Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 20
Vikublað 26.–28. janúar 20162 Snyrtistofur- Kynningarblað
Vönduð þjónusta og
gæði hjá Dimmalimm
S
nyrtistofan Dimmalimm
leggur mikla áherslu á vand-
aða þjónustu og nota starfs-
menn aðeins hágæða vörur
í allar meðferðir sem stofan
býður upp á. Svana Björk Hjartardótt-
ir, meistari í snyrtifræði, dáleiðslu-
tæknir og eigandi stofunnar, stofnaði
fyrirtækið, sem er til húsa í Hraunbæ
102a, fyrir aftan Árbæjarblóm, 2006.
Stofan fagnar því 10 ára starfsafmæli
á þessu ári.
Notalegt umhverfi
„Okkar markmið er að viðskiptavin-
um okkar líði sem best í notalegu og
slakandi umhverfi þegar þeir koma
til okkar og geta hvílt sig frá daglegu
amstri,“ segir Svana. „Við leggjum
áherslu á fagmennsku, gæði og ævin-
týralega vellíðan,“ bætir hún við.
Dermatude Meta Therapy
meðferðin mjög vinsæl
Svana segir eina vinsælustu með-
ferðina hjá þeim vera Dermatude
Meta Therapy meðferðina sem er ný
byltingarkennd, róttæk meðferð gegn
öldrun húðarinnar. „Þessi meðferð
er 100% náttúruleg og sársaukalaus
og það besta er að þú sérð árangur
strax,“ segir Svana. „Í meðferðinni
eru gerðar örsmáar ástungur á húð-
ina og notuð eru virk efni á húðina
um leið. Náttúrulegar varnir líkam-
ans bregðast strax við og byrja við-
gerð á húðinni,“ bætir hún við. Svana
segir meðferðina vera mjög áhrifaríka.
„Meðferðin endurnýjar húðina og
hún verður þéttari, sléttari og stinnari.
Auk þess verður húðliturinn jafnari
og bjartari. Húðin verður rakameiri
og vinnur meðferðin einnig á línum
og hrukkum,“ segir Svana. „Það sem
er líka svo gott við þessa meðferð er
að húðin jafnar sig nánast samstund-
is,“ segir hún í framhaldinu. Þess má
geta að þetta er ein vinsælasta „anti-
aging“ meðferðin hjá stjörnunum í
Hollywood.
Bjóða upp á förðun
„Rebekka Einarsdóttir, snyrti-
fræðingur og Make up Artist, er mjög
vinsæl hjá viðskiptavinum okkar fyr-
ir ýmis tilefni eins og til dæmis árs-
hátíðir, brúðkaup og fleira,“ seg-
ir Svana. „Hún er einstaklega fær og
koma viðskiptavinir okkar alltaf aft-
ur eftir að hafa komið til hennar,“
segir hún. Snyrtistofan býður upp
á fjölbreytta þjónustu, eins og til
dæmis litun og plokkun, augnhára-
permanent, vaxmeðferð, Epilast, sem
er varanlega háreyðing, sogæðameð-
ferð, hand- og fótsnyrtingu sem og
andlitsmeðferðir, allt frá hefðbund-
inni andlitsmeðferð upp í róttæk-
ari og óhefðbundnari meðferðir eins
og Meta Therapy og dáleiðslu-and-
litsmeðferð. Þar er leitast eftir virki-
lega góðri djúpslökun og vellíðan.
Einnig er boðið upp á tíma í dáleiðslu
en Svana er einnig dáleiðslutæknir.
„ Allir ættu því að finna eitthvað sitt
hæfi,“ segir Svana.
Hlýjar móttökur
„Við tökum ávallt vel á móti við-
skiptavinum okkar og leggjum mik-
ið upp úr að fólki sem kemur til okk-
ar líði vel,“ segir Svana. „Hægt er að
skoða umsagnir um okkur á Face-
book-síðunni okkar,“ segir hún og
hvetur fólk til að kíkja á síðuna og
skoða. Jafnframt er stofan með
heimasíðu www.dimmalimm.is, þar
sem hægt er að sjá allar meðferð-
ir og vörur sem snyrtistofan býður
upp á. Snyrtistofan er opin alla virka
daga frá kl. 10.00 til 18.00 og á laugar-
dögum eftir samkomulagi. n