Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 26.–28. janúar 2016 Lífið í gulu gámablokkinni n Farandverkamenn búa í gámunum n Settu upp búð, skóla og blakvöll 4 00 farandverkamenn búa í þessari gámablokk í útjaðri Bangkok á Taílandi. „Blokk- in“ var byggð til þess að hýsa verkamenn sem komu að því að byggja blokkir sem fara á almenn- an markað. Alls gætu 800 manns búið í gámunum og búist er við því að með tíð og tíma verði allt rýmið fullnýtt. Farandverkamennirnir koma frá Kambódíu, Mjanmar, Laos og sumir víðs vegar að frá Taílandi. Þeir vinna allir fyrir sama verktak- ann, en að tveimur ólíkum byggingarverkefnum. Gula gámablokkin er á þremur hæðum og hefur verið gerð að híbýlum. Hægt er að komast um hana á göngum og stigum og þar eru verslanir þar sem seld er matvara. Búið er að setja upp skóla og leikvöll fyrir börn farandverkamannanna og þá eru einnig blakvellir á svæðinu þar sem fólk getur sótt í afþreyingu að vinnu lokinni. Gámarnir eru flest- ir 12 metra langir. Hverjum þeirra hefur verið skipt upp í nokkur rými – svefnherbergi, eldhús og stofu til að mynda. Sumir hýsa heilu fjöl- skyldurnar. Í þeim er rafmagn og því hægt að vera með sjónvarp og eru flestir gámarnir útbúnir sjón- varpi og/eða hljómflutningstækjum. Baðherbergin eru fyrir utan híbýlin sjálf og það er rennandi vatn á sameiginlegum svæðum. Þar eru meðal annars fjórtán baðker þar sem fólkið baðar sig í kufl- um, eins og það gerir raunar heima hjá sér. Ljósmyndari EPA heimsótti gulu blokk- ina. Hann segir ljóst að aðstæður fólksins gætu verið betri, en að flestir séu sáttir og ánægðir með að hafa vinnuna. Þeir hafi jafnvel flúið atvinnuleysi á sínum heimaslóð- um. Flestir búast við því að fá áfram- haldandi vinnu hjá verktakanum eftir að þessu verkefni lýkur og telja að blokkin verði þá tekin í sundur og endurbyggð á nýju framkvæmda- svæði. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Grænmetisbúð Verslunin sem sést glitta í er grænmetisverslun. Hér má svo sjá hvernig blokkirnar eru uppbyggðar. Myndir EPA Baðið Þetta er baðaðstaðan, fjórtán baðkör sem 400 manns nota núna, en allt að 800 gætu notað með tíð og tíma. Baðið Flestir eru í einhvers konar kuflum eða baðsloppum. Bágbornar aðstæður Ljóst er að að- stæður fólksins gætu verið svo miklu verri. Ljósmyndari EPA segir fólkið þó nokkuð sátt, það hafi fasta vinnu og athvarf. Það er þó óneitanlega sorglegt að fylgjast með því að byggðar séu íbúðir fyrir aðra en aðhafast sjálft í gámum. Lítið rými Hver gámur er 12 metrar að lengd. Hér má sjá hvernig konan notar þetta litla rými sem hún hefur til að koma fyrir sjónvarpi, eigum sínum og litlu fleti. Blakvöllur Búið er að koma upp blakvelli sem farandverkamennirnir geta notað í frístundum sínum. Í skólanum Á meðan foreldrarnir vinna við byggingarvinnuna eru börnin örugg í skólanum. Skóli Börnin í blokkunum fá að ganga í skóla, sem hefur verið skreyttur fyrir þau. Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.