Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 26.–28. janúar 2016 45 Íslendingar í ævilöngu banni frá IKEA n Tíu manna öryggisdeild starfar hjá IKEA n Allt að tveggja milljóna óútskýrð rýrnun á mánuði n Árið í fyrra var metár þegar kemur að búðarhnupli í n Allnokkur mál fyrir dóm F jörtíu og fimm Íslendingar eru í ævilöngu banni frá verslun IKEA hérlendis en stefna stærstu verslunar landsins varðandi búðar- hnupl er skýr. Þjófar eru einfaldlega ekki velkomnir. Árið 2015 var metár varðandi búðarhnupl ef mið er tekið af tilkynningum til lögreglu en Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt þá staðreynd að flest mál eru felld niður og erfitt er fyrir versl- anir að fá bætur vegna tjónsins sem þær verða fyrir. „Örugglega rænd á hverjum degi“ Verslun IKEA í Kauptúni í Garða- bæ er stærsta verslun landsins. Á virkum degi koma um 3.000 manns í verslunina og á laugardegi eða sunnudegi má búast við um 6.000 manns í verslunina. Met var sett síð- astliðin jól þegar 10 þúsund manns lögðu leið sína í verslunina á einum degi, þrjú prósent íslensku þjóðar- innar. Það þarf því ekki að koma á óvart að mál tengt búðarhnupli komi reglulega upp í versluninni. „Við erum örugglega rænd á hverj- um degi,“ segir Stefán Árnason, fjár- málastjóri fyrirtækisins, sem einnig er yfir tíu manna öryggisdeild IKEA á Íslandi. Finna tómar umbúðir Í nóvember síðastliðnum varð blaða- maður vitni að því þegar öryggis- verðir stöðvuðu ungt par með barn vegna gruns um þjófnað. Parið hafði samviskusamlega skannað talsvert af vörum inn í sjálfsafgreiðslukassa en ekki tekið upp kort til þess að greiða vöruna. Þau gengu því næst hröðum skrefum að útgöngudyrunum þar sem árvökull starfsmaður greip inn í. Uppákoman var öll hin vandræða- legasta og afsökun parsins var sú að þau hefðu hreinlega gleymt að renna kortinu í gegn. Stefán kannast við málið en að hans sögn eru öll mál kærð til lög- reglu. Tíðni búðarhnupls, sem kemst upp, hefur aukist hjá fyrir- tækinu undanfarið. „Við vitum svo sem ekki hvort við séum að verða betri varðandi eftirlit eða þá að búðarhnupl sé að aukast,“ segir Stefán. Hann bendir á að reglulega finni starfsmenn tómar umbúðir í krókum og kimum búðarinnar, sem er vísbending um að þjófnaður hafi átt sér stað. Óútskýrð rýrnun IKEA er um 1–2 milljónir króna á mánuði. Skjót afgreiðsla vekur spurningar Umræðan um afgreiðslu lögreglu er eitthvað sem Stefán tengir sterkt við. Hann nefnir sem dæmi að þann 10. janúar síðastliðinn hafi maður verið stöðvaður við útgang verslunarinn- ar fyrir þjófnað. Með í för var eigin- kona mannsins sem að sögn Stefáns er reglulega í fjölmiðlum. „Við áttum myndefni af brotinu og þarna er um borðleggjandi mál að ræða,“ segir Stefán og bætir við að lögreglumenn sem komið hafi í vettvang hafi verið sama sinnis. Föstudaginn 15. janúar skrifaði Stefán kæru til lögreglu og lét fylgja með myndefni sem sannar þjófn- aðinn. Bréfið var boðsent um kl. 14 þennan dag til lögreglu. „Þann 19. janúar fæ ég bréf sem er dagsett 15. janúar. Niðurstaðan er sú að hinn meinti þjófur sé sekur um refsivert hátterni en engu að síður er fallið frá málsókn. Þessi niðurstaða liggur fyrir á tæpum tveimur klukkustund- um á föstudeginum. Ég fagna þess- um afgreiðsluhraða en ég furða mig á niðurstöðunni,“ segir Stefán, sem helst vildi sjá þjófnaðarmál, þar sem óyggjandi sannanir liggja fyrir, fá skjóta formlega afgreiðslu hjá yf- irvöldum. „Það gengur ekki að niðurstaða mála sé háð duttlungum lögreglu- manna,“ segir Stefán ákveðinn. Hann hefur óskað eftir rökstuðningi vegna ákvörðunarinnar. Freistingar fjarlægðar IKEA hefur tekið fast á sínum öryggismálum. Meðal annars voru reglur varðandi vöruskil hertar og skilaði það þeim árangri að rýrnun minnkaði um helming. Þá tók versl- unin nýlega upp skilaeftirlit sem þegar hefur orðið til þess að einn viðskiptavinur má ekki lengur skila vörum hjá versluninni. „Sá skilaði ítrekað sömu vör- unni, litlum og frekar dýrum díóðu- ljósum. Starfsmaður okkar gekk á þennan tiltekna viðskiptavin sem gat ekki gefið neinar skýringar á athæfi sínu og yfirgaf verslunina án þess að hirða um að taka með sér ljósin sem ætlunin var að skila,“ segir Stefán. Aðspurður út í sjálfsafgreiðslu- kassana, þar sem blaðamaður varð vitni að þjófnaði, segir Stefán: „Reynslan að utan var sú að rýrnun við sjálfsafgreiðslukassa væri jafn- mikil og við hefðbundna búðarkassa enda gera starfsmenn óafvitandi Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Mikið eftirlit Um hundrað myndavélar eru á víð og dreif um húsnæði IKEA við Kauptún. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon iKEa Stærsta verslun landsins tekur á móti um 3.000 viðskiptavinum á virkum degi og 6.000 viðskiptavinum á laugar- eða sunnudegi. Þjófar eru hins vegar ekki velkomnir. Mynd Sigtryggur ari „Við erum örugglega rænd á hverjum degi Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942 Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum gólfþvottavélum Tilboð fyrir hótel og gistiheimili í apríl/maí!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.