Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 28
Helgarblað 19.–22. febrúar 201624 Fólk Viðtal heild þarf að minnka neysluna, fara frá þessari efnis- og neysluhyggju. Bæði af umhverfisástæðum og til að geta jafnað kjörin á milli okkar og þeirra sem annars munu sækja í það sem við höfum of mikið af. Ef við ætlum að taka á flóttamanna- vandanum þá eigum við að hætta að eyða í óþarfa. Hætta að kaupa fleiri nærbuxur. Ég til dæmis tók með mér tíu nærbuxur og þegar ég ætlaði að setja þær aftur inn í skáp heima þá voru þar fyrir tuttugu eða þrjátíu nærbuxur. Við eigum ekki bara að tæma skápana reglulega og gefa Rauða krossinum eða í flótta- mannasafnanir, við eigum frekar að hætta að kaupa og eyða of miklu,“ segir Björk. Smygluðu veikum manni yfir landamærin „Ég mæli með að sem flestir fari til Palestínu. Þar upplifir maður það líka hvað það þýðir að vera frjáls og geta ferðast. Sem skiptir svo miklu máli.“ Björk upplifði einmitt for- réttindi sín sem frjáls manneskja mjög sterkt þegar hún aðstoðaði Palestínumann við að sækja sér læknisaðstoð hinum megin við að- skilnaðarmúrinn. En það var eitt af því sem hún tók að sér að gera sem sjálfboðaliði. „Ísrael ber alla ábyrgð á því að veita heilbrigðisþjónustu til þeirra sem þeir hafa hertekið, þannig eru alþjóðalög. Það er því ekki af góð- mennsku að öll flóknari heilbrigð- isþjónusta er veitt á sjúkrahús- um í Ísrael. Palestínsk sjúkrahús hafa ekki bolmagn til þess að veita hana,“ útskýrir Björk, en Palest- ínumaðurinn sem hún smyglaði yfir landamæri, ásamt dönskum sjálfboðaliða, hafði gengist undir krabbameinsmeðferð á ísraelsku sjúkrahúsi. Hann var laus við meinið en þurfti að vera undir eft- irliti hjá lækni í Ísrael. Hann fékk hins vegar ekki leyfi fyrir því að fara yfir til Ísraels á þeim forsendum, þar sem hann taldist vera læknað- ur. „Hann fékk ekki að fara yfir þrátt fyrir ítrekaðar skriflegar beiðnir lækna, en það er ekki heilbrigðis- menntað fólk sem metur það hvort einstaklingur kemst yfir landamær- in. Það eru stofnanir sem segja bara nei ef maður er ekki með lífshættu- legan sjúkdóm, ef maður þarf bara eftirlit. Þess vegna fórum við Jussi, danski sjálfboðaliðinn, og leigðum okkur bíl með gulri númeraplötu. Já, bílnúmeraplöturnar segja heil- mikið um aðskilnaðinn. Ísraelar keyra um á gulum númeraplötum og slíkir bílar mega keyra til Palest- ínu. Palestínumenn keyra hins vegar um á hvítum númeraplötum og mega ekki keyra yfir til Ísraels. Og við sem erum frjáls gátum leigt okkur bíl í Ísrael, keyrt til Palestínu og smyglað Palestínumanni yfir.“ Þurfti í aðgerð Björk segir þau hafa tekið töluverða áhættu með smyglinu. Ef þau hefðu verið tekin á landamærastöðinni hefði þeim væntanlega verið vís- að úr landi og ekki fengið að koma aftur næstu tíu árin. Hún segir þó nokkuð um það að sjálfboðalið- ar fái slíka brottvísun, þrátt fyrir að þeir taki einungis þátt í friðsömum mótmælum. „Stundum tekur mað- ur samt áhættu því það er þess virði og í þessu tilfelli þá reyndist það svo sannarlega þess virði því maðurinn þurfti á aðgerð að halda þegar hann kom yfir. Hann er mjög veikur. En það var gaman að geta hjálpað,“ segir Björk og sýnir blaðamanni myndir af umræddum manni. Hún hefur verið í sambandi við hann eftir að hún kom heim til Íslands og veit því að hann er enn á lífi. „Á sumum landamærastöðvum hleypa þeir fólki á gulum númerum í gegn án sérstakrar skoðunar, sér- staklega ef þeir sjá að um vestræna túrista er að ræða, eða Ísraela sem þeir þekkja. Í þessu tilfelli þá fyllt- um við Jussi vel upp í framrúðuna á lítilli Nissan Micra-bifreið, þannig að landamæraverðirnir sáu ekki Palestínumanninn í aftursætinu. Hann hélt fyrir andlitið og gerði sig ósýnilegan.