Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 19.–22. febrúar 2016 Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Marpól ehf. - Nýbýlavegur 18, Kópavogur - S: 660 1942 - marpol.is Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar UNGERErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum V ið erum með nokk­ uð strangar verklags­ reglur hvað þetta varðar. Starfsmenn mæta alltaf í einkennis­ búningi og eru með skilríki með mynd merkt Veitum, sem er dótturfélag Orku­ veitunnar. Þeir eru einnig á merktum bílum,“ útskýrir Eiríkur Hjálmarsson, upp­ lýsingafulltrúi Orkuveitunn­ ar, spurður út í óhugnanlega innrás inn á heimili ungrar konu í Hafnarfirði. Á mánudag villti maður á sér heimildir með þeim hætti að hann bankaði upp á hjá konu á Móabarði í Hafnarfirði og sagðist þurfa að lesa af mælum. Þegar mað­ urinn var kominn inn réðst hann á konuna sem var ein heima með ungbarn sitt. Eiríkur áréttar að starfsfólk Orku­ veitunnar ætti að vera mjög auð­ þekkjanlegt. Annað fyrirtæki sem sér um að lesa af mælum í Hafnarfirði er Veitur. Í tilkynningu frá Veitum segir: „Veitur þakka viðskiptavinum það traust sem álesarar á vegum fyrir­ tækisins njóta og finnst ömurlegt hafi það verið misnotað. Viðskipta­ vinum er bent á að þeir geta sjálfir sent fyrirtækinu álestur kjósi þeir það. Það er til dæmis hægt að gera í gegnum Mínar síður á vef Veitna.“ Lögregla auglýsti í gær eftir upp­ lýsingum um manninn. Hann er um 180 cm á hæð og fölleitur, var dökk­ læddur, með svarta húfu og svarta hanska. Hann er talinn vera á aldr­ inum 35–45 ára. Þeir sem vita eitt­ hvað um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. n Alltaf merktir og með skilríki Sagðist vera að lesa af mælum og réðst á konu Skoðuðu tölvupósta brottrekna forstjórans n Stjórn Fáfnis Offshore vill skuldabréfaútgáfu n Hitafundur í næstu viku S tjórn Fáfnis Offshore vill ráð­ ast í skuldabréfaútgáfu upp á tæpar 200 milljónir króna sem á að tryggja áfram­ haldandi rekstur fyrirtækis­ ins. Samkvæmt heimildum DV mun hún leggja tillögu þess efnis fram á hluthafafundi Fáfnis næsta mið­ vikudag og einnig fara yfir fjárhags­ stöðu fyrirtækisins, samning þess við Sýslumanninn á Svalbarða og athug­ un stjórnarinnar á tölvupóstum sem Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Fáfnis Offs­ hore, sendi í starfi sínu. Steingrímur vildi ekki tjá sig um athugun stjórn­ arinnar sem nær yfir tölvupóstsam­ skipti hans nokkur ár aftur í tímann. Fyrirtækið rekur sérútbúna fimm milljarða króna olíuþjónustuskip­ ið Polarsyssel, dýrasta skip Íslands­ sögunnar, og er með annað í smíð­ um. Skipt fyrir hlutafé Skuldabréfaútgáfan sem stjórn Fáfn­ is stefnir að er samkvæmt heimild­ um ætlað að afla allt að 195 millj­ ónum króna sem fyrirtækið þarf til að ganga frá samningum við norsku skipasmíðastöðina Havyard. Þar sé um að ræða útgáfu breytanlegra skuldabréfa, með 20% ársvöxtum, sem síðar verði hægt að skipta fyr­ ir hlutafé í Fáfni. Til þess að útgáfan geti farið fram þarf að breyta sam­ þykktum félagsins og ætlar stjórnin að bera tillögu þess efnis fram á hlut­ hafafundinum. Þar verður einnig tekin fyrir til­ laga um að flytja Fafni Viking, skip sem Hav yard smíðar nú fyrir Fáfni og kostar um 350 milljónir norskra króna, 5,2 milljarða króna, yfir í dótturfélag íslenska olíuþjónustufyr­ irtækisins. Afhendingu skipsins hef­ ur verið frestað nokkrum sinnum en upphaflega stóð