn þjófnað úr verslun IKEA. Þegar málið komst upp var talið að það hefði staðið yfir, með hléum, í sex ár og orðið sífellt viðameira eftir því sem á leið. Meðal grunuðu voru lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, fram- kvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur. Gerendurnir tengdust í flestum tilvikum fjölskylduböndum. Upp komst um málið í nóvember 2011 þegar starfsmaður í húsgagnadeild tilkynnti ör- yggisdeild um ranga birgðastöðu á tiltekinni tegund stóla. Fjórum slíkum stólum hafði verið skilað þótt enginn hefði verið seldur. Þá lögðust starfsmenn IKEA yfir skilasögu viðkomandi einstaklinga og höfðu þeir þá allir skilað mjög dýrum vörum sem aldrei eða sjaldan höfðu verið seldar. Málinu lauk með því að gerendurnir borguðu 600 þúsund króna kröfu IKEA og sluppu með skrekkinn. „Krafan var í raun alltof lág,“ segir Stefán sem skýtur á að andvirði þýfisins hafi verið um 10 milljónir yfir langt tímabil. Eitt par fékk 30 daga skilorðsbund- inn dóm vegna málsins. Metár í búðarhupli Tilkynningar til lögreglu aldrei verið fleiri – árin eftir hrun sambærileg Alls voru 1.106 tilvik um búðarhnupl tilkynnt til lögreglu árið 2015. Fara þarf aftur til ársins 2009 og 2010 til sjá viðlíka tölur en til samanburðar bárust 846 tilkynningar árið 2014, aukning milli ára er því um 31%. Ár Fjöldi tilkynninga 2006 623 2007 723 2008 1.059 2009 1.103 2010 1.045 2011 770 2012 797 2013 945 2014 846 2015 1.106 „Ég fagna þessum afgreiðsluhraða en ég furða mig á niðurstöðunni Stefán Árnason IKEA hefur náð verulegum árangri í baráttu sinni gegn búðarhnupli. „Við erum að læra af reynslunni og tæknin verður sífellt betri,“ segir Stefán. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.