Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 27
Helgarblað 19.–22. febrúar 2016 Fólk Viðtal 23 Dvalarleyfi er aðeins veitt til þriggja mánaða og því fór Björk og hitti Svein í Mílanó á Ítalíu rétt fyrir jól. Þar voru þau í nokkra daga með dóttur sinni sem býr þar og starfar, en hún var ráðin til eins árs sem ung söngkona við Teatro alla Scala- óperuna. Það er óhætt að segja að miklir fagnaðarfundir hafi átt sér stað á Ítalíu þegar þau hjónin hitt- ust. „Ef fólk vantar frekari rök fyr- ir því að taka „break“ í lífinu, þá er það líka ótrúlega gott fyrir ástina. Ég fann það eftir þriggja mánaða aðskilnað hvað við urðum hræði- lega ástfangin og það stendur enn – að mestu,“ segir Björk og skell- ir upp úr. „Við Sveinn fórum svo saman á Þorláksmessu til Palest- ínu og vorum um jólin í Betlehem. Ég hef alltaf verið kristin og mér fannst alveg æðislegt að vera þarna á jólunum. Ekki bara okkar jólum heldur líka jólum austurkirkjunn- ar sem eru 7. janúar. Þá fögnuð- um við jólunum með þúsundum flóttamanna frá Eritríu, ungu fólki með lítil börn sem búa ólöglega í Ísrael. Þau voru öll í sömu stöðu og Jósef og María á sínum tíma, komu til borgarinnar og höfðu ekki í nein hús að venda.“ Þá var Sveinn gerður að heiðurs- borgara í Palestínu í þessari ferð, sem þykir mikill heiður. „Hann er númer 25 í röðinni sem fær þessa viðurkenningu, með vegabréf númer 25. Utanríkisráðherra og aðstoðarutanríkisráðherra Palest- ínu höfðu talað sig saman um að það væri kominn tími á að hann fengi þessa viðurkenningu, en við vissum ekkert af því fyrr en út var komið. Sveinn lítur ekki bara á þetta sem heiður fyrir sig persónu- lega heldur líka fyrir íslensku þjóð- ina sem hefur staðið með Palest- ínumönnum.“ Líkránum mótmælt Björk fór til Palestínu á vegum sjálf- boðaliðasamtakanna IWPS og ISM og sinnti ýmsum krefjandi verk- efnum. Meðal annars ólífutínslu, en ólífurækt er undirstöðuatvinnu- grein í Palestínu. Sjálfboðalið- ar aðstoða við tínslu á svæðunum við landnemabyggðirnar þar sem áreitið frá hermönnum og land- nemum getur verið mikið. Tínslu- fólki á þessum svæðum er gert mjög erfitt fyrir með boðum og bönnum sem virðast vera sett á eftir hent- ugleika hverju sinni. Annað verk- efni var að taka þátt í friðsömum mótmælum sem fara fram í hverri viku. Til dæmis í þorpinu Kufr Qaddum. „Þeirra barátta segir mjög mikið. Þorpið er úthverfi frá Nablus en svo var reist landtökubyggð þar á milli. Í mörg ár reyndu íbúar að semja um að fá að keyra framhjá landtökubyggðinni til að þurfa ekki að fara um langan veg til Nablus, án árangurs. Eftir margra ára þref hófust því vikuleg mótmæli og hafa staðið samfellt í um fimm ár.“ Þá tók Björk þátt í mótmælum gegn líkránum, sem eru alltaf að færast í aukana. Ísraelar halda þá eftir líkum Palestínumanna sem drepnir hafa verið til að hindra að greftrun fari fram. En það er mjög mikilvægt bæði í íslam og gyðing- dómi að greftrun látinna fari fram eins fljótt og auðið er. „Fólk vill ekki gefast upp. Það er ótrúleg seigla í fólki,“ segir Björk um mótmælend- urna. „Mótmælin bera ekki alltaf árangur en það kemur fyrir og með því að koma saman helst samstað- an og þrautseigjan. Ekki veitir af og fólkið finnur þörfina á að halda áfram.“ Skotnir rétt fyrir framan Björk Það er þó ekki hættulaust að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, því ísraelski herinn notar hiklaust táragas og skotvopn til að halda aft- ur af mótmælendum. Björk lenti til að mynda í því að mótmæl- endur voru skotnir, bæði rétt fyrir framan hana og rétt við hlið henn- ar. Í mótmælum í Silwad var hún að taka myndband upp á símann sinn og áttaði sig ekki á aðstæð- um fyrr en hún skoðaði mynd- bandið síðar. „Maður, rétt fyrir framan mig, var skotinn þegar ég var að mynda,“ segir Björk á með- an hún leitar að myndbandinu til að sýna blaðamanni. „Auðvit- að getum við ákveðið hversu ná- lægt við förum. Það er hættulegt að vera í fremstu víglínu og að standa með strákunum sem kasta grjóti. Það eru þeir sem eru