Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 26.–28. janúar 2016 Hjálpsamir Hafnfirðingar Guðlaug segir að Hafnfirðingar hafi brugðist vel við móttöku bæjarins á hælisleitendum og flóttafólki. Allir hafi brugðist fljótt við og það hafi, til að mynda, verið auðvelt að útvega húsnæði í þessi verkefni. „Þannig að samfélagið er opið.“ Guðlaug bætir við að það sé um- hugsunarvert að fjölskyldur sem komi hingað til lands í leit að hæli geti ekki breytt þeirri umsókn í um- sókn um landvistar- eða atvinnuleyfi. Harðneskjulegt kerfi „Það vakna spurningar þegar fólk er komið í vinnu, komið í skóla og annað, þá segir heilbrigð skynsemi manni að fólk sé búið að gera allt sem til er ætlast af því. Þá er ekki hægt að breyta umsókninni í landvistar- leyfisumsókn. Maður verður að fara. Og það er það sem manni finnst svo harðneskjulegt í þessu kerfi líka. Og ef þetta er þannig þá er það eitthvað til að velta fyrir sér líka. Hafi á annað borð verið sótt um hæli virðist ekki vera hægt að skoða neinar aðrar hlið- ar á landvist, þrátt fyrir að fólk sé í skóla, vinnu og hafi lært tungumálið. Nema Alþingi grípi inn í og veiti fólki ríkisborgararétt. Það vantar einhvern heilbrigðan milliveg í þetta dæmi.“ Öllum Albönum hafnað Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 108 al- banskir ríkisborgara um hæli á Ís- landi á árinu 2015. Voru þeir allra fjölmennastir, eða rúm 30 prósent allra umsækjenda. Það sem af er árinu 2016 hafa 36 manns sótt um hæli hér á landi, þar á meðal fjórtán Albanir og átta Sýrlendingar. Útlendingastofnun minnir á að flóttamanna- og hæliskerfið sé neyðarkerfi, ætlað fólki sem óttast um líf sitt og frelsi, sem vissulega er tilfellið í máli Dega- fjölskyldunnar líkt og fram kom í viðtali DV við hana. En til að eiga rétt á alþjóðlegri vernd og teljast flóttafólk og eiga rétt á hæli samkvæmt lögum og al- þjóðasáttmálum, þarf fólk að vera í einhvers konar hættu og eiga ekki möguleika á viðunandi vernd og úr- ræðum í heimalandi sínu. „Tilhæfulausar“ umsóknir „Fyrirliggjandi upplýsingar og mann réttindaskýrslur eru sam- hljóða um að Albanía sé friðsælt lýð- ræðisríki þar sem hvorki er stríðsá- stand né ógnarstjórn. Mannréttindi eru almennt virt og albönsk yfirvöld eru fær um að vernda borgara sína og veita þeim aðstoð. Af þessum sök- um er afar fátítt að albönskum ríkis- borgurum sé veitt hæli í Evrópu,“ segir á upplýsingavef stofnunarinnar en í 98 prósent tilfella var umsóknum Albana um hæli eða vernd synjað í aðildarríkjum Evrópusambandsins í fyrra. Stofnunin segir að stór hluti umsókna albanskra ríkisborgara hér á landi sé „bersýnilega tilhæfulaus“ vegna aðstæðna í viðkomandi máli og að virtum almennum aðstæðum í Albaníu. Þannig sé í raun ekki hægt að flýja frá landi sem sé með svo skínandi fínt heilbrigðisvottorð út frá alþjóðasáttmálum. Þó að hvert mál sé vissulega skoð- að sérstaklega, hlýtur fólk þó að spyrja sig í ljósi þess fjölda sem virð- ist vera að flýja landið; hvað er allt þetta fólk þá að flýja fyrst allt er með sóma í heimalandinu líkt og gengið er út frá í kerfinu? Önnur fjölskylda fékk dvalarleyfi Á föstudag dró þó til tíðinda þegar ljóst varð að Telati-fjölskyldan frá Al- baníu hefði fengið dvalarleyfi hér á landi, af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla við landið. Mál þeirra komst í hámæli í vet- ur þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú hefðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið hér síðan í júní síðastliðnum. Svo fór að börnin fengu inni í skóla í Laugarnes- hverfinu og fundu sig vel. Í október synjaði Útlendingastofnun Telati- fjölskyldunni um dvalar leyfi. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað, þúsundum undirskrifta var safnað þeim til stuðn- ings, með þeim árangri að nú hefur fjölskyldan fengið dvalarleyfi af áður- nefndum ástæðum. Leyfin eru veitt til eins árs í senn með möguleika á framlengingu ef aðstæður breytast ekki. Hugsanlegt er því að ekki sé öll von úti enn hjá Dega-fjölskyldunni. n n Erfitt þegar fólki er synjað um dvalarleyfi eftir langa dvöl á Íslandi n Er enn von fyrir Dega-fjölskylduna? „Það vantar einhvern heilbrigðan milliveg í þetta dæmi „Þú ferð ekkert í leikskóla eða grunnskóla án þess að aðlagast og mynda tengsl Þungbært Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, segir að á meðan jafn langan tíma taki að afgreiða mál hælisleitenda hér á landi sé óumflýjanlegt að margar fjölskyldur festi hér rætur. Það geri málin þungbær þegar fjölskyldurnar fá síðan synjun. Mynd Aðsend Sérstök veiðigjöld standast lög Ríkið þarf ekki að endurgreiða hálfan milljarð að mati héraðsdóms H éraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Vinnslustöðvarinnar um að endurgreiða hálfan milljarð sem fyrirtækið greiddi ríkinu vegna sérstakra veiðigjalda. Það er því ljóst að dómstólar líta svo á að veiði- gjaldið sé löglegt, en orðrétt segir svo í dómnum: „Dómurinn telur að ljóst sé að álagning sérstaks veiðigjalds sé að- ferð við fiskveiðistjórnun með það að markmiði að tryggja þjóðinni í heild hlutdeild í þeim arði, sem nýting sjávar auðlinda skapar. Ákvæði laga um stjórnun fiskveiða fela í sér heim- ild til slíkrar almennrar ráðstöfunar eins og gripið var til með áðurgreindu bráðabirgðaákvæði laganna.“ Vinnslustöðin byggði kröfu sína, um endurgreiðslu á sérstöku veiði- gjaldi, á því að viðhlítandi lagastoð hefði ekki verið fyrir hendi þegar gjöldin voru lögð á fyrirtækið fisk- veiðiárið 2012/2013. Alls námu sér- stök veiðigjöld 543 milljónum króna en um var að ræða níu skip í eigu Vinnslustöðvarinnar, sem greiddu gjöldin. Dómari féllst ekki á þann mál- flutning Vinnslustöðvarinnar að veiðigjöldin væru skattur en ekki annars konar gjöld sem renni til rík- isins. Þá vildi Vinnslustöðin meina að gjaldið stangaðist á við stjórnarskrána þar sem kveður á um að enginn skattur verði lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. Á það var heldur ekki fallist. n Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is Sérfræðingar í prenthylkjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.