Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 26.–28. janúar 2016 Sport 19 Uppljóstrarar sak- aðir um fjárkúgun n Vildu milljón evrur frá Doyen Sports n Opinbera samninga við félög og leikmenn Y firvöld í Portúgal rannsaka nú þá sem standa að baki uppljóstrunarsíðunni Football Leaks. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að beita eina stærstu umboðsskrif- stofu Evrópuboltans fjárkúgun. Frá þessu greinir breska blaðið Mirror. Football Leaks-síðan var sett á laggirnar í september í fyrra. Ný- lega hafa þeir, í anda Wikileaks, gert stóra samninga í knattspyrnu- heiminum opinbera. Þar á meðal er samningur Gareth Bale við Real Madrid, félagaskipti Mesut Özil frá Real Madrid til Arsenal og samn- ingur sem Monaco og Chelsea gerðu sín á milli hvað Falcao varð- ar. Ljóst er að aðstandendur síð- unnar búa yfir gögnum um við- skipti á efstu stigum fótboltans. Yfirmaður félagaskipta hjá FIFA, Mark Goddard, hefur lýst yfir ánægju sinni með framtak síðunn- ar og hefur sagt að hann vildi óska þess að félögin gerðu samningana opinbera að eigin frumkvæði. Segjast vilja gegnsæi Yfirlýstur tilgangur síðunnar er að berjast fyrir gegnsæi í knattspyrn- unni. Mirror greinir hins vegar frá því að aðstandendur hennar hafi reynt að kúga fé út úr umboðs- skrifstofu, gegn því að birta ekki fleiri samninga leikmanna henn- ar. Mirror segist hafa séð tölvu- póst, sem virðist koma frá Football Leaks, sem sendur var á Doyen Sports, eina stærstu umboðsskrif- stofuna, þá sem verst hefur orðið fyrir barðinu á uppljóstrurunum. Í póstinum er þess krafist að um- boðsskrifstofan greiði eina milljón evra í skiptum fyrir þögnina. Doyen Sports var milliliður- inn þegar Marco Rojo samdi við Manchester United og Eliaquim Mangala samdi við Manchester City, en samningur þess fyrrnefnda hefur ratað á Football Leaks. „Rausnarleg greiðsla“ tryggi þögn Undir tölvupóstinn skrifar maður að nafni Artem Lovuzov, sem Mirror gerir ráð fyrir að sé falskt nafn. Hann lofar að hlé verði gert á birtingu gagnanna á meðan samn- ingaviðræðurnar standi yfir en lætur í veðri vaka að þær hefjist á ný verið kröfum ekki mætt. Netfangið er skráð í Kasakstan, að sögn Mirror, en úr sama net- fangi var Nelio Lucas, fram- kvæmdastjóra Doyen, sagt í október að lekinn væri stærri en hann gæti ímyndað sér. „Rausnar- leg greiðsla myndi þó tryggja að öll gögnin yrðu eyðilögð.“ Spurð- ur hvað „rausnarlegt“ væri í hans huga svaraði Lovuzov að einhvers staðar á bilinu 500 þúsund til millj- ón evrur væri við hæfi en að hann vildi fá uppástungur frá honum. Tveir dagar liðu án þess að framkvæmdastjórinn svaraði og þá barst honum annað bréf. Þar sagð- ist sendandinn vera maður orða sinna og gaf honum þá tiltekinn frest til að bregðast við, að öðrum kosti myndu viðkvæmar upplýs- ingar halda áfram að birtast. Hollendingar rannsaka samning Eins og áður sagði var síðan sett í loftið í september en fyrsta alvöru uppljóstrunin var þegar samningur á milli Doyen og hollenska liðsins FC Twente var birtur, en þar afsalaði félagið sér réttinum á allnokkrum leikmönnum, þar á meðal vængmanninum Dusan Tadic, sem síðan samdi við Southampton. Sá samningur er til rannsóknar hjá hollenska knattspyrnusambandinu en í kjölfar birtingarinnar sagði stjórnar formaður Twente, Aldo van der Laan, af sér. Menn grun- ar að mennirnir að baki Football Leaks séu Portúgalar en þeir nota nú rússneska vefþjóna til að hýsa síðuna, sem í tvígang hefur verið lokað. Eins áður og segir rannsaka yfirvöld í Portúgal þessa meintu fjárkúgun, en einnig er rannsakað hvernig síðuhaldarar komust yfir gögnin sem birst hafa. Þá greinir Mirror frá því að Sporting CP, eitt stærsta félagið í Portúgal, hafi leitað til lögreglu vegna samninga sem Football Leaks hefur birt. Forseti félagsins, Bruno de Carvalho, sakaði Benfica um að standa að baki lekanum en síðan hafa birst upplýsingar sem koma sér illa fyrir það fornfræga fé- lag. Þá segir Mirror að grunur bein- ist ekki að leikmönnum, hvað upp- runa lekans varðar. n Lekið Samningurinn um kaupin á Mesut Özil hefur birst á Football Leaks. Rojo Á sunnudag birti Football Leaks upplýsingar um félagaskipti Marco Rojo til Manchester United. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Real Madrid Uppljóstrararnir hafa birt samninga sem tengjast Real Madrid, meðal annars samninginn vegna kaupa Real á Gareth Bale frá Tottenham. Mynd EPA D iego er að standa sig vel með sínu félagsliði, sem er í topp- baráttu næst efstu deildar- innar á Spáni, og hefur sýnt því mikinn áhuga að leika með ís- lenska landsliðinu,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, um valið á Diego Jó- hannessyni, nýliða í íslenska lands- liðinu. Heimir ræðir vináttuleikinn við Bandaríkin í viðtali á heimasíðu KSÍ. Leikmannahópur fyrir vináttu- leikinn var birtur á vef KSÍ á mánu- dag en í honum eru fimm nýliðar. Heimir segir að markmiðið sé að breikka hópinn og skoða fleiri leik- menn. Diego leikur í stöðu hægri bakvarðar með Real Oviedo í næst efstu deild á Spáni. Hann hefur lýst yfir miklum áhuga á að leika fyrir íslenska landsliðið, en Diego, sem á íslenskan föður og fékk nýlega ís- lenskt vegabréf, fórnar mikilvægum leik með Oviedo til að vera með ís- lenska landsliðinu. Í hópnum að þessu sinni eru bæði reyndir landsliðsmenn og óreyndir. Eiður Smári Guðjohnsen er til að mynda í hópnum, sem og bakverðirnir Ari Freyr Skúlason og Birkir Már Sævarsson. Hjörtur Hermannsson, PSV, Aron Sigurðarson, Fjölni, Ævar Ingi Jóhannesson, KA, og Aron Elís Þrándarson, Aalesund FK, eru auk Diegos nýliðar í hópnum. Leikurinn fer fram 31. janúar ytra. n baldur@dv.is Diego valinn í landsliðið Sleppir toppslag á Spáni fyrir leik gegn Bandaríkjunum V A R M A D Æ L U R Gæði, þjónusta og gott verð. Hámarks orkusparnaður. NÝJUNG Í LOFT Í VATN VARMADÆLUM EINFÖLD Í UPPSETNINGU ÁLAGSSTÝRÐ HLJÓÐLÁT ALLT AÐ 80% ORKUSPARNAÐUR ÍBÚÐARHÚS - SUMARBÚSTAÐ - IÐNAÐARHÚS COP 5,0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.