Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Side 6
Vikublað 26.–28. janúar 20166 Fréttir Tíu milljarða hagnaður Arion banka af sölu á hlut í Bakkavör n Bakkavararbræður og vogunarsjóður keyptu 46% hlut á 27,5 milljarða n Bókfærður á 11,7 milljarða A rion banki og ýmsir ís­ lenskir lífeyrissjóðir munu bókfæra hjá sér hagnað upp á samtals tæplega 16 milljarða króna við sölu á 46% hlut BF12 slhf. í breska matvælafyrirtæk­ inu Bakkavör Group. Kaupandi að hlutnum fyrir 147 milljónir punda, jafnvirði 27,5 milljarða króna, er félagið Bakk AL Holdings Limited í eigu bræðranna Ágústs Guð­ mundssonar, forstjóra Bakkavarar, og Lýðs Guðmundssonar, stjórnar­ formanns Bakkarvarar, og banda­ rískra fjárfestingasjóða í stýringu vogunarsjóðsins Baupost Group. Í tilfelli Arion banka mun bókfærður hagnaður af sölunni nema nærri tíu milljörðum króna. Bakkavör metið á 60 milljarða Tilkynnt var um kaupin í gær, mánudag, en fyrir áttu félög í eigu Bakkavararbræða um 38% hlut í breska félaginu. Sameinaði líf­ eyrissjóðurinn og dótturfélag Klakka selja einnig sinn 5% hlut í Bakkavör til bræðranna fyrir 16 milljónir punda. Félagið Bakk AL Holdings, sem er í meirihlutaeigu bræðranna, heldur því núna á um 89% hlut í Bakkavör Group auk þess sem það hefur skuldbundið sig til að leggja fram kauptilboð í alla aðra útistandandi hluti í fé­ laginu, rétt um 11%, á sömu kjör­ um. Þar munar mestu um 7% hlut Burlington Loan Management, vogunarsjóðs sem er fjármagnað­ ur af Davidson Kempner Capital, en sjóðurinn hefur sem kunnugt er verið umsvifamesti kröfuhafi föllnu íslensku bankanna. Miðað við kaupverðið á 46% hlut BG12 í Bakkavör Group þá er heildarverðmæti hlutafjár fyrirtæk­ isins metið á 320 milljónir punda, jafnvirði um 60 milljarða króna. Í síðasta birta ársreikningi BG12 er hluturinn í Bakkavör Group bók­ færður á 11,75 milljarða króna í árs­ lok 2014. Eigendur félagsins – þeir stærstu eru Arion banki (62%), Líf­ eyrissjóður verslunarmanna (15%) og Gildi – lífeyrissjóður (12%) – munu því geta bókfært hjá sér um­ talsverðan hagnað við söluna en hluturinn var færður inn í ársreikn­ ing BG12 á kostnaðarverði. Hagn­ aður Arion banka af sölunni mun sem fyrr segir nema tæplega 10 milljörðum króna á meðan Lífeyris­ sjóður verslunarmanna og Gildi – lífeyrissjóður bókfæra hjá sér hagn­ að upp á samtals um 4,2 milljarða króna. Aðrir hluthafar BG12, lífeyr­ issjóðir og aðrir fagfjárfestar, eiga mun minni hlut í félaginu. Tíu hópar sýndu áhuga Breski bankinn Barclays var ráðgjafi BG12 í söluferlinu sem hefur stað­ ið yfir í meira en tólf mánuði. Um tíu fjárfestahópar sýndu áhuga á að kaupa hlutinn í ferlinu en að lokum voru það einkum þrír hópar sem bit­ ust um félagið, samkvæmt heimild­ um DV, en það var félag Bakkavarar­ bræðra og Baupost Group sem átti hæsta kauptilboðið. Ljóst þykir að það eru sjóðir Baupost Group sem fjármagna kaupin að langstærstum hluta. Halldór Bjarkar Lúðvigsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga­ bankasviðs Arion banka, og Bjarni Þórður Bjarnason, stjórnarfor­ maður BG12 og aðstoðarfram­ kvæmdastjóri Arctica Finance, hafa nú þegar sagt sig úr stjórn Bakkavarar Group. Ágúst og Lýður Guðmundsson munu áfram gegna stöðu annars vegar forstjóra og stjórnarformanns félagsins. Rekstur Bakkavarar hefur geng­ ið vel á undanförnum árum og markaðshlutdeild félagsins í Bret­ landi farið vaxandi þrjú ár í röð. Hagnaður félagsins á árinu 2014 var 11,5 milljarðar punda á meðan leiðréttur EBITDA­hagnaður – af­ koma fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir – jókst um 9,3% og nam tæplega 120 milljónum punda, jafnvirði um 22,4 milljarða króna. