Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Blaðsíða 14
14 Fréttir Erlent Vikublað 26.–28. janúar 2016 V ið gefumst ekki upp. Við gerum auðvitað allt sem við getum. Við verðum að vera viss um að landið hans sé að gera slíkt hið sama,“ segir Dan Levinson, sonur Roberts Levinson, bandarísks ríkis borgara sem hvarf árið 2007 í Íran. Robert Levinson starfaði sem ráðgjafi fyrir CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, þegar hann hvarf. Íranskir leiðtogar hafa haldið því fram að þeir hafi enga vitneskju um Levinson, viti ekki hvort hann hvarf eða hvenær né hver hafi handsam- að hann. Bandarísk yfirvöld hafa sagt að þau viti ekki hvort hann sé lífs eða liðinn. Fyrir fimm árum birtust myndir og myndband af honum þar sem hann var greini- lega gísl. Þá var hann í appelsínu- gulum fangagalla, hlekkjaður og hélt á blöðum með skilaboðum til bandarískra yfirvalda. Til hans hefur ekki spurt síðan. Miklar von- ir voru bundnar við, af ættingjum hans, að í fangaskiptasamningi sem Íranir og Bandaríkin gerðu á dögunum, væri nafn Levinson að finna. Þvertóku Íranir fyrir að vita nokkuð um málið og því var hann ekki hluti af samkomulaginu. Ætt- ingjar hans bíða því enn og vona að hann finnist einhvern daginn á lífi. Var í hættulegum málum Levinson var áður alríkislögreglu- maður, en hafði gerst einka spæjari og ráðgjafi hjá CIA. Hann var á eyj- unni Kish þegar hann hvarf árið 2007 þar sem hann reyndi að fá bandarískan leigumorðingja til að gerast njósnari fyrir Bandaríkin. Hann var þaulvanur erfiðum, við- kvæmum og flóknum leyniverk- efnum. Eftir hvarf hans neitaði CIA að viðurkenna að hann væri starfs- maður stofnunarinnar, en þurfti svo að taka á sig ábyrgðina. Þar sem aðgerðir hans voru að einhverju leyti ólöglegar fór fram rannsókn sem kostaði þrjá aðila starfið auk þess sem sjö voru ávíttir vegna málsins. Misvísandi upplýsingar Nýjar vísbendingar gefa til kynna að Íranir hafi ekki sagt satt um að- komu sína að málinu. Í skjölum sem New York Times hefur greint frá kemur þetta fram. Seint á ár- inu 2011 greindi háttsettur íranskur embættismaður frá því að Íran hefði Levinson í haldi og að hægt væri að sleppa honum ef Banda- ríkin hjálpuðu til við að tefja rann- sókn á kjarnorkuaðgerðum Írana. Embættismaðurinn var sendiherra Írans í Frakklandi, Seyed Mehdi Miraboutalebi. Hann ku hafa sagt þetta við tvo Bandaríkjamenn í sendiherrabústaðnum. Banda- ríkjamennirnir tengdust banda- rískum trúarsamtökum sem sendu bréf til Ayatollah Ali Khamenei um málið. Þrátt fyrir þessi sam- skipti harðneita írönsk stjórnvöld að hafa nokkra vitneskju um mál- ið og hefur ríkisstjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta ekki beitt sér af mikilli hörku í mál- inu gagnvart stjórnvöldum, segir í New York Times. Þar segir einnig að ekkert sé vitað um það hvort eða hvernig bandarísk stjórnvöld brugðust við þessum orðum sendi- herrans. Bandarísk stjórnvöld telja líklegt að aðilar tengdir leyniþjón- ustu Írans eða írönskum stjórn- völdum hafi Levinson í haldi eða hafi hið minnsta komið að ráninu. Þeim finnist þó ólíklegt að hann sé enn í Íran. Eiginkona Levinson, Christine, segir að hún hafi aldrei frétt af þessum orðum sendiherrans. „Ef þetta gerðist árið 2011, af hverju er Bob ekki komin heim,“ spyr hún New York Times. Sonur þeirra, Dan, segir augljóst að bandarísk stjórnvöld hafi ekki nokkra hug- mynd um hvar Robert Levinson er, eða hvort hann sé lífs eða liðinn. n n Hvarf í Íran 2007 n Fjölskyldan ekkert frétt frá 2011„Ef þetta gerðist árið 2011, af hverju er Bob ekki komin heim? Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Hver bjargar? Myndbandið birtist árið 2011, þá hafði Levinson verið í haldi frá árinu 2007. Átakanlegt Óvissan um afdrif Levinson hefur reynt mjög á fjölskyldu hans. „gefumst ekki upp“ PURE SAFAR - 100% HOLLUSTA! Pure safarnir frá Harboe eru 100% hreinir og ferskir safar. Þeir eru ekki úr þykkni eins og svo margir aðrir ávaxta- safar og þeir eru ekki síaðir. Þetta tryggir það að öll næringarefni haldast í safa- num og hann er eins nálægt nýkreistum safa og hugsast getur. Þrátt fyrir að vera 100% hreinir eru Pure safarnir líka rotvarnarefnalausir og án all- ra aukaefna þar sem sérstök pökkunaraðferð tryggir ein- staklega gott geymsluþol. Þú færð Pure safana frá Harboe í næstu verslun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.