“ Vill nýtt afl í pólitíkinni En nú þegar Björk er komin aftur heim er ekki úr vegi að fara aðeins með henni ofan í saumana á póli- tíkinni á Íslandi, sérstaklega stöðu Samfylkingarinnar, sem er ekki kræsileg um þessar mundir. „Ég vil sjá nýtt afl í pólitíkinni, helst leitt áfram af Katrínu Jakobs- dóttur. Eða einhverj- um öðrum. Það þarf ekki að vera einhver sem er í pólitík- inni núna. Samfylk- ingin hefur gríðar- lega góða stefnu í velferðarmálum, jöfnun lífskjara, umhverfisvernd og alþjóðamálum, sem þarf að standa vörð um. Þetta er stefna sem mjög margir eru sam- mála um. Það er í raun auðvelt að selja stefnu Sam- fylkingarinnar en það er hræðilega erfitt að selja Samfylkinguna sjálfa. Þess vegna vil ég sjá nýtt afl. Það eru svo margir sammála; Vinstri grænir, Björt framtíð, við og þorri almennings. Að minnsta kosti þorri launafólks. En það væri samt rangt að fara að sameina flokkana, frekar að fá inn nýtt og óháð fólk sem vill gera eitthvað með þessi stefnumál. Ef við höfum gert eitthvað rangt og erum ekki á réttri línu þá verður al- menningur að taka af skarið.“ Björk segir vandamálið þó að miklu leyti vera að almenning- ur vilji lítið vita af stjórnmálum og sé í raun óvirkur. „Það er svo vond staða ef fólk lítur á stjórnmálin sem vond öfl og telur að stjórnmála- menn séu hræðilegir. En hvað eig- um við að gera? Við viljum lýðræði og höfum ekkert annað fyrirkomu- lag,“ segir Björk ákveðin. Þrátt fyrir að hafa dregið sig til hlés í pólitík- inni hefur hún enn mikinn áhuga og sterkar skoðanir, enda situr hún í framkvæmdastjórn Samfylkingar- innar. Starfar í pólitíkinni bakvið tjöldin. „Ég er góð“ „Mér finnst pólitíkin skipta svo miklu máli. En ég hef fundið vel hvernig þetta almenna viðhorf gagnvart pólitíkinni grefur und- an manni sjálfum. Það er ekkert gaman að vera ein af þessu vonda fólki. Ég er góð. Mér finnst ég vera góð manneskja og kannast ekki við að hafa verið spillt eða eitthvað slíkt. Maður vill þá ekki vera hluti af þeirri ímynd. En auðvitað gerist stundum eitthvað nálægt manni sem kalla má spillingu. Hún þrífst samt aðallega þegar stjórnmála- menn kunna ekki að segja nei og reyna að finna leiðir að já-inu þrátt fyrir að vita að það sé rangt. En við setjum reglur og lög til að reyna að koma í veg fyrir það. Stundum gerum við reyndar of mikið af því. Þannig hefur orðið til stofnana- væðing í stjórnmálunum sem fólk vill heldur ekki sjá. Það er vandlif- að og stundum erfitt að vera hluti af Samfylkingunni vegna þessa. Flokkurinn á meira regluverk en flesta grunar, en það er til að koma í veg fyrir geðþóttaákvarðanir, fyrir- greiðslu og óundirbúnar ákvarðan- ir. Það hefur orðið okkur til dæm- is stórmál að geta haldið landsfund út af stöðu mála; allri umræðunni og neikvæðninni. Það er nefnilega í lögum flokksins að halda lands- fund annað hvert ár – kannski oft- ar ef það eru kosningar. En það er flókið ferli að boða til slíkra funda utan þess tíma,“ segir Björk og vís- ar þar til þeirrar ákvörðunar fram- kvæmdastjórnarinnar að flýta landsfundi flokksins fram í júní á þessu ári. Tiltrúin er farin Henni þykir hin neikvæða um- ræða í garð Samfylkingarinnar að mörgu leyti ósanngjörn, enda hafi flokkurinn staðið sig vel í því að betrumbæta sig frá hruni. Til dæmis með starfi umbótanefndar og sáttanefnd, það