Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 20
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
20 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Helgarblað 19.–22. febrúar 2016
Ég er ekki með átröskun Ég er bara dofin Ég er ekki vondur maður
Bónusdrottningar og -kóngar
Manúela Ósk Harðardóttir ítrekaði þetta við snapchat-fylgjendur sína. - DV Ragnheiður Valdimarsdóttir var skotin á Spáni. - DV Friðgeir Sveinsson hefur hlotið dóma og berst fyrir því að sjá dóttur sína. - DV
V
ið höfum fjallað um
bónusa til hreinsunar
liðsins í gömlu bönkun
um í síðustu tölublöðum
DV. Einstaklingar hafa ver
ið að fá í bónusa milljónir og upp
í hundr uð milljóna króna. Eins
og orðið bónus gefur til kynna, er
þetta fyrir utan hefðbundnar launa
greiðslur, viðbót fyrir mikla vinnu
og sérlega vel unnin störf.
Íslensk orðabók tekur sem
dæmi um orðið bónus – „bónus
drottning dugleg fiskvinnslukona
í bónuskerfi“. Upphaflega var hug
myndin að verðlauna sérstaklega
þá sem afköstuðu vel og jafnvel
meira en aðrir. Í dag hefur þetta orð
allt aðra merkingu. Í dag tekur það
til óhófsgreiðslna í tengslum við
uppgjör föllnu bankanna. Draga má
í efa dugnað þessa fólks sem vald
ist til hreinsunarstarfanna. Oft er
þetta sama fólkið og vann í bönkun
um áður en þeir hrundu. Og hvern
ig stendur eiginlega á því? Jú, þetta
fólk þekkti betur til eignasafnsins
en aðrir.
Er ekki eitthvað að þegar þeir
sem ráku fyrirtækið í þrot eru
fengnir til að bjarga leifunum og fá
svo svimandi háa bónusa fyrir til
tektina?
Bónusar í hefðbundnum, núlif
andi íslenskum fjármálafyrirtækj
um eru ekki í líkingu við þessar
greiðslur. Sérstakar reglur gilda um
slíka bónusa og þær koma í veg fyrir
slíkar óhófsgreiðslur.
Þrotabúin, sem eru tilkomin í
kjölfar hrunsins, eru sérstök fyr
irbæri. Þau eiga ekkert skylt við
fiskvinnslurnar þar sem bónus
drottningar nutu virðingar sökum
dugnaðar. Segja má að lottóvinn
ingurinn hafi falist í því að fá vinnu
í þessum þrotabúum. Þau eru að
stórum hluta í eigu útlendinga og
þeir hafa önnur viðmið og telja
ofur bónusa eðlilega hluti af upp
gjörum sem þessum.
Hvaða starfsmaður fyrirtækis
getur verið svo mikilvægur að rétt
lætanlegt sé að borga honum jafn
vel hundruð milljóna í bónus? Er
til fólk sem er þyngdar sinnar virði
í gulli? Ef svarið er já, þá er næsta
spurning. Eru til fyrirtæki þar sem
allt starfsfólk er þyngdar sinnar
virði í gulli eins og gamli Straumur
eða ALMC?
Flest þessi þrotabú eiga það
sameiginlegt að jafnt einstaklingar
sem fyrirtæki sköðuðust fjárhags
lega við fall þeirra. Miklar eignir
gufuðu upp og tjónið varð mikið.
Hvernig má það vera að það mikla
fjárhagstjón fæst ekki bætt nema
að litlum hluta en milljarðar eru til
útgreiðslu fyrir starfsfólk? Hvar fór
um við út af sporinu? Og hvernig
má þetta vera? n
Beðið eftir Katrínu
Katrín Jakobsdóttir er talin eiga
góða möguleika á því að verða
næsti forseti Íslands. Stuðnings
mönnum sínum til mæðu hef
ur hún ekki sýnt áberandi áhuga
á að flytja til Bessastaða en þeir
telja samt ekki vonlaust að hægt
sé að fá hana til að skipta um
skoðun. Talið er víst að ef Katrín
lætur undan gríðarmiklum
þrýstingi og fari í forsetafram
boð muni ýmsir sem áhugasamir
hafa verið hætta við framboð. Það
kann að eiga við um Össur Skarp-
héðinsson en talið er að hann sé
einn þeirra sem bíði eftir því að
Katrín geri upp hug sinn.
Helgi og Ólína
Katrín Júlíusdóttir hleypti for
mannskjörinu í Samfylkingunni í
loft upp þegar hún tilkynnti í gær
að hún hygðist
hætta afskiptum af
stjórnmálum, en
margir höfðu hvatt
hana til að bjóða
sig fram á lands
fundi í sumar. Vit
að er að nokkrir
innan þingflokks
ins eru á biðilsbuxunum, til að
mynda Helgi Hjörvar sem leynt og
ljóst hefur verið að undirbúa for
mannsframboð. Heyrst hefur að
hann fari fram í slagtogi með Ólínu
Þorvarðardóttur. sem sögð er hafa
augastað á varaformannsemb
ættinu sem Katrín gegnir núna.
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s k
h
ön
nu
n
og komast í form?
Viltu taka til í holdafarinu
Ný TT námskeið fyrir stelpur og konur hefjast með
fundi kl. 16:30 á konudaginn 21. febrúar
Komdu, við kunnum þetta!
Nánari upplýsingar í síma 581 3730
og á jsb.is
Alltaf frábær
árangur á TT!
stelpur 16-25 ára
Samfélagsstoðirnar hrikta
Þ
að hrikti í stoðum íslensks
samfélags í hruninu 2008.
