Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 19.–22. febrúar 2016 Gjafabréf Nr.1 - Verð: 17.500 · Gjafabréf ásamt rósavendi · Moroccanoil fótsnyrting · Moroccanoil handsnyrting með paraffin maska á hendur · Heitsteinavöðvabólgunudd Gjafabréf Nr.2 - Verð: 12.020 · Gjafabréf ásamt rósavendi · Létt andlitsbað ásamt litun og plokkun. Dekraðu við ástina á Konudaginn með þessum lúxus gjafabréfum Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is Stjórn Össurar vill hærri laun Samkvæmt tillögu sem liggur fyr- ir aðalfundi Össurar hf., sem fram fer í næsta mánuði, leggur stjórn fyrirtækisins til að laun stjórnar- manna hækki um fjögur prósent fyrir árið 2016. Össur hf., sem skráð er í Kauphöll Íslands, skil- aði 6,6 milljarða króna hagnaði árið 2015 sem er rúmum milljarði minna en árið þar áður þegar hagnaðurinn nam 7,7 milljörð- um króna. Forstjóri Össurar hefur sagt að skýringin sé að gengið hafi ver- ið óhagstætt fyrir uppgjörið þar sem styrking krónunnar hafi haft neikvæð áhrif á hagnað, tekjur og EBITDA fyrirtækisins sem gerir upp í Bandaríkjadölum. Samkvæmt tillögu stjórnar- innar ber að hækka laun stjórnar- formanns úr 85 þúsund dölum á ári, sem eru 10,9 milljónir miðað við núverandi gengi, í 88.500 dali á ári, sem gera rúmar 11,3 millj- ónir króna. Varaformaður stjórn- ar hækki úr 51 þúsund dölum, sem í dag eru 6,5 milljónir króna, á ári í 53 þúsund dali, eða 6,7 milljónir króna. Hinir þrír stjórn- armeðlimirnir hækka úr 34 þús- und dölum, eða 4,3 milljónum, í 35.500 dali á ári, sem gera ríf- lega 4,5 milljónir króna. Verði til- laga stjórnar samþykkt hafa laun stjórnarmanna Össurar hækkað um ríflega 10 prósent frá árinu 2013. Stjórnarformaðurinn Niels Jac- obsen er stjórnarformaður Össurar hf. Stjórnin leggur til að árslaun hans verði hækkuð í 11,3 milljónir króna. Mynd ÖSSur.iS Skólastjórnendur telja sig hlunnfarna um rekstrarfé n Segja villu í fjárveitingalíkani grunnskóla Reykjavíkurborgar H alli er á rekstri flestra grunnskóla Reykjavíkur- borgar og hafa borgaryfir- völd boðað að tapið verði tekið yfir á næsta rekstrar- ár. Samkvæmt viðauka við fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir enn frekari niðurskurði á næsta rekstrarári hjá Skóla- og frí- stundasviði og því eru skólastjórn- endur uggandi yfir því hvernig þeir geti uppfyllt lögboðið hlutverk skólanna og skyldur. Álit skóla- stjórnenda er að mistök hafi átt sér stað í reiknilíkani borgarinnar sem ákvarðar fjárveitingu hvers og eins skóla. Rýnihópur tók til starfa í desember síðastliðnum og vilja skólastjórnendur að hópurinn klári sína vinnu áður en ákvörðun um að halli verði tekinn yfir á næsta rekstrarár skólanna. Ekki reiknað með kjarasamn- ingsbreytingum Mistökin sem skólastjórnendur telja að hafi átt sér stað snýr að út- reikningi á kjarasamningabreyting- um síðasta árs. Að mati skólastjórn- enda var ekki nægjanlega tekið tillit til þeirra í fjárveitingu síðasta árs og því hafi fjármagn Reykja- víkurborgar til grunnskólanna ver- ið vanáætlað. Það hafi gert það að verkum að skólar borgarinnar, sem sumir hverjir hafi aldrei ver- ið reknir með halla, hafi farið jafn- vel tugmilljónir fram úr fjárveitingu ársins 2015. Sumir skólastjórnend- ur vöknuðu við vondan draum því ekkert hafi breyst í rekstri skólanna, nemendafjöldi svipaður og fjöldi starfsmanna einnig. Því hafi ver- ið gert ráð fyrir því að