Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 36
32 Fólk Vikublað 26.–28. janúar 2016 n Sjálfsmyndir fræga fólksins Við gerum þetta öll Þ að er stutt síðan það þótti óheyrilega hallærislegt að taka mynd af sjálfum sér en í dag er ljóst að sjálfsmyndin er komin til að vera. Mörgum finnst þeir einfaldlega myndast best þegar þeir smella sjálfir af og á tím- um samfélagsmiðla er ágætt að reyna að hafa einhverja stjórn á því hvernig við birtumst alheiminum. Hér eru nokkrar sjóðheitar „selfies“ úr Hollywood og víðar að enda er fræga fólkið engir eftirbátar okkar hinna þegar kemur að þessari sjálf- hverfu tegund myndatöku. n  Á djamminu Hollywood-leikkonurnar Alicia Silverstone og Alexa Chung skelltu í eina sjálfsmynd á djamminu í New York.  Stund milli stríða Leikkonan Zoe Saldana myndaði sig í krúttlegum Mínu músar-bol og setti myndina á Instragram. Færslan var svo skreytt merkjunum #manicmondays #LivebyNight #workingmom.  Glamúr og gleði Andy Dorfman úr The Bachelorette og stjörnustílistinn Nick Stenson stilltu sér upp á milli þess sem þau gerðu sig klár sig fyrir tískuviðburð í New York.  Sætir saman Leikarinn og söngvarinn úr The Suicide Squad, Jared Leto, birtist óvænt á tökustað þar sem fyrirsætan Shaun Ross var að störfum. Að sjálfsögðu tóku stjörnurnar mynd af sér saman.  Efnilegur byrjandi Salma Hayek setti þessa skemmtilegu mynd á Instagram og útskýrði að hún væri ennþá að læra á sjálfsmyndina og bað um góð ráð.  Heppin stúlka Vilhjálmur Bretaprins gladdi tólf ára stúlku á jóladag 2013 í Sandringham.  Gripin glóðvolg Stórstjarnan Miley Cyrus gerir sig líklega til að taka nokkrar sjálfsmyndir og er gripin glóðvolg af vinkonu sem smellir af. Engar áhyggjur Miley. Við gerum þetta öll.  Kófsveitt og sæt Sjálfsmyndir snúast ekki alltaf um glamúr. Jessica Alba birti þessa mynd af sér eftir góða æfingu.  Nýtt húðflur Aðdáendur Justins Bieber kunna vel að meta sjálfsmyndirnar hans. Þeir eru himinlifandi þegar hann er ber að ofan. Á þessari mynd smellti söngvarinn af þegar hann var að láta teikna á sig nýtt húðflúr.  Það gera þetta allir Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og dóttir hennar, Chelsea, taka líka sjálfsmyndir.  Ómáluð og fersk Söng- konan Lady Gaga birti þessa fallegu mynd af sér á heimasíðunni sinni, littlemonsters.com.  Blómleg og sæt Söngkonan Jessica Simpson glóir hreinlega á þessari mynd sem hún tók er hún var ófrísk í sumarleyfi á Hawaii.  Enginn stútur Victoria Beckham lætur skína í hvítar tennur á þessar mynd sem hún birti á Facebook-síðu sinni.  Drottning sjálfs- myndanna Rihanna er ekkert feimin við að birta myndir af sér. ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.