Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 44
Helgarblað 19.–22. febrúar 201640 Fólk n Lögreglumenn og héraðssaksóknari spá í Ófærð n Enginn útilokaður á þessu stigi Þ áttaröðin Ófærð sem fram­ leidd er af RVK studios hef­ ur fangað athygli þjóðarinnar og áhorf er mikið. Tvöfaldur lokaþáttur verður á sunnu­ dag og ýmsar kenningar eru á kreiki um hver morðinginn er. DV ákvað að leita til nokkurra rannsakenda saka­ mála á Íslandi og kanna hvort þeir hefðu séð í gegnum plottið. Ólafur Þór Hauksson héraðssak­ sóknari hefur fylgst með öllum þátt­ unum. Hann er ekki tilbúinn að nefna einhvern einn sem líklegan morðingja en vitnar í Shakespeare. Nánar tiltek­ ið Hamlet. „Eitthvað er rotið í Dana­ veldi.“ Ólafur segir að við lok átt­ unda þáttar hafi böndin beinst mjög sterklega að fyrrverandi tengdaföður Andra lögreglustjóra. „Ef ég væri með þessa rannsókn væri næsta verkefni að kalla á tengdapabbann og spyrja hann nokkurra mjög erfiðra spurn­ inga.“ Ólafur Hauksson, sem í dag er titlaður héraðssaksóknari, hefur stýrt nokkrum af umfangsmestu rann­ sóknum sem lögregla á Íslandi hef­ ur framkvæmt. Hann treystir sér ekki til að útiloka nokkurn mann á þessu stigi. „Það er marrandi tvist í þessu, en óneitanlega beinast böndin núna að tengdapabbanum.“ Ólafur nefnir líka að hóteleig­ andinn hafi verið gerður mjög tor­ tryggilegur í síðasta þætti. „Hann var staðinn að því að ljúga. Það boðar ekki gott.“ Ég útiloka engan Hvað sýnist þér með lögreglumann- inn sem Ingvar E. Sigurðsson leikur? Getum við útilokað hann? „Nei.“ Ólafur er ekki til í að útiloka neinn á þessu stigi máls. „Það er ein­ hver undirsláttur í þessu. Í tilviki lög­ reglumannsins sem Ingvar leikur þá er ljóst að hann er uppalinn í bænum og ætti að þekkja hann og bæjarbúa inn og út. Ég ítreka bara að á þessum stað í seríunni útiloka ég engan.“ Hann ætlar að horfa á tvöfalda lokaþáttinn á sunnudag og mun tryggja, eins og hann orðar það, „... að ég verði óskiptur í því verkefni“. Hann viðurkennir að hann hafi ekki náð að tengja saman stúlk­ una sem brann inni, í fyrsta þættin­ um, við aflimaða líkið og brunann á Hrafni bæjarstjóra. „Ég hef bara ekki náð að mynda tengingu þar á milli.“ Ólafur Hauksson segir að ljóst sé að halda verði málinu algjörlega opnu fram á sunnudag þegar niðurstaða fæst í það. Friðrik Smári Björgvinsson, yfir­ lögregluþjónn hjá lögreglunni á höf­ uðborgarsvæðinu, hefur fylgst með þáttunum frá upphafi. „Þetta er risa­ mál,“ segir hann skellihlæjandi þegar leitað er til hans með spurninguna; Hver er morðinginn? „Er það ekki yfirleitt, í svona þáttum, sá sem er ólíklegastur?“ Hann beinir sjónum sínum að lögreglumanninum sem Ingvar E. Sigurðsson leikur. „Þessi ágiskun er ekki byggð á neinu sem bendir til sektar, miklu frekar því að Ingvar er stórleikari og er þarna í aukahlutverki en ekki í aðalhlut­ verki. Hann hlýtur að eiga eitthvað inni í síðustu tveimur þáttunum.“ Ingvar gæti verið að hefna sín Hvað finnst þér um framferði lög- reglunnar og þeirra vinnubrögð? „Sumt er ámælisvert í þessu. Til dæmis er yfirheyrslutæknin sem beitt er ekki í samræmi við lög og reglur og yrði ekki liðin hér.“ En nærðu að njóta þáttanna eða fer þetta í taugarnar á þér? Skellihlær. „Nei. Þetta fer ekki í taugarnar á mér, ég horfi bara á þetta sem afþreyingu og hef gaman af.“ Hvað segir þú um kenninguna að Andri lögreglustjóri sé morðinginn? „Hann sjálfur?“ Já, að hann hafi verið beittur ein- hvers konar ofbeldi í æsku þegar hann dvaldi þarna sem barn. Er núna í kjörstöðu til að hefna sín á bæjarbúum? „Það er nú það sem ég tel að eigi frekar við um persónuna sem Ingvar leikur. Hann er í þeirri stöðu að geta hefnt sín. En sjáum hvað setur. Mað­ ur má víst hafa rangt fyrir sér í þess­ um vangaveltum.“ Hann ætlar að horfa á þáttinn með fjölskyldunni á sunnudagskvöld. Inger L. Jónsdóttir er lögreglu­ stjóri á Austurlandi. Hún var ekki við þegar blaðamaður hafði sam­ band. Skilaboðin til hennar voru eft­ irfarandi: Vinsamlegast hringja í DV. Tengist þreföldu morðmáli. Í ljós kom að Inger hafði verið mikið er­ lendis og misst af þáttunum. Kona eða tengdapabbinn Lögreglustjórinn á Suðurnesjum var erlendis. Hrafnhildur Arnardótt­ ir vinnur á skrifstofunni hjá emb­ ættinu. „Mín kenning er að þetta sé kona. Helstu rökin eru: Af því að enginn heldur að þetta sé kona. Ég gæti trúað að það væri kona bæjar­ stjórans eða mamma Hjartar,“ sagði Hrafnhildur í samtali við DV. Svo klykkti hún út með þessu: „Ég skal segja þér, Eggert, að þetta er kona.“ Guðrún Ýr Skúladóttir er lög­ reglu maður á Suðurnesjum. Henn­ ar kenning er einföld. „Það er tengdapabbinn sem er morðinginn. Lykillinn sem fannst er mjög ákveðið sönnunargagn.“ Guðrún Ýr sagði að­ spurð um starfshætti lögreglunn­ ar í þáttunum að margt mætti út á vinnubrögðin setja en sagðist horfa í gegnum fingur sér með það og hún gæti alveg notið þáttanna þrátt fyr­ ir það. „Já. Auðvitað mun ég fylgjast með lokaþáttunum,“ sagði hún. n Ólíkar kenningar um morðingjann Eggert Skúlason eggert@dv.is Byssur í Ófærð Ilmur, sem leikur lögreglukonu, er hér með riffil. Þetta er mynd úr 9. þætti. Það er ljóst að uppgjör er í nánd. Mynd rvKStudIoS Marrandi tvist í þessu. Ólafur Þór Hauksson úti- lokar ekki neitt á þessu stigi seríunnar. Mynd SIgtryggur ArI grunar Ingvar E. Fyrst og fremst þar sem hann er stórleikari í aukahlutverki. Friðrik Smári Björgvinsson er yfirlögregluþjónn. tengdapabbinn! Guðrún Ýr Skúladóttir, lögreglukona á Suðurnesjum, telur böndin beinast að tengdapabbanum. Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.