Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 26.–28. janúar 201612 Fréttir
511 1710
svanhvit@svanhvit.is
www.svanhvit.is
FYRIRTÆKJA
ÞJÓNUSTA
Við sækjum og sendum
endurgjaldslaust.
Sparaðu starfsfólki tíma og fjármuni.
Fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki.
Játaði en metinn
ósakhæfur
Réðst á mann sem bjó á sama búsetukjarna
k
arlmaður, 39 ára gamall, hef
ur játað að hafa orðið 59 ára
gömlum manni að bana í bú
setukjarna fyrir geðfatlaða við
Miklubraut í október síðastliðnum.
Maðurinn var metinn ósakhæfur af
dómkvöddum matsmanni, en ríkis
saksóknari hefur farið fram á yfirmat.
Þetta kom fram við þingsetningu á
mánudag. Málið verður tekið upp aft
ur undir byrjun febrúar þar sem krafa
ríkissaksóknara verður tekin fyrir.
Maðurinn er, að kröfu lögreglu,
vistaður á stofnun fyrir geðsjúka.
Hann sat í upphafi í gæsluvarðhaldi
í tvær vikur.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa veist að hinum látna með hnífi.
Hann er sagður hafa stungið fórn
arlambið 47 sinnum. Fórnarlambið
lést af áverkum sínum. n
Ákærður
Maðurinn
hefur játað,
en dóms
kvaddur
matsmaður
segir hann
ósakhæfan.
Póstur Ara þykir æru
meiðandi og niðrandi
n Þjóðleikhússtjóri í vanda n kallaði lögreglustjóra „kvendi“ og talaði um „stelpurnar í löggunni“
M
enntamálaráðuneytinu
og innanríkisráðu
neytinu hefur borist
kvörtun frá yfirmanni
hjá lögreglunni á höfuð
borgarsvæðinu vegna tölvupósts
sem Ari Matthíasson þjóðleikhús
stjóri sendi á Jón H. B. Snorrason,
einn af æðstu yfirmönnum emb
ættisins.
Í tölvupóstinum sem stílaður var
á Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlög
reglustjóra og saksóknara hjá lög
reglunni á höfuðborgarsvæðinu,
þykir yfirmanninum sem kvartaði
til ráðuneytanna sem Ari setji fram
ærumeiðandi og niðrandi ummæli
um lögreglustjóra og „stelpurnar
í lögreglunni.“ DV hefur kynnt sér
innihald tölvupóstsins. Pósturinn
var áframsendur af Jóni H. B. og fór
hann samkvæmt heimildum DV á
rangt netfang og til fleiri aðila en
ætlað var.
Ari vitnar til lögreglustjóra sem
„kvendisins,“ í tölvupóstinum og
segir einnig: „Hinn góði og réttsýni
lögreglustjóri er að leysa allt með
stelpunum og uppræta spillingu.“
Þá vitnar Ari til þess að lekar af mál
um frá lögreglunni komi frá þeim
konum sem eru æðstu stjórnendur.
Ljóst má vera að „stelpurnar“ sem
Ari Matthíasson vitnar til eru þær
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lög
reglustjóri og Alda Hrönn Jóhanns
dóttir, yfirmaður lögfræðideildar
LRH.
Úr netfangi þjóðleikhússtjóra
Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðar
maður menntamálaráðherra, stað
festir að kvörtun hafi borist emb
ættinu vegna tölvupósts sem sendur
hafi verið úr netfangi þjóðleikhús
stjóra. Hún sagði í samtali við DV að
málið væri til skoðunar. Sirrý neitað
alfarið að tjá sig frekar um málið. „Ég
get staðfest að kvörtun hefur borist.
Annað hef ég ekki að segja um þetta
mál,“ sagði hún í samtali við DV.
Eyþór Arnalds er formaður þjóð
leikhúsráðs. Hann sagði í samtali
við DV í gær, mánudag, að ráðinu
hefði borist erindi varðandi tölvu
póst. „Ég á von á því að það er
indi verði tekið fyrir á næsta fundi
ráðsins eins og önnur erindi sem
berast.“ Hann vildi ekki tjá sig um
innihald tölvupóstsins en staðfesti
að hann hefði séð einn tölvupóst
sem tengdist þessu erindi. Þegar Ey
þór var spurður hver hefði sent er
indið til ráðsins vildi hann ekki upp
lýsa það og sagði rétt að þeir sem
sætu í þjóðleikhúsráði fengju upp
lýsingar áður en hann upplýsti það.
Viðkvæmt ástand
Algerlega er óvíst með hvaða hætti
þessi mál verða afgreidd af ráðu
neytunum tveimur og þjóðleikhús
ráði. Ljóst er einnig af þessu máli að
ástandið er afar viðkvæmt á æðstu
stöðum innan lögreglunnar á höf
uðborgarsvæðinu. n
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
Persónuleg gamanmál
Svar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra
DV náði í gærkvöldi tali af Ara Matthías
syni þjóðleikhússtjóra þar sem hann var
staddur í Helsinki.
Ari furðaði sig mjög á tilvist málsins. „Ég
átti í persónulegum samskiptum við vin
minn og við vorum þar að gantast. Hann
hefur gert grín að starfinu mínu og ég á
móti að hans. Þetta voru gamanmál og
ekkert annað um það að segja.“
Greinilegt var að Ara var brugðið að einka
póstur hans skyldi með þessum hætti
fyrir mistök hafa ratað til óviðkomandi.
„Ég hélt að það væri stjórnarskrárbundinn
réttur hvers og eins að einkasamskipti
væru lögvernduð. Á hinn bóginn vil ég
bæta því við að mér þykir leiðinlegt ef
þessi gamanmál í einkapósti hafi orðið til
þess að einhver móðgaðist.“ Ari ítrekaði
að lokum að hann teldi að hann ætti rétt
á að eiga einkasamskipti við fólk án þess
að slíkt væri gert opinbert, þó svo að þau
samskipti rati til þriðja aðila fyrir mistök.
„Þessi orð lýsa í engu skoðunum mínum og
var bara grín milli tveggja vina.“
Grín Ari segist hafa
verið að grínast.
Lögreglustjór Sigríður er lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu.
Hefur séð póstinn Eyþór Arnalds er
formaður þjóðleikhúsráðs.„Ég á von á því að
það erindi verði
tekið fyrir á næsta fundi.
Eyþór Arnalds