Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 29
Helgarblað 19.–22. febrúar 2016 Fólk Viðtal 25 ÚRVAL FÆÐUBÓTAREFNA Glæsibæ & Holtagörðum Netverslun: www.sportlif.is Sterkustu brennslu- töflur í Evrópu um þarf bara að breyta verklagi og gera eitthvað ódýrara. Stundum eru settir miklir fjármunir í einhver verkefni sem skila ekki því sem til er ætlast. Þá þarf að fara til baka,“ út­ skýrir hún. Hataðasta ákvörðunin En það mál sem hvað mest hefur verið gagnrýnt og Björk bar ábyrgð á í borgarstjórn var að hækka aldur fólks sem fær ókeypis í sund. Hann var hækkaður úr 67 árum í 70 ár. „Þetta er hataðasta ákvörðun sem ég hef staðið frammi fyrir. Þetta var í kreppunni og við urðum að skera niður. Þetta er búið að vera stóra málið hjá Félagi eldri borgara og mörgum öðrum. Ég spyr á móti; af hverju eiga þeir sem eru 67 til 70 ára að fá ókeypis í sund? 67 ára eft­ irlaunaaldurinn var settur í lög árið 1936. Þá var lífaldur fólks 20 árum skemmri en hann er núna. Það eru allir á móti þessari breytingu en á sama tíma og talað er um að hækka eftirlaunaaldurinn. Næst­ um 50 prósent fólks á þessum aldri er í fullri vinnu og stór hluti er í hálfu starfi. Þetta er hópurinn sem í öllum könnunum kemur fram að sé fjárhagslega sterkastur í samfé­ laginu.“ Ef gefa ætti fleirum ókeypis í sund þá ætti frekar að hækka ald­ ur barna sem fær ókeypis, að mati Bjarkar, enda hafi barnafjölskyldur það verst í samfélaginu. „Þetta hefur líka verið gagnrýnt út frá lýðheilsu­ sjónarmiðum, en offituvandamál­ ið er mest á meðal barna, ekki fólks á þessum aldri. Umræðan í sam­ félaginu er oft svo mikið rugl. Við verðum að tala út frá staðreyndum en ekki mýtum. Stundum er ætlast til að teknar séu ákvarðanir út frá mýtum en það rétta er að stjórn­ málamenn taka ákvarðanir út frá staðreyndum, þótt þær séu stund­ um óvinsælar,“ segir Björk sem er heitt í hamsi þegar hún ræðir þessi mál. Henni finnst samfélagsum­ ræða sem er byggð á staðreynda­ villum einstaklega þreytandi. Aldraðir fjársterkur hópur „Það er alltaf verið að tala um aldr­ aða sem svo illa staddan hóp en stærstur hluti aldraðra í dag er í eigin húsnæði sem þeir keyptu áður en lán urðu verðtryggð. Lán­ in voru svo étin upp á verðbólgu­ tímanum þannig að hvað eignir varða eru aldraðir mjög fjársterk­ ur hópur þótt hann hafi kannski ekki úr miklu að spila í daglega líf­ inu, sérstaklega ekki þeir sem hafa bara tekjur úr almannatrygginga­ kerfinu,“ segir Björk en bendir á að sá hópur sé rétt um 10 prósent aldraðra. „Við tölum oft eins og allir aldraðir séu í þeim hópi, sem er al­ veg fjarri lagi.“ Máli sínu til stuðnings vís­ ar Björk til rannsókna um hagi eldri borgara sem gerðar eru á nokkurra ára fresti, sem Reykja­ víkurborg, öldrunarráð og velferð­ arráðuneytið standa að. Í þessum rannsóknum, sem taka til tæplega 2.000 einstaklinga á aldrinum 67 til 87 ára, kemur ýmislegt áhugavert fram. Í síðustu rannsókn, frá árinu 2012, kom til að mynda fram að um 70 prósent svarenda höfðu sjaldan eða aldrei fjárhagsáhyggjur. Þrátt fyrir það töldu um 75 prósent af sama hópi að aldraðir þyrftu á fjár­ hagsráðgjöf að halda. Upp til hópa virðast aldraðir því telja að jafn­ aldrar þeirra hafi það töluvert verra en þeir sjálfir. „Lítill hluti aldraðra hefur mikl­ ar fjárhagsáhyggjur. En auðvit­ að er það okkar að tala fyrir því að þeir aldraðir sem hafa bara tekjur af almannatryggingum og eða lít­ inn lífeyrissjóð hafi það betra. Þeir og öryrkjar áttu til dæmis að fá aft­ urvirkar greiðslur eins og allir aðr­ ir. En ég get ekki talað fyrir því að allir aldraðir eigi að hafa það betra, því ég veit hvernig staðan er. Flestir aldraðir hafa það bara mjög gott.“ n Við tínslu Eitt hlutverk sjálfboðaliðanna er að aðstoða við ólífutínslu, en ólífurækt er undirstöðuatvinnugrein í Palestínu. Áreiti Landnemi áreitir Björk og einn Palestínumann þar sem þau eru við ólífutínslu. Landnemabyggðirnar teygja sig inn á ólífuakrana og tínslufólk fær oft ekki frið fyrir áreiti, frá landnemum og hernum. „Flestir aldraðir hafa það bara mjög gott.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.