hafi verið sett- ar siðareglur og margar umbóta- tillögur samþykktar. „Það er búið að gera þetta allt, en það skiptir engu máli, því tiltrúin er farin. Fólk hefur heldur ekki áhuga á að heyra af þessu. Það eru engin hlustun- arskilyrði úti í samfélaginu. Það er kannski einn helsti vandi Samfylk- ingarinnar,“ segir Björk. Hún fyllist hálfgerðu vonleysi þegar hún ræð- ir þetta, enda erfitt að vekja athygli á góðum málum þegar enginn vill hlusta. „Mér finnst Árni Páll mjög góð- ur drengur og frambærilegur. Ég hef stutt hann, en hann virðist hafa misst tiltrú fólksins. Hann er skaddaður af störfum sínum í rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, þar sem hann var í erfiðri stöðu, en taldi sig gera rétt á sínum tíma. Það er svo oft sem eitthvað er gert á ákveðnum tíma sem stenst ekki mat almennings. En það er svo aft- ur margt sem stenst ekki almenn- ingsálitið sem mun kannski stand- ast söguskoðun. Það tvennt þarf ekki að fara saman. Ég er til dæmis alveg viss um það að ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur mun stand- ast söguskoðun.“ Fólk til í að gefa valdinu lausan tauminn En nú þegar landsfundur Samfylk- ingarinnar hefur verið boðaður, er ekki hægt annað en að spyrja Björk hvern hún vill sjá sem næsta for- mann. „Ég held að það væri gott fyrir Samfylkinguna ef það væri einhver utan þingflokksins. Það er erfitt að fá utanaðkomandi fólk, en í okkar baklandi er gríðarlega öflugt fólk. En af hverju ætti maður að bjóða sig fram í stjórnmálum vitandi að fólk mun tala mann niður og ætla mann einhvern annan en mað- ur er?“ spyr Björk réttilega. Hún er komin í ham og heldur áfram: „Svo er mjög merkilegt að fólk er tilbúið að setja trú sína á fólk sem það veit ekki einu sinni hvað stendur fyrir. Eins og umræðan sem er að eiga sér stað um það hvort Píratar séu frjálshyggju- eða félagshyggjufólk. Flokkur sem er með 40 prósenta fylgi. Það er mjög merkilegt því það skiptir svo miklu máli fyrir hvað stjórnmálaöflin standa. Það skipt- ir auðvitað máli hverjir stjórna. Frjálshyggjuflokkur er svolítið eins og þeir sem eru nú við völd, sem eru ekki til í að beita skattakerfinu til að jafna lífskjörin. Félagshyggju- flokkarnir eru til þess. Það er því merkilegt hvernig fólk er tilbúið, í óánægju sinni og blekktri tiltrú á því hvað stjórnmálin eru vond, að gefa valdinu alveg lausan tauminn. Að það megi bara gera hvað sem er.“ Umræða byggð á fáfræði Þrátt fyrir að Björk sé ekki lengur í borgarstjórn getur umræða tengd störfum fyrrverandi kollega vak- ið hjá henni reiði. Hún nefnir sem dæmi umræðu um yfirvofandi niðurskurð í sérkennslu grunn- skólanna sem hún segir byggjast á fáfræði. „Það er talað um að svona niðurskurð þurfi að skoða vel. Auð- vitað er búið að skoða þetta vel. Við erum bæði með pólitíkusa og embættismenn sem eru búnir að skoða þetta virkilega vel og sjá að þarna er hægt að hagræða. Það eru ekki pólitíkusarnir sem finna upp á einhverju vondu. Það hefur orðið gríðarleg aukning útgjalda í þess- um málaflokki síðustu ár og stund- Klárar meistaranám Björk er að klára síðustu einingarnar sem hún á eftir í félagsráðgjöfinni. Svo sér hún fyrir sér að vinna við fagið, líkt og hún gerði áður. Mynd ÞorMar Vignir gUnnarSSon „Ég vil sjá nýtt afl í pólitíkinni, helst leitt áfram af Katrínu Jakobsdóttur. Táragas Herinn hikar ekki við að beita táragasi og skotvopnum á mótmælendur. Björk lenti í því að mótmælendur voru skotnir steinsnar frá henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.