Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 26.–28. janúar 20162 Fréttir Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land. NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Nýjar umbúðir Augnheilbrigði Sneiðmynda- tæki lagað Tölvusneiðmyndatæki Landspít­ alans í Fossvogi, sem verið hefur bilað, er komið í lag. Tækið var búið að vera bilað síðan fyrir helgina. Vegna bilunarinnar var viðbragðsáætlun Landspítala virkjuð föstudaginn 22. janúar 2016 og þurfti að flytja sjúklinga á spítalann við Hringbraut. Ástæða þess að svo langan tíma tók að gera við tækið var bið eftir varahlutum. Dæmdir fyrir fíkniefna- innflutning Tveir spænskir ríkisborgara voru á mánudag sakfelldir í Héraðs­ dómi Reykjaness fyrir innflutn­ ing á kókaíni. Mennirnir, sem eru báðir á þrítugsaldri, voru hand­ teknir sunnudaginn 25. október í fyrra, en í sameiningu stóðu þeir að innflutningi á samtals 483,31 grammi af kókaíni, sem hafði að meðaltali 35% styrkleika. Var efnið ætlað til sölu­ dreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin fluttu mennirn­ ir til landsins sem farþegar með flugi frá Brussel í Belgíu og voru efnin falin í líkama þeirra. Báðir mennirnir fengu eins árs, óskil­ orðsbundinn fangelsisdóm en gæsluvarðhald, sem þeir hafa sætt frá handtöku, dregst frá refsingunni. Skemmdarvargar gera Fjölskylduhjálp Íslands lífið leitt É g er alveg gáttuð á þessu,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, for­ maður Fjölskylduhjálparinn­ ar, en rúða var brotin í húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í Iðufelli í Breiðholti um helgina. Aðeins er hálfur mánuður síðan þrjár rúður voru brotnar í húsnæði Fjölskyldu­ hjálparinnar og segir Ásgerður að aðeins sé rúm vika liðin síðan reynt hafi verið að brjótast inn í húsnæðið. Þá reyndu þjófarnir að spenna upp hurð en höfðu ekki erindi sem erfiði. Um helgina hafi enn ein rúðan ver­ ið brotin, sú fjórða á aðeins hálfum mánuði. „Okkur finnst þetta mjög leiðin­ legt og maður skilur ekki alveg hvað gengur að fólki sem skemmir svona fyrir öðrum,“ segir Ásgerður sem hefur velt fyrir sér til hvaða bragðs sé hægt að taka. Einn möguleiki sé að setja girðingu í kringum húsið sem yrði læst þegar húsnæði Fjöl­ skylduhjálparinnar er lokað. „Við erum eiginlega komnar á einhverja endastöð og við gætum þurft að girða þarna í kring svo engin umferð sé þarna á kvöldin. Það safnast saman fólk, alls stað­ ar að af höfuðborgarsvæðinu, þarna á kvöldin í misjöfnum erindagjörðum,“ segir Ásgerður sem tekur þó fram að leyfi þurfi frá borginni fyrir slíkum aðgerðum. n einar@dv.is „Ég er alveg gáttuð á þessu“ Þrjár rúður brotnar Aðeins er hálfur mánuður síðan þrjár rúður voru brotnar. Brotin rúða Rúðubrot hafa verið algeng á undanförnum vikum í húsnæði Fjölskylduhjálp- arinnar. Stjórnendahópur Borgunar gerði ekki fyrirvara í sumar n Bréf um milljarðagreiðslu barst á Þorláksmessu n „Erum ekki enn komin með T ólf æðstu stjórnendur Borg­ unar seldu í ágúst í fyrra 36% af hlut sínum í greiðslumið­ lunarfyrirtækinu án þess að gera fyrirvara um mögu­ legan hagnað af sölu Visa Europe. Salan fór fram tveimur og hálfum mánuði áður en tilkynnt var um kaup Visa International Service (Visa Inc.) á Visa Europe. Fyrstu bráðabirgða­ tölur um upphæð greiðslunnar sem eigendur Borgunar eiga von á vegna sölunnar komu fram í bréfi sem þeim barst 23. desember síðastliðinn. „Öll umræða um innherjaupplýs­ ingar og fyrirfram vitneskju stjórn­ enda Borgunar um væntan hagn­ að Borgunar vegna kaupa Visa Inc. á Visa í Evrópu, um kaupverðið sjálft, skiptingu þess og hugsanlegan hagnað á því ekki við rök að styðj­ ast,“ segir í skriflegu svari Sigurðar Guðmundssonar, forstöðumanns al­ þjóðasviðs Borgunar og stjórnarfor­ manns BPS ehf., við fyrirspurn DV. Seldu 2,9% Borgun á líkt og komið hefur fram von á greiðslu vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Fullyrt er að við­ skiptin geti fært samkeppnisaðilun­ um Borgun og Valitor alls vel á ann­ an