Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 26.–28. janúar 201610 Fréttir Á meðan mál fá hæga af- greiðslu þá festir fólk rætur. Það er það sem gerir svona mál þungbær,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjar- stjórnar í Hafnarfirði. DV leitaði við- bragða hjá Guðlaugu vegna umfjöll- unar blaðsins um Dega-fjölskylduna frá Albaníu sem í síðustu viku var synjað um hæli hér á landi líkt og DV fjallaði um í síðasta blaði. Fjölskyldan hefur verið búsett í Hafnarfirði síð- ustu mánuði. Guðlaug kveðst ekki geta tjáð sig um málefni einstakra fjölskyldna en segir að almennt virð- ist kerfið harðneskjulegt þegar kem- ur að málefnum hælisleitenda. Aðlagast með undraverðum hætti Líkt og fram kom í DV hefur Dega- fjölskyldan, fimm manns, verið hér á landi síðan í lok júlí og hefur á skömmum tíma náð að aðlagast með undraverðum hætti. Þau eru nær öll komin með eitthvert vald á íslenskri tungu, yngstu börnin tvö blómstra í skólum sínum í Hafnarfirði, vel menntaðir foreldrar vilja ólmir kom- ast í vinnu og skapa börnum sínum þremur öruggt líf tækifæra hér á landi. En þau eru víst ekki flótta- menn samkvæmt laganna bókstaf og var umsókn þeirra því synjað síðast- liðinn þriðjudag. Þau eiga möguleika á að áfrýja niðurstöðu kærunefndar útlendingamála en allt stefnir í að hjónin Skënder og Nazmie Dega þurfi að hverfa af landi brott ásamt börnum sínum þremur, Joniödu, sem er átján ára og stundar nám í Flensborg, Viken, sem er tíu ára og stundar nám í Lækjarskóla, og Visar sem er 21 árs og glímir við alvarleg geðræn vandamál en hefur fengið inngöngu í tölvunarfræði í Háskól- anum í Reykjavík. Eins og fram kom í viðtali við Dega-fjölskylduna í helgar blaði DV óttast fjölskyldan nú um öryggi sitt sem og afdrif Visars, verði þau send heim eins og stefnir í. Reiði meðal bæjarbúa Fréttir af því að til stæði að vísa fjöl- skyldunni úr landi hafa vakið mik- il viðbrögð og jafnvel reiði í Hafnar- firði enda hefur fjölskyldan að sögn heillað alla þá sem komið hafa að hennar málum hér á landi. Meðal annars kennara og stjórnenda við skóla barnanna. DV leitaði viðbragða hjá Guðlaugu, sem auk þess að vera forseti bæjar- stjórnar situr í fjölskylduráði Hafnar- fjarðar sem hefur með þennan mála- flokk að gera. Hún segist ekki tjá sig um mál einstakra fjölskyldna eða einstak- linga og að þetta mál hafi ekki verið tekið fyrir á vettvangi bæjarstjórnar og hún geti því aðeins tjáð sig almennt út frá sinni persónulegu skoðun. „Í Hafnarfirði háttar þannig til að hér er móttökumiðstöð Útlendinga- stofnunar í Bæjarhrauni. En við aft- ur á móti þjónustum börn í skólum í kerfinu okkar,“ segir Guðlaug. „Auk móttökumiðstöðvarinnar erum við með þrjár fjölskyldur hverju sinni í þjónustu og í íbúðum á meðan mál þeirra er í vinnslu. Og þegar þú ert með fjölskyldur þá ertu með börn, og þú ferð ekkert í leikskóla eða grunn- skóla án þess að aðlagast og mynda tengsl, þannig að það er það sem tekur á þegar neikvæðar niðurstöður koma í kjölfarið.“ festa rætur í hægvirku kerfi n Erfitt þegar fólki er synjað um dvalarleyfi eftir langa dvöl á Íslandi n Er enn von fyrir Dega-fjölskylduna? Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Hafa heillað Hafnfirðinga Þau tíðindi að ákveðið hefði verið að vísa Dega- fjölskyldunni úr landi hafa vakið hörð viðbrögð meðal þeirra Hafnfirðinga sem kynnst hafa fjöl- skyldunni. Forseti bæjarstjórnar segir synd hversu hægvirkt kerfið sé. Mynd SiguRðuR MikAel Asus fartölva Fáðu áskrift að DV og Asus-fartölvu Apple TV Fáðu áskrift að DV og Apple TV 2 Miðar á Bieber Fáðu áskrift að DV og 2 miða á Justin Bieber 9.9. 2016 1 Kláraðu dæmið á tilbod.dv.is 3 Nú tryggir áskrift að DV þér 2 miða á Bieber, Apple TV eða fartölvu veldu þína áskrift núna!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.