fjárveitingar borgarinnar myndu aukast í sam- ræmi við breytingarnar á kjara- samningum en það gerðist aðeins að litlu leyti. Því hafi margir skólar horfst í augu við taprekstur síðast- liðið skólaár. Taprekstur og niðurskurður Hagræðingaaðgerðir Reykjavíkur- borgar voru kynntar í lok janúar síðastliðnum og var áætlunin sú að hagræða um 670 milljónir á Skóla- og frístundasviði. Sú hagræðing bætist við þann halla sem boðað er að skólarnir þurfi að taka með sér yfir á næsta ár. Því er ljóst, ef ekkert er að gert, að verulega mun reyna á skólastjórnendur höfuð- borgarinnar á næsta ári. Nóg þyk- ir flestum um enda hefur skóla- kerfi borgarinnar verið skorið inn að beini og óvíst er að Reykjavíkur- borg hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að rétta hlut skólanna. Í kjölfar fréttanna um hagræðingaaðgerð- irnar hafði Fréttablaðið eftir Þor- steini Sæberg, skólastjóra Árbæjar- skóla, að þjónustustig skólans væri orðið of lágt. „Ég reyni að jafna út þeim gæðum sem ég hef í starfinu til að láta hlutina bitna sem minnst á nemendum. En hópar nemenda í kennslu verða stærri og einstak- lingsbundin þjónusta minni. Ég vil meina að sérkennsla í Reykjavík hafi á síðasta ári verið skorin beint niður um 20 prósent. Með boðun um yfirfærslu á halla og frekari niðurskurði spyr maður sig á hvaða leið við erum,“ sagði Þorsteinn. Úrelt fjárveitingalíkan Fjárveitingar til grunnskóla borg- arinnar eru reiknaðar út með ákveðnu reiknilíkani. Líkanið var búið til fyrir rúmum fimmtán árum og eru margir á því að það sé úr sér gengið og illmögulegt sé að eitt kerfi geti reiknað út fjárveitingar til allra skóla borgarinnar enda er um æði misjafnar rekstrareiningar að ræða. Þrjátíu og sjö almennir grunnskólar eru starfræktir í höf- uðborginni og alls stunda 13.607 nemendur í þeim nám. Fámenn- asti skólinn telur 107 nemend- ur en sá fjölmennasti hefur á að skipa 622 nemendum. Samkvæmt heimildum DV virðist aðalskekkj- an í útreikningum borgaryfirvalda hafa átt sér stað varðandi svokall- aða sérkennsluúthlutun. Hverj- um skóla er úthlutað fjármunum til þess að koma til móts við þarfir nemenda skólans sem eru með sér- þarfir en sá liður jókst aðeins með tilliti til fjölgunar slíkra nemenda en þar var ekki gert ráð fyrir kjara- samningahækkuninni. Starfshópur skipaður Skóla- og frístundasvið Reykja- víkurborgar brást við áhyggj- um skólastjórnenda með því að skipa starfshóp sem tók til starfa í desember síðastliðnum. Hópur- inn hefur það hlutverk að skoða endurskoðun úthlutunarlíkans grunnskóla. Í hópnum sitja Guð- laug Sturlaugsdóttir, skrifstofu- stjóri grunnskólaskrifstofu, Sif Víglundsdóttir skólastjóri, Jóhanna Vilbergsdóttir skólastjóri, Örn Halldórsson skólastjóri, Hafþór Einarsson, sérfræðingur fjármála- og rekstrarþjónustu SFS og Guðrún Bentsdóttir, verkefnastjóri grunn- skólaskrifstofu. Samkvæmt upplýs- ingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er áætlað að hópurinn ljúki vinnu sinni á vor- dögum 2016 en vilji skólastjórn- enda er sá að hópurinn klári vinnu sína áður en ákvörðun verði tekin um að halli verði tekinn yfir á næsta rekstrarár skólanna. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is reykjavíkurborg Skóla- stjórnendur álíta að villa í fjárveitingalíkani borgarinnar hafi gert það að verkum að rangt hafi verið skammtað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.