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs var EBITDA Bakkavarar 85,8 milljónir punda og hafði þá aukist um 12% frá sama tíma á árinu 2014. n Seldu 40% hlut á miklu lægra verði 2012 Allt frá því að Bakkavör lauk nauða- samningum árið 2010 hafa bræðurnir lagt allt kapp á að ná yfirráðum í félaginu að nýju. Nauðasamningarnir gerðu upphaflega ráð fyrir því að þeir myndu fá tækifæri til þess ef þeim tækist greiða upp skuldir Bakkavarar ásamt vöxtum fyrir árslok 2012. Þegar ljóst varð að það myndi ekki ganga eftir var ákveðið á árinu 2012 að kröfum yrði breytt í hlutafé og fengu bræðurnir þá samtímis að kaupa 25% hlut í Bakkavör. Greint var frá því í frétt Frétta- blaðsins haustið 2012 að bræðurnir hefðu í kjölfarið farið kaupa upp hluti af fyrrverandi kröfuhöfum, sem höfðu þá breytt skuldum Bakkavarar í hlutafé, og ættu orðið hátt í 40% hlut í félaginu. Greiddu þeir um 8 milljarða fyrir hlutina, meðal annars með því að flytja til landsins erlendan gjaldeyri í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans á af- slætti, en seljendur voru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, slitabú Glitnis, MP banki og sjóðastýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka. Rúmlega þremur árum síðar hafa bræðurnir hins vegar keypt litlu stærri hlut (46%) fyrir 27,5 millj- arða og því ljóst að þeir fjárfestar sem kusu að selja hluti sína í Bakkavör strax árið 2012 hafa orðið af umtalsverðum fjárhæðum. Hörður Ægisson hordur@dv.is Bakkavararbræður Frá því að Bakkavör lauk nauðasamningum 2010 hafa bræðurnir lagt allt kapp á að ná yfirráðum í félaginu að nýju. Það hefur nú tekist. Ákærður fyrir að aka að hópi skólabarna Karlmaður ákærður fyrir hættulega líkamsárás R úmlega sextugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sér­ staklega hættulega líkams­ árás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið án nægjanlegr­ ar aðgæslu og varúðar, að hópi sex ára barna á vegum frístundaheim­ ilis Langholtsskóla og leiðbeinanda þeirra. Málið var þingfest í Héraðs­ dómi Reykjavíkur á mánudag. Leiðbeinandinn var að leiða börnin yfir gangbraut í nóvember 2013 þegar maðurinn kom aðvífandi. Hann reyndi að stöðva för mannsins og verja börnin, meðal annars með því að fara á milli barnahópsins og bifreiðar mannsins og styðja hönd­ um sínum á vélarhlíf bifreiðarinnar að því er fram kemur í ákæruskjali. Ók maðurinn því næst af vett­ vangi án þess að huga að leiðbein­ andanum, sem hlaut af ákeyrslunni eymsli og bólgu rétt ofan við hnéskel á vinstra hné. n valur@dv.is Langholtsskóli Starfsmaðurinn var leiðbeinandi frí- stundarheimilisins. G i l d i r t i l 2 1 . m a í 2 0 1 6 39.900 kr Síðustu forvöð að ná sér í á besta verðinu! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Hringdu í síma 581 3730 Nánari upplýsingar á jsb.is Vetrarkortið E F LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ön nu n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.