Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 38
34 Fólk Vikublað 26.–28. janúar 2016 Konungleg heimsókn n Jóakim Danaprins og Marie prinsessa voru brosmild í Íslandsheimsókn J óakim Danaprins og Marie eigin kona hans sóttu nýverið Ís- land heim og tóku þátt í hátíðar- höldum vegna 100 ára afmælis Dansk-Islandsk Samfund. Opin ber heimsókn þeirra hjóna stóð í tvo daga. Þau fóru meðal annars í bíltúr um Reykjavík, skoðuðu Hörpu og heimsóttu Epal til að kynna sér íslenska hönnun. Heimsókn þeirra lauk með hátíðarkvöldverði Dansk- Islandsk Samfund á Hótel Holti. n Glöð saman Jóakim og Marie ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. Það fór greinilega vel á með þeim. Konungleg stemning í Norræna húsinu Jóakim og Marie stilltu sér upp í Norræna húsinu undir fánum landanna. Gestabókin skoðuð Hjónin búa sig undir að skrifa nafn sitt í gestabók Norræna hússins. Glæsilegar Vigdís Finnbogadóttir og Mette Kjuel Nielsen, sendiherra Dana á Íslandi. Prúðbúin á hátíðarkvöldverði Prinsinn og prinsessan voru brosmild í heimsókninni til Íslands. Eftirvænting í leikhúsi Þjóðleikhúsið frumsýndi Umhverfis jörðina á 80 dögum Þ jóðleikhúsið frumsýndi leik- ritið Umhverfis jörðina á 80 dögum, eftir Karl Ágúst Úlfs- son og Sigurð Sigurjónsson, byggt á hinni víðfrægu sögu Jules Verne. Eftirvænting skein úr augum gesta á frumsýningu. n Eftirvænting í leikhúsi Tinna Gunn- laugsdóttir mætti með yngri kynslóðina. Eftirvænting Hinn vinsæli Gói mætti með börnin. Leikhússtjóri og gagnrýnandi Ari Matthíasson og Hlín Agnarsdóttir voru kát. Vigdís og börnin Leikhúsunnandinn Vigdís Finnbogadóttir lét sig ekki vanta og tók æskuna með sér. Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.