Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 29
Menning 25Vikublað 26.–28. janúar 2016 Frásagnir aF Ferðalögum n ingvar Högni ragnarsson sýnir ljósmyndir frá Búkarest í rúmeníu í gerðarsafni n Katrín elvarsdóttir gefur út bókina Double Happiness með myndum frá Kína sér inn í stórborgina. Maður getur alltaf fundið eitthvert líf sama hvað það er mikið af steypu. Náttúran kemur sér inn í stórborgina og finnur sér leið til að halda áfram að vaxa,“ segir Katrín. „Þarna er líka náttúra sem er endurgerð í efnum, veggfóðri og veggspjöldum. Munstrin í kjólum kvenna og á dýnum eru fengin úr náttúrunni. Þarna er veggfóður með mynd af pálmatré sem fólk hefur á veggnum frekar en að hafa glugga þar sem það getur horft út, þarna eru líka flísar sem búa til stemningu eins og í vin í eyðimörk. Í þessum steypuheimi er alltaf verið að vitna í náttúruna,“ segir Katrín. Flestar myndirnar á sýningunni einbeita sér að afmörkuðum smá­ atriðum og þröngum nærmyndum en maður fær ekki víða sýn af umhverfinu, nema helst í hljóðupptöku frá Kína sem hægt er að hlusta á í rýminu. „Í þessum Hutong­svæðum þar sem ég tek myndirnar býr fólk afskaplega þröngt. Heimilin eru eiginlega bara litlir kofar og svo er fólk með útieldhús þar sem það eldar saman, við aðalstíginn er svo sameiginlegt klósett. Þetta er mörg hundruð ára arkitektúr,“ segir Katrín. Frásagnir af ferðalögum Þið eruð bæði að ljósmynda svæði og segja sögur frá stöðum sem þið komið ekki frá, teljið þið að aðkomumaðurinn geti miðlað borginni eða sögum frá þessum stöðum á sannan hátt? „Svo ég tali bara fyrir mig, þá lít ég svo á að það sé enginn algildur sannleikur í þessari sýningu. Þetta er ekki bara akkúrat svona og ekki hinsegin. En maður getur horft á þetta sem frásögn af mínu ferðalagi, mynd af því fólki sem ég hitti og af sögunni sem það hefur að segja. Ég er ekki að koma neinum ákveðnum skilaboðum áleiðis, heldur frekar að gefa einhverja innsýn og vekja upp spurningar hjá þeim sem koma á sýninguna,“ segir Ingvar og Katrín bætir við: „Sýn mín þróaðist í hvert skipti sem ég ferðaðist til Kína. Ég hugsa að sýningin hefði verið allt öðruvísi ef ég hefði sýnt það sem ég tók í fyrstu ferðinni. En sýningin er ekki beint um Kína, því ég hefði getað gert svona sýningu um Ísland og hef í rauninni gert. En þetta er auðvitað mjög kínverskt umhverfi, maður kemst ekki burt frá því,“ segir Katrín. n Náttúran tekur yfir borgina Fölnað veggspjald með mynd af Peking hverfur smám saman fyrir gróðri sem slútir niður vegginn. MyNd KatríN Elvarsdóttir Kona vi (2013) MyNd KatríN Elvarsdóttir Flöskur (2013) MyNd KatríN Elvarsdóttir ingvar og Katrín Ljósmyndararnir sýna verk sín í Gerðarsafni í Kópavogi. tvöföld hamingja Á dögunum kom út bókin Double Happiness með Kínamyndum Katrínar Elvarsdóttur. Útgefandi er Crymogea. TOYOTA AVENSIS SOL ← Fyrsta skráning 12/2010. Ekinn 87 þús. km. Sjálf- skiptur. Álfelgur. Handfrjáls búnaður. 2ja svæða tölvustýrð miðstöð og fullt af lúxus. Tveir eigendur frá upphafi. Ekki fyrrverandi bílaleigubíll. Minnst ekni og ódýrasti bíllinn á markaðinum í dag. Okkar verð: 2.840.000 KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.