Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 24
20 Lífsstíll Vikublað 26.–28. janúar 2016 Svona geturðu aukið gáfur þínar n Veldu þér réttu áhugamálin n Mikilvægt að halda huganum í góðu formi eins og líkamanum M argir telja að gáfur séu meðfæddar og að lítið sé hægt að gera til að auka þær. Það sé í raun ákvarð- að strax í móðurkviði hvort einstaklingur komi til með verða gáfaður eða ekki þegar hann vex úr grasi. En þetta er alls ekki raunin. Gáfur má auka með ýmsum hætti, meira að segja á gamals aldri. Mörg áhugamál, sem við njótum að stunda, geta aukið gáfur okkar til muna og hér eru dæmi um nokk- ur þeirra. Vísindalegar rannsóknir þykja hafa sýnt fram á gagnsemi þeirra fyrir heilann. Spila á hljóðfæri Það þykir sannað að tónlist hefur örvandi áhrif á heilann. Tónlistin vekur upp flóknar tilfinningar og ákveðið sálrænt ástand. Fjöldi rann- sókna hefur sýnt fram á að bæði það að hlusta á tónlist og spila á hljóðfæri hefur góð áhrif á minnið. Að læra og spila á hljóðfæri kennir fólki jafn- framt þolinmæði og skerpir ein- beitinguna. Fjölbreytt lesefni Það vita það líklega flestir að lestur er öllum hollur. Hann getur aukið gáfur á ýmsum sviðum og það á sérstaklega við ef fólk les fjölbreytt efni. Allt frá spennusögum, til ævi- sagna og fræðirita. Lestur þykir hafa róandi áhrif á hugann og dregur úr stressi. Við lesturinn upplifir fólk ýmsar tilfinningar og lærir eitthvað nýtt. Lestur eykur þekkingu sem jafnframt undirbýr fólk til að takast á við mismunandi aðstæður. Regluleg íhugun Helsti ávinningurinn af því að íhuga er að það hjálpar fólki að einbeita sér að sjálfu sér og finna sjálft sig. Íhugun dregur úr stressi losar fólk við óþarfa áhyggjur. Það að hreinsa hugann reglulega gerir fólki auð- veldara um vik að læra eitthvað nýtt og skipuleggja sig á áhrifaríkari hátt. Með reglulegri íhugun getur fólk öðlast fulla stjórn á sjálfu sér, en það er lykilatriði þegar kemur að því að auka gáfurnar með einhverjum hætti. Þjálfa hugann Það er jafn mikilvægt að þjálfa hug- ann og líkamann til að halda honum í góðu formi. Allir ættu að ögra huganum mjög reglulega til að viðhalda þekk- ingu og færni hans til að leysa þrautir. Þetta er hægt að gera með ýmsum hætti, eins og með því að leysa sudoku, spila borðspil, leysa gátur og púsla. Þessar athafnir hjálpa huganum að mynda nýjar tengingar og bregð- ast við aðstæðum á skapandi hátt. Þær bæta jafnframt getuna til að sjá hlutina frá mismunandi sjón- arhornum. Fara á æfingu Heilbrigður líkami er fyrsta skrefið að heilbrigðum huga, enda er hann eins og hver annar vöðvi í líkam- anum. Reglu- leg hreyfing hjálpar líkaman- um og heilanum að starfa rétt. Hreyfingin dregur úr spennu og fólk sefur betur. Lækn- ar eru sammála um að aukið blóð- flæði til heilans auki virkni hans. Þá hafa rannsóknir á bæði dýrum og mönnum sýnt fram á að hjartastyrkjandi æfingar geta fjölgað heilafrum- um og aukið heildar- virkni heilans. Læra nýtt tungumál Það er svo sannarlega ekki alltaf auðvelt að læra nýtt tungumál, en kostirnir við það eru mjög margir. Það er til dæmis talið að aukin tungumála- kunnátta geri fólk gáfaðra. Að læra nýtt tungumál felur í sér ýmis verk- efni, eins og að greina málfræði og uppbyggingu nýrra orða og setn- inga, sem hefur jákvæð áhrif á hug- ann. Þá þykir það hafa verið vís- indalega sannað að fólk með góða tungumálakunnáttu er betra í að skipuleggja sig en aðrir og á auðveldra með að taka ákvarðanir og að leysa vandamál. Skrifa niður tilfinningar sínar Það er alltaf gott að vera duglegur að skrifa, það þjálfar ekki bara bara færni fólks í tungu- málinu heldur hjálpar til við að skerpa ein- beitinguna, auka ímyndunaraflið og skapandi hugsun. Það er hægt að skrifa á marga mismun- andi vegu. Ein leiðin er að halda dagbók eða persónulegt blogg. En hvaða leið sem fólk velur þá er það alltaf að koma frá sér texta og læra að tjá tilfinningar sínar sem er góð leið til að auka gáfurnar. Ferðast til nýrra staða Ferðalög geta hreinsað hugann af stressi og þegar fólk nær þeim stað er auðveldara að einbeita sér að ákveðnum verkefnum, uppgötva nýja hluti og dýpka skilning á ýms- um málum. Allir nýir staðir sem heimsóttir eru bjóða upp á nýja upplifun, hvort sem það felur í sér að hitta nýtt fólk, borða fram- andi mat, kynnast nýrri menningu, samfélögum og lífsstíl. Þetta allt gefur þér nýjar hugmyndir sem þú hefðir aldrei annars fengið. n Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.