tug milljarða króna. Stjórnendur Landsbankans hafa verið gagnrýnd­ ir fyrir að hafa selt 31,2% hlut sinn í Borgun í nóvember 2014 til hóps fjárfesta og stjórnenda fyrirtækisins, án þess að bjóða eignina út í opnu söluferli eða gera fyrirvara um við­ bótargreiðslu vegna sölunnar á Visa Europe. Eignarhaldsfélagið Borgun slf. keypti 24,96% í greiðslumiðlunar­ fyrirtækinu af Landsbankanum. Fé­ lagið er meðal annars í eigu Stál­ skipa, Einars Sveinssonar, fjárfestis og föðurbróður Bjarna Benediktsson­ ar fjármálaráðherra, og Óskars Vet­ urliða Sigurðssonar, fjárfestis og nú­ verandi stjórnarformanns Borgunar. Hin 6,24% fóru til BPS ehf. sem er í eigu tólf æðstu stjórnenda Borgunar. DV greindi í maí síðastliðnum frá því að eigendur félagsins hefðu greitt 437 milljónir króna fyrir hlutinn og í kjöl­ farið boðið öllu starfsfólki Borgunar að kaupa hluti í því. Á endanum tóku 33 boðinu og síðastliðið vor áttu alls 45 starfsmenn samtals 10,6% í fyrir­ tækinu. BPS átti þá 7,7% í Borgun en hluturinn nemur nú tæpum 5%. Í svari Sigurðar við fyrirspurn DV er því ekki svarað hver hafi keypt 2,9% hlut af stjórnendahópnum. Aftur á móti er ljóst að kaupandinn var Eignarhaldsfélagið Borgun. Kom með jólapóstinum Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir í samtali við DV að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki heyrt af frá­ gangi sölunnar á Visa Europe fyrr en í nóvember í fyrra. „Við fengum svo bréf 23. des­ ember þar sem því var lýst og vís­ bendingar gefnar um hversu háa upphæð Borgun gæti komið til með að fá. Við erum ekki enn komin með tölurnar og þú verður að gá að því að þessi sala er ekki frágengin og það er til að mynda ekki enn búið að ákveða hvort þetta verði fært til bókar sem tekjur á árinu 2015,“ segir Haukur og heldur áfram: „Árið 2013 var Visa Europe metið á þrjá milljarða Bandaríkjadala en það er selt árið 2015 á 25 milljarða dala. Okkar hlutur í þessu ræðst af viðskiptum 2013, 2014 og 2015 og þær tölur eru að auki hlutfall af heildarviðskiptum Visa í Evrópu sem við höfðum ekki hugmynd um. Meginatriðið í þessari umræðu er því að ég eða aðrir tengdir fyrirtækinu höfðum aldrei neinar innherjaupp­ lýsingar úr Visa Inc. eða Visa Europe varðandi söluna. Enginn Íslendingur hafði þær,“ segir Haukur. Svarað fyrir söluna Landsbankinn sendi frá sér til­ kynningu í gær þar sem kom fram að fyrir tækið, sem er að 98% hluta í eigu ríkisins, ætli að afhenda Al­ þingi samantekt um sölu bankans á hlut hans í Borgun. Voru þar fyrri orð um að bankinn hefði engar upp­ lýsingar haft um að Borgun myndi fá greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Því hafi ekki verið gerð krafa um viðbótargreiðslu vegna hlutdeildar Borgunar í söluandvirði Visa Europe sem er áætlað að nemi alls jafnvirði um þrjú þúsund millj­ arða króna. Landsbankinn opnaði þá einnig upplýsingasíðu þar sem ýms­ um spurningum um söluna á hlutn­ um í Borgum er svarað. „Samkvæmt upplýsingum Lands­ bankans margfölduðust erlend Visa­ umsvif Borgunar á árinu 2015 miðað við það sem áður var. Langstærstur hluti fjárhæðarinnar sem Borgun á von á mun vera vegna viðskipta sem urðu eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í félaginu,“ sagði í tilkynningu Landsbankans. n „Ég eða aðrir tengdir fyrirtæk- inu höfðum aldrei nein- ar innherjaupplýsingar úr Visa Inc. eða Visa Europe varðandi söluna. Enginn Íslendingur hafði þær. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Eiga enn 5% BPS ehf. á nú 5% í Borgun en félagið er í eigu ellefu af tólf æðstu stjórnendum fyrirtækisins og Vetragils ehf. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, er ekki skráður fyrir eignarhlut í fyrirtækinu en Vetragil er aftur á móti í eigu Margrétar Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðings og eiginkonu hans. Íslandsbanki er stærsti hluthafi Borgunar með 63,47%. Eignarhalds- félagið Borgun slf. á 29,38%. Aðrir hluthafar eiga minna en 1%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.