til að hún færi fram í næsta mánuði. Samkvæmt upplýs­ ingum DV óskuðu hluthafarnir Fafn­ ir Holding, félag sem er alfarið í eigu Steingríms Erlingssonar, og Optima Danmark AS, í byrjun febrúar eftir því að fundurinn yrði haldinn. Fóru þeir fram á að farið yrði yfir fjárhags­ stöðu og framtíðaráform fyrirtæk­ isins og að nýr stjórnarmaður yrði kjörinn. Lífeyrir í olíuútrás Framtakssjóðurinn Akur, sem er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS, er stærsti eigandi Fáfnis með 30% hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjár­ málafyrirtækja og fagfjárfesta, kem­ ur þar á eftir með 23%. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Fáfnis á Stein­ grímur Erl ingsson 21% hlut í gegnum Fafni Holding. Hinir fimm hluthafarn­ ir, þar á meðal Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfest­ is og fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Havyard Ship Invest AS, sem er í eigu norsku skipasmíðastöðvarinnar Hav­ yard, eiga minna en 10%. Steingrímur bauðst í lok janúar til að staðgreiða eignarhluti Akurs og Horn II í Fáfni eins og DV greindi frá 5. febrúar síðastliðinn. Í frétt blaðsins kom fram að forstjórinn fyrrver­ andi hefði meðal annars lagt fram staðfestingu á lánsfjármögnun frá kanadíska fjármálafyrirtækinu Pro­ spect Financial Group. Tilboðið, sem var lagt fram án fyrirvara um fjár­ mögnun, rann út nokkrum dögum síðar en hluthafarnir tveir höfnuðu því. Vefmiðillinn Kjarninn greindi síð­ ar frá því að tilboðið hefði verið upp á um 10% af þeim tveimur milljörð­ um króna sem framtakssjóðirnir tveir lögðu upphaflega í Fáfni Offshore. Það muni ráðast í þessum mánuði hvort nýr þjónustusamningur Fáfnis við sýslumanninn á Svalbarða, eina verkefnið sem Fáfnir er með í hendi, um að fyrirtækið sinni verkefnum fyr­ ir hann í níu mánuði á ári í stað sex, muni halda. Vilja ekki tjá sig Ljóst er að ekki eru allir hluthafar Fáfnis sammála um þær ákvarðanir sem stjórnendur þess hafa tekið síð­ ustu mánuði. Í frétt DV þann 29. jan­ úar kom fram að eigendur danska sjávarútvegsfyrirtækisins Sirena A/S, sem á 2,8% hlut í Fáfni í gegnum dótturfélag sitt, Optima Danmark AS, væru óánægðir með samskipti sín við stjórnendur Fáfnis. Eins og áður seg­ ir óskuðu Fafnir Holding, félag Stein­ gríms, og Optima Danmark, eftir því að hluthafafundurinn yrði haldinn. Steingrími, sem stofnaði fyrir­ tækið og var andlit þess út á við, var eins og áður segir sagt upp störfum í desember og nýr framkvæmdastjóri ráðinn í hans stað. Jóhannes Hauks­ son tók við stöðu stjórnarformanns nokkrum vikum síðar af Bjarna Ár­ mannssyni sem hafði þá sinnt hlut­ verkinu í rúma fimm mánuði. Þeir hafa ekki viljað tjá sig um stöðu fyrir­ tækisins sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu­ og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. Lækkun olíuverðs hefur gjör­ breytt verkefnastöðu margra fyrir­ tækja sem þjónusta olíuiðnaðinn. Tunna af Norðursjávarolíu (e. Brent Crude) kostaði um 35 Bandaríkjadali í gær. Í apríl 2014, þegar Fafnir Vik­ ing var pantað, kostaði hún um 110 dali. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Polarsyssel Steingrími Erlingssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í desember. Lækkun olíuverðs hefur haft áhrif á verkefnastöðu fyrirtækisins en íslenskir lífeyrissjóðir og ríkisbankinn Íslandsbanki eru í hluthafahópi þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.