Til allrar hamingju lánaðist
stjórnvöldum þess tíma að
standa vörð um mikilvæg
ustu undirstöður á borð við velferðar
kerfið og verja þær falli. Í þeirri varnar
baráttu náðist að leggja grunn að
endurreisn efnahagslífsins með þeim
árangri að nú er góðæri framundan.
Þó skýtur skökku við að nú, átta árum
síðar, skuli enn hrikta í samfélags
stoðum okkar. Því miður virðist sem
ástæðan sé meinsemd ekki alls óskyld
þeirri sem plagaði íslenskt samfélag
í aðdraganda hrunsins: Slakt stjórn
arfar og skeytingarleysi um mikilvæg
samfélagsleg grunngildi.
Aukið álag
Eitt af síðustu verkum fyrri ríkisstjórn
ar var að fjármagna metnaðarfulla
fjárfestingaáætlun sem hrinda átti í
framkvæmd á þessu kjörtímabili. Með
veiðileyfagjöldum, arðgreiðslum af
sölu banka og sanngjörnum breyting
um á skattkerfinu var gerð áætlun um
40 milljarða viðbótar tekjustreymi í
ríkissjóð til að hrinda í framkvæmd
innviðafjárfestingu, nýsköpunarver
kefnum og rannsóknum fyrir allt að
80 milljarða á fáum árum. Ríkisstjórn
Sigmundar Davíðs lét verða sitt fyrsta
verk að afnema þessa fjárfestinga
áætlun skömmu eftir síðustu kosn
ingar. Síðan sú ákvörðun var tekin
hefur straumur ferðamanna enn auk
ist og valdið auknu álagi á ýmsa inn
viði samfélagsins, meðal annars sam
göngumannvirki og heilbrigðiskerfi.
Náttúran á víða undir högg að sækja
vegna mikils ágangs. Vegakerfið ligg
ur undir skemmdum af sömu sökum.
Heilbrigðiskerfið er í hættu – stofnanir
þess glíma við mygluskemmdir og lé
legt viðhald. Með öðrum orðum: Inn
viðir samfélags okkar eru komnir að
þolmörkum og sumir eru við það að
bresta.
Frá 2008 hefur opinber fjárfesting
dregist saman um 47%. Uppbygging
atvinnuvega á borð við ferðaþjónustu
er í uppnámi. Öryggi borgaranna er
ógnað á viðhaldslausum vegum við
fjársvelta löggæslu og þjónusta við
almenning er skert. Í þingumræð
um fyrr í vikunni gekkst fjármálaráð
herra við hluta vandans, en taldi þó
ekki svigrúm nú í góðærinu til þess að
bæta úr. Tja, nema þá helst með því
að „draga saman seglin í opinberum
rekstri“ eins og hann orðaði það. Það
er umhugsunarefni að ríkistjórnin
skuli beina sjónum að frekari niður
skurði í opinberum rekstri þegar all
ir vita að ekki verður lengra gengið í
þeim efnum – þvert á móti er inn
spýting nauðsynleg. Velferðarkerfið
hefur nú þegar verið höggvið inn að
beini og velflestar opinberar stofn
anir berjast í bökkum. Niðurskurðar
áherslan er ekki síst umhugsunarefni
vegna þess að á sama tíma bíða van
nýttir tekjustofnar, eins og margoft
hefur verið bent á. Sannleikurinn er
nefnilega sá, að ríkisstjórnin hefur
sjálf svigrúmið í hendi sér, ef hún bara
vill nota það. En það vill hún ekki.
Þess í stað hafa stjórnarherrarnir tek
ið úr sambandi full fjármagnaða fjár
festingaáætlun fyrri ríkisstjórnar upp
á 80 milljarða og tekjuleiðirnar sem
henni fylgdu.
Einkavinavæðing
Á sama tima horfum við upp á
„gömlu góðu“ einkavinavæðinguna,
eins og sölu Borgunar til útvalinna
aðila bak við tjöldin. Virðisaukinn af
þeirri sölu sem lent hefur í vasa hinna
útvöldu til dagsins í dag nemur 10–
15 milljörðum króna. Þeir peningar
hefðu betur farið í ríkissjóð og það
an til viðgerða á ónýtu húsnæði í eigu
hins opinbera, eða til uppbyggingar á
löskuðu vegakerfi, svo dæmi sé tekið.
Blóðugt er líka að sjá á eftir milljarða
tekjum vegna ákvörðunar ríkisstjórn
arinnar um að lækka veiðileyfagjöld
– og afþakka þar með eðlilega auð
lindarentu af nýtingu þjóðarauðlind
ar – á sama tíma og útgerðin eykur
eignamyndun sína um 80 milljarða.
Enn bólar ekkert á gjaldtöku ferða
þjónustunnar sem fénýtir þó ís
lenskar náttúruperlur með sívaxandi
ágangi.
Þannig að þegar fjármálaráð
herra talar um takmarkað svigrúm
og niðurskurð í ríkisrekstri – þá talar
hann gegn betri vitund. Hann veit full
vel að svigrúmið er til staðar sé viljinn
til staðar. Það veit fólkið í landinu líka.
Þess vegna hafa nærri 80 þúsund Ís
lendingar undirritað áskorun til yfir
valda um endurreisn heilbrigðiskerf
isins. Þeir vita sem er að peningar eru
ekki vandamálið. Vandinn liggur í
hugarfarinu. Þess vegna hriktir í stoð
um. n
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
alþingismaður
Kjallari
Leiðari
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
„Er til fólk sem er
þyngdar sinnar
virði í gulli?