Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 2.–4. febrúar 20164 Þvottahús og efnalaugar - Kynningarblað
Persónuleg þjónusta hjá
Þvottahúsinu Fatahreinsun
Þ
vottahúsið Fatahreinsun er
persónulegt fjölskyldufyrir
tæki, sem er staðsett að
Hraunbrún 40 í Hafnar
firði. Eigendur fyrirtækisins
eru hjónin Haukur Þorgeir Sveins
son og Phiyada. Þar sem eigendur
búa í sama húsnæði og reksturinn
fer fram, er mögulegt fyrir viðskipta
vini að nálgast fötin sín utan venju
legs opnunartíma ef um neyðartil
felli er að ræða án aukagjalds. „Við
leggjum mikið upp úr persónulegri
þjónustu fyrir okkar viðskiptavini,“
segir Haukur. „Við erum í rauninni
með þvottahús og fatahreinsun.
Vinsæl í dúkum, en annars sjáum
við um bæði þvott og fatahreinsun,
bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“
segir hann.
Sérhæfð í skyrtuþvotti
„Við leggjum mikla vinnu og gæði
í skyrtuþvottinn hjá okkur,“ segir
Haukur. „Við byrjum á að þurr
hreinsa þær áður en við þvoum þær,
sem verður til þess að fitublettir
fara algjörlega úr. Með þessu verða
skyrturnar hreinni,en oft er fiturönd
í skyrtukraganum, sem fer ekki úr við
venjulegan þvott. Þurrhreinsunin
sér hins vegar alveg um að ná þessu
úr,“ segir hann. „Það er því óhætt að
segja að við gerum meira en gert er
annars staðar,“ bætir Haukur við.
Áhersla á gæði
„Við leggjum mikla áherslu á gæði,“
segir Haukur og segir hann það
helstu ástæðu þess að þau séu með
tryggan kúnnahóp. „Við þjónustum
bæði einstaklinga sem og fyrirtæki,“
segir hann en dæmi um slíka við
skiptavini er Sælgætisverksmiðjan
Góa, Fjarðarkaup, Apótek Hafnar
fjarðar og Garðabæjar, Aðalskoðun,
mötuneytið hjá Seðlabankanum og
ýmis gistiheimili. „Það fáum jafn
framt til okkar mikið af dúkum og
vinnufatnaði frá ýmsum fyrirtækjum
sem við sjáum um hreinsun fyrir,“
bætir hann við.
Tilboð í febrúar
„Við bjóðum viðskiptavinum okkar
núna í febrúar upp á að koma með
þrjár flíkur í hreinsun en greiða að
eins fyrir tvær,“ segir Haukur. „Verð á
hreinsun á jakkafötum á 3.200 krón
ur en mögulegt er að koma með
stakan jakkafatajakka eða stakar
jakkafatabuxur og greiða þá 1.600
krónur fyrir stykkið,“ segir hann. Að
auki bætist þessi febrúarafsláttur
við: að viðskiptavinur greiðir nú
aðeins 3.200 krónur fyrir þrenn
ar buxur eða þrjá jakka í stað 4.800
krónur og fær því 33,3% afslátt.
Gengur einnig undir nafninu
Haukur pressari
Fyrirtækið var stofnað árið 1962 en
Haukur og Phiyada eru búin að vera
eigendur síðustu átta ár. Haukur
segir frá því hvernig hann sjálfur
hefur oft á tíðum verið kallaður
Haukur pressari sem spratt upp út
frá hinum þekkta Hauki pressara
úr Reykjavík og síðar Vífilsstöðum.
Sá var einna helst þekktur fyrir að
pressa fyrir hina ýmsu góðborgara
og þekkja margar kynslóðir til hans.
Til eru margar eftirminnilegar sögur
af karlinum. Ein sagan segir að hann
hafi verið hrifinn af ungri starfs
stúlku á Vífilsstöðum og gert hosur
sínar grænar fyrir henni. Eitt sinn
hitti hún Hauk í miðbæ Reykjavíkur
og heilsaði honum innilega. Hann
brást frekar snubbótt við. „ Fröken
mín,“ hvíslaði hann að henni.
„Gættu að því, að þú ert starfsstúlka
á Vífilsstöðum en ég er frægur mað
ur. Fólk gæti haldið að ég væri sjúk
lingur á Vífilsstöðum!“ sagði hann.
„Það er gaman að segja frá því að við
erum með styttu af Hauki pressara
Guðmundssyni úti í garði hjá okkur
þar sem kalrlinn heldur á straubolt
anum sínum og straupúltinu og er
hann svolítið andlit fyrirtækisins,“
segir Haukur. Þvottahúsið er stað
sett á milli Víðistaðakirkju og Víði
staðaskóla í Hafnarfirði að Hraun
brún 40. Opnunartími er alla virka
daga frá kl. 08.00 til 17.00 og föstu
daga til 18.00. n