Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 18
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur S jónvarpsþáttaserían Ófærð sem Ríkisútvarpið sýnir þessa dagana er magnað sjónvarps­ efni. Þarna er drjúgur hluti af okkar öflugustu og reyndustu leikurum í bland við aðra sem eru óreyndari. Baltasar yfirleikstjóri Ís­ lands ber ábyrgðina. Hún hvílir á hans herðum. Hans verður hrósið eða hnjóðið, allt eftir því hvernig áhorfendur kunna að meta efnið. Það er gaman að sjá menningar­ legan hápunkt Íslands á ríkissjón­ varpsstöðinni. Serían er mögnuð saga og vonandi heldur hún allt til enda. Auðvitað eru þættirnir um­ deildir, en það er alltaf og vonandi verður aldrei gerð sjónvarpsþátta­ sería sem öllum finnst stórkostleg. Til að njóta Ófærðar í botn er nauðsynlegt að hengja sig ekki í smá­ atriði, miklu frekar að halla sér aftur og njóta sögunnar. Að sjálfsögðu eru göt í handritinu en þau eru minni­ háttar og vel til þess fallin að auka umtal og skoðanaskipti um þættina. Ríkissjónvarpið færist skör ofar með þessum þáttum. Þarna uppfyllir það hlutverk sitt og gott betur. Baltasar Kormákur sannar líka í enn eitt skiptið að hann veldur verkefnum af stærstu gerð og það á hvaða sviði sem er. Blessunarlega hefur verið ákveðin gróska í framleiðslu sjónvarpsþátta síðustu ár. Þar má horfa til vandaðrar framleiðslu á borð við þáttaraðirnar Pressu og Rétt. Ófærð ber hins vegar höfuð og herðar yfir annað efni sem boðið hefur verið upp á úr smiðju ís­ lenskra höfunda og leikstjóra. Svona gæðaefni í skammdeginu er ómetanlegt. Það eru líka ómælan­ leg listræn margfeldisáhrif af seríu sem þessari. Að sama skapi verður til dýrmæt reynsla á öllum þeim sviðum sem snúa að kvikmyndageiranum. Það ber líka að þakka Ríkisútvarp­ inu fyrir að takast þetta risavaxna verkefni á hendur. Ófærð og sam­ bærilegt efni gæti einmitt verið sá björgunarhringur sem þörf er á fyrir „línulega dagskrá“ sjónvarps. Það verða til gæðastundir á heimilum landsins fyrir framan sjónvarpið. Það er mikilvægt fyrir alla aðila. Vel gert Baltasar og áhöfn. Vel gert Ríkisútvarp. n Vikublað 26.–28. janúar 2016 Ég get horft á fótbolta endalaust Þetta verður síðasta árið mitt Örið á sálinni grær hægar Mögnuð Ófærð Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur atvinnu af áhugamálinu. – DV Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar, ætlar að hætta í sumar. – DVSigríður Lárusdóttir lífeindafræðingur greindist með sarcoma-krabbamein í læri. – DV Aukinn þrýstingur Aukinn þrýstingur er á Ólaf Jóhann Ólafsson, rithöfund og forstjóra í New York, að bjóða sig fram til forseta. Ólafur Jóhann hefur margoft verið nefndur í um­ ræðunni um væntanlega forseta­ frambjóðendur. Sjálfur hefur hann ekki virst sérlega áhuga­ samur um að skipta um starfsvett­ vang þótt ekki hafi hann útilokað framboð. Stuðningsmenn hans þrýsta nú á hann sem aldrei fyrr. Klækjafrumvarp Nýtt frumvarp þingmanna Sam­ fylkingar, þeirra Helga Hjörvars og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, um afnám verð­ tryggingar er ekki líklegt til að auka trú kjósenda á flokknum. Þing­ mennirnir fóru fram með mál­ ið þótt ekki væri samstaða um það í þingflokki Samfylkingarinnar. Afar hæpið er að banna fólki að taka verðtryggð lán, en margir kjósa einmitt slík lán umfram þau óverðtryggðu. Frumvarpið virðist sett fram til að stríða Framsóknarflokknum en afnám verðtryggingar var með­ al kosningamála þess flokks fyrir síðustu kosningar. Ýmsir velta því fyrir sér af hverju þingmennirnir gátu ekki fundið bitastæðara mál til að flytja á Alþingi en þetta klækjastjórnmála­frumvarp sitt. