Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 30
26 Menning Vikublað 26.–28. janúar 2016 Líkið í brunninum M aður hefði haldið að Bosníu­ myndir væru horfin undir­ grein kvikmyndanna, en þær skildu þó eftir sig meist­ araverk eins og Underground og No Man's Land. Lengi lifir þó í gömlum glæðum þótt þungamiðja heimsmál­ anna hafi færst annað, og Spánverj­ inn Aranoa hefur kosið að gera sína fyrstu enskumælandi mynd um átök­ in á Balkanskaga. Myndin gerist árið 1995 undir lok stríðsins, þó að fram komi að vanda­ málunum sé hvergi nærri lokið þótt hætt sé að skjóta. Snýr myndin að vanda hjálparstarfsmanna við að veiða lík upp úr brunni og tilraunum til að verða sér úti um reipi til starfans. Sagan er því einföld, sem er gott og blessað í sjálfu sér, en gerir ekki mikl­ ar tilraunir til að útskýra umhverfið. Við fáum að skyggnast inn í daglegt líf fólks sem þarf að búa við jarðsprengj­ ur og já, lík í brunnum, en minna er sagt um hvað þetta snýst allt saman um, ef þá nokkuð. Sameinuðu þjóðirnar virðast harla gagnslausar og skrifræði kemur í veg fyrir að einföldustu verk séu fram­ kvæmd, ef til vill á þetta að vera gagn­ rýni á þær, en að sama skapi eru það einmitt þær sem eru að reyna að gera eitthvað gott. Sögupersónur eru annaðhvort af­ dankaðir gamlir karlar eða föngulegar ungar evrógellur, sem er vonandi vilj­ andi frekar 1995 en 2016 (þetta voru jú Clinton­árin). Helsti kostur myndar­ innar er hið sögulega umhverfi, sem gerir myndina vel þess virði að sjá, þörf áminning um átök sem eru óðum að gleymast. En enginn gerir þetta betur en Balkanbúar sjálfir, eins og Emir Kusturica hefur sýnt fram n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir A Perfect Day IMDb 6,9 RottenTomatoes 63% Metacritic 61 Handrit og leikstjórn: Fernando León de Aranoa Aðalhlutverk: Olga Kurylenko, Benicio del Toro og Tim Robbins Sýnd í Bíó Paradís - 106 mínútur „Við þurfum reipi“ A Perfect Day fjallar um leit hjálparstarfsmanna að reipi til að veiða lík upp úr brunni. S njóflóð féll á Súðavík þann 16. janúar 1995. 14 manns fórust. Þann 26. október sama ár féll síðan annað snjóflóð, á Flat­ eyri. 20 manns fórust. Þjóð­ ina setti hljóða. Um allt land voru fán­ ar dregnir í hálfa stöng, samkomuhald var fellt niður og bænastundir haldnar í fjölmörgum kirkjum. Yfirþyrmandi trúverðugleiki Heimildarverkið Flóð var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í síðustu viku. Leikstjóri verksins, Björn Thors, hefur unnið textann í samvinnu við Hrafnhildi Hagalín, upp úr viðtölum við fjölmarga einstaklinga sem voru á Flateyri þegar snjóflóðið féll á bæinn, árið 1995. Þau eru trú sínum heim­ ildarmönnum, halda í stíl og málfar hvers og eins, frásögnin er óheft og trúverðugleikinn nánast yfirþyrm­ andi. Leikararnir skiptast á að segja sögur ólíkra einstaklinga, skýra sjón­ arhorn þeirra sem björguðust úr flóð­ inu, unnu við leitarstörf eða sáu um matargerð fyrir leitarmenn og hlúðu að þeim sem fundust. Smáatriði, sem ekki hafa áður komið fram, styrkja frá­ sögnina og tengja hana áhorfendum með einstökum hætti. Ekki er fallið í þá freistni að mjólka tár áhorfenda, heldur miklu fremur fræða og deila reynslu af atburði sem greyptur er í sögu þjóðarinnar. Uppbygging verks­ ins er vel unnin og hvergi er slegið slöku við. Á sviðinu standa tveir flekar á búkkum ásamt ótal smáhlutum sem leikararnir raða og endurraða eftir því sem óveðrið magnast. Þau teikna fjallið upp með þunnum plastpoka á myndvarpa og skýra fyrir áhorfend­ um hvernig snjósöfnun þróaðist um nóttina. Þau sýna hættumatið með stafla af pappakössum og ryðja fram ísköldu snjóflóðinu með mögnuðum tilfæringum á fábrotnum leikmunum. Leikmynd Snorra Freys Hilmarsson­ ar er margbrotin, beiting leikmuna þaulhugsuð og öll tæknivinna til fyrir­ myndar. Ómetanlegar frásagnir Leikararnir túlka persónur sínar með hógværum og mjög eðlilegum hætti. Tilfinningin var nánast sú að þau væru bara hluti af okkur áhorfendun­ um. Í þessu verki er það textinn og meðferð hans, sem öllu máli skiptir og þeim Hall­ dóru Geirharðsdóttur, Hilmi Jenssyni, Kristbjörgu Kjeld og Kristínu Þóru Haraldsdóttur tekst svo sannarlega að leiða áhorfendur inn og út úr snjó­ flóðinu með fínstilltum leik og áhrifa­ ríkri frásögn fjölmargra persóna. Hilmir Jensson er framúrskarandi og ber af annars mjög faglegum og góðum leikurum. Öll mætum við mótlæti einhvern tímann á lífsleiðinni en sem betur fer er fæst af þeirri stærðargráðu sem Flateyringar máttu þola haustið 1995. Höfundar verksins lögðu í erfiða veg­ ferð við að safna saman sögum þeirra er lifðu flóðið af. Sérhver frásögn er ómetanleg fyrir þjóðina og sérstök ástæða til þess að þakka þeim sem fengust til að deila lífsreynslu sinni með þessum hætti. Þetta er óvenju­ leg og einstök sýning sem allir ættu að kynna sér. n Heimildaverk um hamfarir Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Flóð Höfundar: Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors Leikstjórn: Björn Thors Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín Leikarar: Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Jensson, Kristbjörg Kjeld og Kristín Þóra Haraldsdóttir Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist og hljóð: Garðar Borgþórsson Sýnt í Borgarleikhúsinu „Ekki er fallið í þá freistni að mjólka tár áhorfenda, heldur miklu fremur fræða og deila reynslu af atburði sem greyptur er í sögu þjóðarinnar. Nánast yfirþyrm- andi trúverðugleiki Í heimildaleikverkinu Flóð er tekist á við átak- anlega atburði úr sögu þjóðarinnar, snjóflóðin á Vestfjörðum á tíunda áratugnum. „Hilmir Jensson er framúrskar- andi og ber af annars mjög faglegum og góðum leikurum JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.