Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 19.–22. febrúar 201626 Sport Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Furðulegustu afsakanir fótboltans n Joleon Lescott ekki sá eini sem boðið hefur upp á skrýtnar skýringar Þ að ætlaði allt um koll að keyra þegar Joleon Lescott, varnarmaður Aston Villa, birti mynd af Mercedes- Benz lúxussportbíl á Twitt- er-síðu sinni andartökum eftir 6-0 tap liðsins gegn Liverpool um síð- ustu helgi. Stuðningsmenn Villa létu enska miðvörðinn hafa það óþvegið fyrir taktleysið en Lescott var fljótur til svara og bauð upp á eina furðu- legustu afsökun í manna minnum. Í yfirlýsingu sagði Lescott að hann hefði „fyrir slysni“ birt myndina á Twitter, meðan hann var að keyra, með símann í vasanum. Vöktu skýr- ingar Lescotts ekki minni athygli en upphaflega færslan og hefur ver- ið gert stólpagrín að honum síðan. En Lescott er ekki eini knattspyrnu- maðurinn til að fela sig á bak við mis- gáfulega afsökun á axarskafti sínu. Knattspyrnutímaritið FourFourTwo tók saman brot af þeim bestu. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is  Brolin í bullinu Sænski markahrókurinn Tomas Brolin átti ekki sjö dagana sæla hjá Leeds á Englandi. Hann var á leið í flug til að taka þátt í undirbúnings- tímabili félagsins í júní 1997 þegar hann keyrði á fugl með þeim afleiðingum að framrúða bílsins mölbrotnaði. Atvikið hræddi líftóruna úr Brolin sem treysti sér ekki til að halda ferðalaginu áfram. George Graham, stjóra Leeds, var ekki skemmt. Brolin yfirgaf Leeds síðar um veturinn eftir ótal fleiri vandamál og var árið 2003 kosinn einn versti leikmaðurinn í sögu félagsins af stuðningsmönnum Leeds.  Allt fjölmiðlum að kenna Það er almennt talið á ábyrgð stjórnarformanna knattspyrnufélaga að ráða og reka stjóra. En Rupert Lowe, stjórnarfor- maður Southampton, ætlaði sér ekki að vera blóraböggull þegar hann rak Paul Sturrock eftir aðeins tvo leiki tímabilið 2004/05. Hann kenndi „stanslausu flæði neikvæðrar og ósanngjarnrar umfjöllunar fjölmiðla“ um eigin ákvörðun. „Fólkið sem ber ábyrgð á því að halda uppi þessum áróðri ætti að líta í eigin barm,“ sagði Lowe, alveg staurblindur.  Blindaður af skallablett Chris Mooney, fyrrverandi markvörður Rotherham, hafði ansi sérstaka afsökun á því þegar hann lét laflaust skot leka milli fóta sér og í netið eitt sinn. Hann kvaðst hafa blindast af sólinni sem skein af skallabletti á höfði miðvarðarins Nick Smith. Auðvitað.  Of mikið loft í boltunum Kenny Dalglish, þáverandi stjóri Newcastle, var að vonum svekktur eftir að sterkt lið hans náði aðeins 1-1 jafntefli gegn utandeildarliði Stevenage í þriðju umferð FA-bikarsins á sínum tíma. Dalglish skýrði lánleysi stjörnuframherjans Alans Shearer og félaga fyrir framan markið með því að „boltinn hafi skoppað of mikið“ og átti þar við að of mikið loft hefði verið í tuðrunni. Það mátti svo sem reyna, Kenny.  Ætti ekki að spila með gleraugu Joop van Daele, varnarmaður Feyenoord, skartaði jafnan flennistórum gleraugum þegar hann lék á sjöunda áratug síðustu aldar. Og ekki sérstökum íþróttagleraugum í anda Edgars Davids eins og margir þekkja, heldur stórum, hefðbundnum hversdagsgleraugum með hnausþykku gleri. Það var því ljúfsár reynsla þegar hann skoraði sigurmarkið í sigri Feyenoord gegn Estudiantes í úrslitaleik Intercontinental Cup árið 1970. Andstæðingurinn Oscar Malbernat stappaði á og mölbraut gleraugu hans og útskýrði athæfið svo: „Þú ættir ekki að spila fótbolta með gleraugu. Ekki í Suður-Ameríku.“  Ferguson fékk í magann Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, slapp með skrekkinn þegar hann var tekinn fyrir of hraðan akstur fyrir utan Manchester árið 1999. Fyrir dómara sagði Ferguson að um neyðartilfelli hafi verið að ræða sökum niðurgangs sem hann var að glíma við. Hann þurfti því að kitla pinnann áður en honum yrði brátt í brók. „Og þegar ég kom á M602-hraðbrautina fór ég að finna fyrir þessum magakrampa aftur,“ sagði Ferguson sem var að sjálfsögðu sýknaður.  Ekki þessi læti! Adrian Bradnam, framherji Sutton United, hafði svör á reiðum höndum þegar hann var spurður út í dauðafæri sem hann misnotaði fyrir smáliðið. Þótt það hafi sjaldnast verið mikið vandamál hjá Sutton, þá sagði Bradnam að áhorfendur hefðu verið of háværir og því hefði honum brugðist bogalistin.  Ítalir í óþægilegum sokkum Ítölsku landsliðsmennirnir Francesco Totti og Christian Panucci kvörtuðu sáran eftir markalaust jafntefli gegn Danmörku á EM 2004 í 34 stiga hita í Portúgal. „Þetta var eins og vera með fæturna í sjóðandi sandi,“ sagði Totti og Panucci bætti við: „Þræðirnir í sokkunum eru allt of grófir.“ Varnarjaxlinn Alessandro Nesta gaf þó lítið fyrir vælið í félögunum. „Fólk á eftir að halda að við séum vitleysingar. Totti er svo góður að hann gæti spilað berfættur.“  Of frægur til að missa prófið Í febrúar 2015 átti að svipta fyrrverandi knattspyrnumanninn og sparkspek- inginn Robbie Savage bílprófinu fyrir ofsaakstur. Hann slapp þó með sekt og punkta eftir að lögmaðurinn hans hélt því fram að miðjumaðurinn fyrrverandi yrði „reglulega fyrir aðkasti á almannafæri“ og gæti því ekki verið án bílprófs og notað almenningssamgöngur.  Ekkert djók fyrir Stoke Sömu sögu má segja af knattspyrnustjóranum Tony Pulis sem er greinilega mikilvægur maður. Árið 2012, þegar hann þjálfaði Stoke, var hann sömuleiðis tekinn fyrir of hraðan akstur en slapp með punkta og sekt. Ástæðan? Pulis hélt því fram að hann gæti ekki notast við einkabíl- stjóra vegna þess að hann þyrfti að taka svo mörg viðkvæm trúnaðarsímtöl, sem hann vildi ekki að yrðu hleruð af bílstjórum. Og til að bæta um betur benti lögmaður Pulis réttvísinni á að þessi símtöl milli Pulis og stjórnarformanns Stoke City væru lykilþáttur í velgengni félagsins og veru þess í ensku úrvalsdeildinni. Það hefði komið Stoke-on-Trent á kortið og gert kraftaverk fyrir efnahagslífið á svæðinu. „Fjöldi fyrirtækja treystir á Stoke City og þessi fyrirtæki myndu skaðast ef félagið félli um deild. Fólkið í Stoke-on-Trent myndi skaðast ef herra Pulis missti ökuréttindi sín og starfið,“ sagði lögmaðurinn lævís og bjargaði Pulis og efnahagskerfi Stoke.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.