Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 2
Helgarblað 19.–22. febrúar 20162 Fréttir Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Ágreiningur um 100 milljóna lóðagreiðslu n Skuld Geysis Capital farin í innheimtu n Vilja sjá framkvæmdir í Helguvík R eykjaneshöfn hefur ekki borist 100 milljónir króna sem eigandi lóðarinn- ar undir kísilmálmverk- smiðju United Silicon í Helguvík átti að greiða í lok nóv- ember í fyrra. Einkahlutafélaginu Geysir Capital og Reykjaneshöfn greinir á um ákvæði lóðarsamn- ingsins en vanskilin eru samkvæmt heimildum DV farin í innheimtu. Reykjaneshöfn glímir við mikinn greiðsluvanda og herma heimildir að stjórnendur Geysis Capital séu ósáttir við að höfnin hafi ekki ráðist í framkvæmdir sem samið hafi ver- ið um. Borgaði 200 milljónir Geysir Capital er eigandi lóðar- innar Stakksbraut 9 í Helguvík þar sem United Silicon (Sameinað Sí- líkon hf.) byggir nú kísilmálmverk- smiðju. Reykjaneshöfn, sem er í eigu Reykjanesbæjar, seldi lóðina árið 2012 á 362 milljónir króna til einkahlutafélagsins Stakksbraut 9. Geysir Capital keypti lóðina af Stakksbraut 9 árið 2014 en síðar- nefnda félagið rann síðar sama ár inn í United Silicon. Kaupverðinu var skipt í fjórar greiðslur og hefur Geysir Capital, sem er í eigu hollenska félagsins USI Holding BV, greitt tvær þeirra eða samtals 200 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum DV hefur félagið rökstutt vanskilin með vísun í að Reykjaneshöfn hafi ekki staðið við ákvæði samningsins um fram- kvæmdir við hafnargerð í Helguvík. Fjórða og síðasta greiðsla Geysis er upp á 62 milljónir og er á gjalddaga í nóvember næstkomandi. Magnús Garðarsson, stjórnar- maður Geysis Capital og United Sil- icon og fyrrverandi forstjóri fyrir- tækisins, staðfesti í samtali við DV að ágreiningur sé um málið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig. Vill ríkisstyrk Reykjanesbær og höfnin sóttu síð- asta sumar um 2,3 milljarða króna ríkisstyrk úr Samgönguáætlun 2015 til 2018 vegna skuldastöðu fyrir- tækisins og þeirra framkvæmda sem ráðast þarf í í Helguvík. Í um- sókninni kom fram að Reykjanes- höfn, sem skuldar 7,3 milljarða króna og er með neikvætt eigið fé upp á 4,5 milljarða, þyrfti styrkinn til að standa við skuldbindingar vegna verksmiðju United Silicon. Umsóknin hefur enn ekki verið af- greidd en kröfuhafar hafnarinn- ar samþykktu á mánudag að fram- lengja greiðslufrest hennar til 15. mars næstkomandi. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, svarar aðspurður um ágreininginn við Geysi Capital að hann sé bund- inn trúnaði um efni lóðarsamn- ingsins. „Við berjumst nú í bökkum við að reyna að ná endum saman þannig að við getum staðið uppi og allir verði ánægðir. Ef það geng- ur eftir þá ætti það að vera innan fárra vikna en það hefur einnig sýnt sig að það hefur orðið að mánuðum. Það liggur í hlutar- ins eðli að menn gera ráð fyrir að tekjustraumarnir séu í samræmi við væntingar og samninga. Fyrir- sjáanleg framtíð byggist á því að þessi fyrirtæki gangi eins og þau eiga að ganga. Ef það gerist þá er framtíð hafnarinnar bjartari en annars,“ segir Halldór. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Thorsil hefur ekki greitt lóðargjöldin Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti um miðjan desember að fresta í fjórða sinn fyrsta gjalddaga Thorsil, sem stefnir einnig að byggingu kísilvers, á gatna- gerðargjöldum vegna lóðar fyrirtækisins í Helguvík. DV hafði nokkrum dögum áður greint frá því að greiðslan nemur um 140 milljónum króna og seinkun hennar eigi þátt í greiðsluvanda hafnarinnar. Gjald- daginn færðist við ákvörðun stjórnarinnar til 15. mars næstkomandi en lóðin var úthlutuð Thorsil í apríl 2014. „Um leið og fyrsta greiðslan hefur farið fram koma dagsetningar fyrir næstu greiðslur. Með því að fresta fyrsta gjald- daga fresta menn ferlinu,“ sagði Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjanes- hafnar, í samtali við DV í desember. Magnús Garðarsson, stjórnarmaður Geysis Capital og hluthafi United Silicon, segir stefnt að gangsetningu kísilmálmverk- smiðjunnar í júní. Í frétt DV síðasta þriðju- dag var greint frá nýjum athugasemdum Umhverfisstofnunar við verkefnið. Í fréttinni kom fram að fyrirtækið hefur ekki enn skilað inn áætlun um vöktun á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar. Óvíst sé hvernig framleiðsluúrgangi kísilmálm- verksmiðjunnar verði ráðstafað og að Umhverfisstofnun gagnrýni að ekki hafi verið unnið úr sýnum sem tekin voru í haust í jarðvegi, tjörnum og gróðri við lóð fyrirtækisins. Þá hafi forsvarsmenn United Silicon ekki lagt fram mæliáætlun, sem lýsir því hvernig fylgst verður með mengun fyrirtækisins, sem því ber samkvæmt starfsleyfi að skila inn sex mánuðum fyrir gangsetningu verksmiðjunnar. „Við höfum uppfært vöktunaráætl- unina og fallist á allar athugasemdir Umhverfisstofnunar þannig að þetta er allt í góðum farvegi,“ segir Magnús. Lóðin Fyrsti áfangi verksmiðju United Silicon á að vera tilbúinn í júní. Hér má sjá Þórð Magnússon, rekstrarstjóra fyrirtækisins, Magnús Garðarsson, einn eigenda þess og stjórnarmann Geysis Capital , og Helga Þórhallsson, forstjóra félagsins. Helguvík United Silicon stefnir að 100 þús- und tonna framleiðslu á hrákísil á ári í Helguvík. Verksmiðja fyrirtækisins verður sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Mynd SiGtryGGur Ari Gangsetning í júní Fauk yfir framliðna Fjarðamenn Töluverðar skemmdir urðu á kirkjugarðinum á Reyðarfirði í óveðrinu sem gekk yfir aðfara- nótt mánudags þegar leikmynd sjónvarpsþáttanna Fortitude splundr aðist yfir garðinn. Frá þessu greindi vefurinn Austur- frétt, en þar segir að leikmyndin, lögreglustöð, hafi hreinlega fokið yfir kirkjugarðinn í óveðrinu. Pétur Ottesen, fram- kvæmdastjóri smíðadeildar Pegasus, sem sér um framleiðslu á þáttunum hér á landi, segir að tjónið sé mikið. Ekki síst í ljósi þess að stöðin stóð þar sem frekari tökur eiga að fara fram eftir páska. Nokkrir krossar og merk- ingar á leiðum skemmdust þegar brakið fauk yfir, auk þess sem fánastöng garðsins brotnaði. Forsvarsmenn þáttanna munu hafa samband við aðstandend- ur og biðjast afsökunar á því tjóni sem varð á leiðum ástvina þeirra. Banaslys í Ólafsvíkurhöfn Maður á níræðisaldri lést er bíll hans fór í höfnina í Ólafsvík síð- degis á miðvikudag. Maðurinn, Þorgils Björnsson, var 88 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Hann virðist hafa misst stjórn á bílnum, með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir bryggjukantinn og hafnaði á hvolfi í höfninni. Líf- gunartilraunir báru ekki árang- ur. Málið er í rannsókn hjá lög- reglunni á Vesturlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.