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Vel gert Baltasar og áhöfn. Ekki bara hægt að kenna Kína um H agfræðingurinn Ha­Joon Chang starfar við háskólann í Cambridge, hann er höf­ undur bóka sem hafa far­ ið víða um lönd – á íslensku var fyrir nokkrum árum þýdd bókin 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá. Ha­Joon Chang kom í Silfur Egils 2012. Ha­Joon Chang skrifar mjög athyglisverða grein í The Guardian þar sem hann segir að ekki þýði að kenna Kína um óstöðugleika í hag­ kerfi heimsins, ástæðan sé fremur sú að ríkisstjórnir Vesturlanda hafi ekki lært af hruninu 2008, meintur efna­ hagsbati síðan þá hafi verið byggður á bólumyndun. Það lítur út fyrir að hagkerfi heims­ ins sé verulega að hægja á sér. Árið byrjaði mjög illa á hlutabréfamark­ aði í Bandaríkjunum og markaðir í Evrópu og Japan hafa lækkað. Mark­ aður í Kína stefnir lóðbeint niður. Olíuverð hefur ekki verið lægra í 12 ár. En þetta átti ekki að vera svona. Hin viðurkennda skoðun var sú að 2016 yrði árið þegar efnahagur heims­ ins myndi ná sér endanlega eftir kreppuna sem hófst 2008, segir Ha­Joon Chang. Atvinnu­ leysi í Bandaríkjunum hefur minnkað, hlutabréfamarkað­ urinn þar náði nýj­ um hæðum 2015, og nú hafa vextir í Bandaríkjunum verið hækkaðir í fyrsta sinn í níu ár. Fyrir aftan Bandaríkin koma svo Bretland og Ír­ land. Sagan segir að þessi ríki séu að ná sér vegna þess að þau hafa ekki farið á taugum, haldið fast við niðurskurð og önnur óvinsæl stefnumál. Þau hafi heldur ekki látið undan kröfum um að hefta bankastarfsemi og setja harðari reglur um fjármálamarkaði. Ríki á meginlandi Evrópu myndu svo loks fylgja eftir. En hvað fór úr­ skeiðis? Kína er kennt um – það gerir til dæmis George Osborne, fjármála­ ráðherra Bretlands. Það hentar honum ágætlega að benda þang­ að austur, en Ha­Joon Chang hef­ ur sínar efasemdir. Hann nefnir að þótt Kína hafi einungis verið 2,5 prósent af hagkerfi heimsins 1978 en sé núna 13 prósent, þá verði menn að gæta þess að ofmeta það ekki. Bandaríska hagkerfið (22,5 prósent), evrusvæðið (17 prósent) og Japan (7 prósent) séu næstum helmingurinn af hagkerfi heims­ ins. Það sé ekki hægt að kenna Kína um efnahagsvandamál heima fyrir, ekki nema að maður búi í landi sem byggir aðallega á því að selja hrá­ vöru til Kína. Ha­Joon Chang segir að sannleik­ urinn sé sá að aldrei hafi orðið raun­ verulegur efnahagsbati í Bandaríkj­ unum og Evrópu. Samkvæmt AGS séu raunlaun lægri en var fyrir hrun í 11 af 20 ríkjum sem hér um ræðir. Til að bæta gráu ofan á svart hafi efna­ hagsbatinn verið knúinn áfram af bólum á hlutabréfa­ og húsnæðis­ markaði, ekki síst í Bandaríkjunum og Bretlandi, og þar liggi megin­ ástæðan fyrir óstöðugleikanum. Ríkin hafi skirrst við að endurskipuleggja hag­ kerfi sín og þannig hunsað lærdóminn frá 2008. Skamm­ tímauppgangur hafi verið útmál­ aður sem alvöru bati – í anda þeirr­ ar goðsagnar að stórar bólur séu til marks um efna­ hagslegt heilbrigði. Nú er ekki vitað hvort óróinn á markaðn­ um leiðir til langvinnrar niður­ sveiflu eða einhvers konar hruns, en hann er til marks um að við höf­ um eytt síðustu sjö árunum í að lappa upp á gjaldþrota efnahags­ módel, segir Ha­Joon Chang. Áður en ástandið versnar enn þurfum við að ráðast í mikla endurskipulagn­ ingu: Við þurfum kerfi þar sem fjár­ málageirinn hefur meiri þolinmæði og er ekki svo flókinn. Við þurfum að gera endurbætur þannig að hið raunverulega hagkerfi, framleiðslu­ hagkerfið, fái nauðsynlega örvun, bæði hvað varðar tækni og fjár­ festingu. Við þurfum kerfi þar sem dregið er úr ójöfnuði, svo hægt sé að halda uppi eftirspurn án þess að skapa meiri skuldir. Það verður ekki auðvelt að koma þessu til leiðar, segir Ha­ Joon Chang, en valkosturinn er verri – lítill hagvöxtur, óstöðugleiki og versnandi lífskjör fyrir mikinn meirihluta fólks. n Egill Helgason skrifar Af Eyjunni Nose & Blows blautklútarnir hjálpa til við að hreinsa lítil og viðkvæm nefgöng á mildan hátt. Þeir vernda húðina gegn roða, ertingu og þurrki sem myndast þegar oft þarf að snýta og innihalda rakagefandi B5 vítamín og náttúrulegt mentól & eucalyptus til þess að auðvelda öndun. Enginn rauður nebbi lengur! Er litli nEbbinn díbblaður? Fæst í apótEkum um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.