skotmarkið, þrátt fyrir að margir aðrir verði fyrir skotum. Maður reynir að vera ekki í skotlínu, en ég setti mig reynd- ar kannski í óþarfa hættu þarna,“ viðurkennir hún, á sama tíma og hún setur myndbandið af stað. Þar sést glögglega hvar skotin dynja og lenda á mótmælendum, steinsnar frá Björk. „Við erum afæturnar“ Í pólitíkinni á Íslandi barðist Björk fyrir bættum kjörum þeirra sem þurfa samfélagslegan stuðning í líf- inu og jafnari lífskjörum fólks. Hún telur jafnari lífskjör einu skynsömu lausnina á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í dag. „Ég hef mikla trú á jöfnuði, ekki bara innan okkar samfélags, held- ur líka á milli samfélaga og þjóða. Núna eru Evrópuþjóðirnar að tak- ast á við mikinn flóttamanna- straum og hann mun bara vaxa. Núna er straumurinn vegna ófriðar í Mið-Austurlöndum og bágra lífs- kjara víða í Afríku. Það eru nánast engin lönd þar sem almenn lífskjör eru jafn mikil og hér. Og með netinu sér fólk um allan heim hvernig við höfum það. Til okkar mun því leita fólk sem er í leit að betra lífi fyrir sig og sína fjölskyldu. Það er mjög eðlilegt. Við eigum ekki endilega að vera þeir útvöldu einstaklingar sem eiga að hafa það best í heiminum. En við megum heldur ekki koma því þannig í kring að allur heimur- inn fari að lifa á sömu lífskjörum og við. Þá verður enginn heim- ur til,“ segir Björk og á þar meðal annars við að ef allar þjóðir heims lifðu sama neyslumynstri og Vest- urlandabúar væru auðlindir jarðar fljótar að klárast. „Við erum afæt- urnar sem kalla á flóðin og fellibyl- ina á suðurhveli jarðar,“ bætir hún við. Hefur lifað í allsnægtum Eitt það besta við Palestínuferðina var að sögn Bjarkar að prófa að búa við önnur lífskjör en hún er vön. „Ég er manneskja allsnægta. Ég hef lifað í allsnægtum svo lengi og hafði svo brjálæðislega gott af því að fara og lifa eins og stærstur hluti jarðarbúa lifir, við kröpp kjör. Þar sem ekki var kjöt eða fiskur á boðstólum nema einstaka sinnum. Það er bara lúxus. Vatnsskortur er meiri í Palestínu en víðast hvar. Ísraelar hafa tekið allt vatn eignar- námi, einkavætt það og skammt- að og selt Palestínumönnum. Töl- ur frá Sameinuðu þjóðunum sýna að Palestínumenn nota margfalt minna vatn en flestar aðrar þjóðir. Ísraelsmenn nota hins vegar meira vatn en flestir.“ Þennan mun má glögglega sjá á myndum sem Björk tók og sýnir blaðamanni. Þar sést meðal annars hvar reisulegt hús úr landnema- byggð Ísraelsmanna, með grænni grasflöt og frísklegum trjám, sker sig rækilega úr umhverfinu á hálf- skrælnuðum ólífuökrum Palest- ínumanna. Hættum að kaupa fleiri nærbuxur „Ef þessi dvöl mín í Palestínu hef- ur ekki kennt mér nægjusemi þá er ekki hægt að kenna nægjusemi,“ segir Björk og hlær. „Ég var þarna í fjóra mánuði með hlutina mína í einni ferðatösku og saknaði einskis. Svo kom ég heim og ætlaði að setja fötin inn í skáp, þá voru skáparn- ir bara fullir fyrir. Það er vandinn okkar. Við erum að lifa allt of dýru lífi. Mjög margir hafa það allt of gott. Ég hef verið í þeim hópi sem hefur haft of mikið. Allt of mikið – samt er ég langt frá þeim mörkum sem ætti að greiða auðlegðarskatt. Mitt líf sýnir hversu fráleitt það var að taka af þann skatt. Samfélagið í Bænamótmæli Ísraelski herinn er þarna tilbúinn að takast á við mótmælendur í friðsöm- um bænamótmælum. Þessi Palestínumaður biður fyrir því að jörðin verði ekki tekin undir landnemabyggð. Lík borin til grafar Björk var stundum við útfarir Palestínumanna, líkt og hundruð annarra. Hún segir herinn stunda það að halda eftir líkum Palestínumanna, sem drepnir hafa verið, í allt að þrjá mánuði. En bæði í íslam og gyðingdómi er mjög mikilvægt að greftr- un fari fram eins fljótt og auðið er. Sjálfboðaliði Björk á leið í ólífutínslu á eldgamalli dráttarvél, en slíkir farkostir þykja góðir og gildir í Palestínu. „Maður reynir að vera ekki í skotlínu, en ég setti mig reyndar kannski í óþarfa hættu þarna. Elsta vEitingahús REykjavíkuR staRfandi í 80 áR Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.