Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 19.–22. febrúar 201610 Fréttir
Starfsmenn Kaupþings fengu hundruð
milljóna í bónus eftir nauðasamning
n Kaupþing greiddi út bónusa til tugi starfsmanna í byrjun árs n Hæstu greiðslurnar námu 30 til 50 milljónum n Kaupþing fækkar fólki
K
aupþing greiddi út bónusa
í upphafi þessa árs til tugi
núverandi og fyrrverandi
starfsmanna í kjölfar þess
að nauðasamningar slita-
búsins voru staðfestir af dómstólum
undir lok desember á síðasta ári.
Þeir starfsmenn sem töldust vera í
hópi lykilstjórnenda gamla bankans
og áttu rétt á hæstu bónusgreiðsl-
unum fengu á bilinu 30–50 milljónir
króna í sinn hlut, jafnvirði árslauna
þeirra, samkvæmt heimildum DV.
Í flestum tilfellum hafði Kaup-
þing hins vegar samið um það
við starfsmenn, bæði Íslendinga
og útlendinga, að þeir myndu fá
bónusgreiðslur sem næmu 3 til 6
mánaðarlaunum þeirra ef skulda-
skilum bankans myndi ljúka með
samþykkt nauðasamnings. Sé litið
til þess að regluleg laun starfs-
manna slitabúsins námu að meðal-
tali tveimur milljónum króna á fyrri
hluta ársins 2015 má áætla að bón-
usgreiðslur til þessa hóps hafi ver-
ið um sex til tólf milljónir á mann.
Miðað við að Kaupþing úthlutaði
bónusum til tugi manns, en sam-
kvæmt heimildum DV var megin-
þorri starfsmanna með ákvæði
um slíkar greiðslur í ráðningar-
samningum sínum, þá er ljóst að
heildarfjárhæðin sem Kaupþing
innti af hendi í bónusa í upphafi
ársins nam hundruðum milljóna,
hugsanlega nærri milljarði króna.
Kaupþing svaraði ekki fyrirspurn
DV um hversu margir starfsmenn
hafi fengið bónusa né heldur hver
heildarfjárhæð greiðslnanna var.
Ekki háð neinum skilyrðum
Í forsíðufrétt DV þann 27. maí á síð-
asta ári var upplýst um að Kaup-
þing hefði á árunum 2012 og 2013
samið við stóran hluta starfsmanna
sinna um að þeir myndu fá greidda
bónusa við samþykkt nauðasamn-
ings. Á þeim tíma var orðið ljóst
að áform slitastjórnar Kaupþings
um að ljúka uppgjöri búsins með
nauðasamningum myndi að öll-
um líkindum frestast um ófyrir-
séðan tíma. Því var talið mikilvægt,
í því skyni að halda helstu lykil-
starfsmönnum og stjórnendum, að
umbuna þeim meðal annars með
slíkum bónusgreiðslum þegar – og
ef – nauðasamningar myndu klár-
ast.
Það var síðan 23. desember
síðastliðinn sem frumvarp Kaup-
þings að nauðasamningi, eftir að
hafa verið staðfest átta dögum
áður af dómstólum, tók formlega
gildi samkvæmt íslenskum lög-
um. Skömmu síðar voru bónus-
greiðslur því inntar af hendi til fjöl-
margra starfsmanna Kaupþings en
engu máli skipti um endurheimtur
kröfu hafa samkvæmt nauðasamn-
ingnum – eina skilyrðið fyrir bón-
usgreiðslum var að slíkur samn-
ingur yrði samþykktur af íslenskum
dómstólum.
Fá rífleg stjórnarlaun í eigin vasa
Á meðal þeirra lykilstarfsmanna
og stjórnenda Kaupþings sem áttu
rétt á hæstu bónusgreiðslunum,
samkvæmt heimildum DV, voru
þeir Jóhann Pétur Reyndal, Mar-
inó Guðmundsson, Hilmar Þór
Kristinsson, Þórarinn Þorgeirsson
og Þröstur Ríkharðsson. Jóhann
Pétur hefur verið yfirmaður eigna-
stýringar Kaupþings undanfarin
ár en Marinó og Hilmar Þór starfa
einnig undir því sviði. Þórarinn og
Þröstur hafa hins vegar gegnt yfir-
mannsstöðu á lögfræðisviði Kaup-
þings eftir að Kolbeinn Árnason,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
lögfræðisviðs Kaupþings og núna
framkvæmdastjóri Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi, hætti störfum
hjá slitabúinu sumarið 2013. Aðr-
ir starfsmenn sem taldir eru í hópi
lykilstarfsmanna Kaupþings eru
Anna Sigríður Arnardóttir, Arnar
Scheving Thorsteinsson og Arn-
aldur Jón Gunnarsson. Anna Sig-
ríður hefur starfað á eignarstýr-
ingar- og lögfræðisviði Kaupþings
en þeir Arnar Scheving og Arna-
ldur Jón hafa unnið náið með Jó-
hannesi Rúnari Jóhannssyni, for-
manni slitastjórnar, á því sviði sem
heldur utan um svonefndar vand-
ræðaeignir (Non-operating assets,
NOA) Kaupþings.
Margir af þessum sömu lykil-
starfsmönnum sitja einnig í stjórn-
um erlendra félaga þar sem slita-
búið á hagsmuna að gæta sem
stór hluthafi. Í langflestum tilfell-
um þá fara þóknanagreiðslur, sem
eru í erlendum gjaldeyri, fyrir slíka
stjórnarsetu til starfsmannanna
sjálfra – ekki Kaupþings – en oft er
um að ræða talsverðar fjárhæðir.
Þannig er Hilmar Þór varaformað-
ur stjórnar finnska fjárfestingafé-
lagsins Norvestia og situr jafnframt
í stjórn drykkjarvöruframleiðand-
ans Refresco Garber. Fyrir stjórn-
arsetu í Norvestia á árinu 2014
fékk Hilmar Þór 32 þúsund evr-
ur, jafnvirði 4,5 milljóna króna, en
þóknanagreiðslur til sjö manna
stjórnar Refresco námu 500 þús-
und evrum, eða sem jafngildir að
meðaltali ríflega tíu milljónum
króna á ári á mann. Þá á Jóhann
Pétur Reyndal sæti í stjórn bresku
verslunarkeðjunnar Karen Millen
og Aurora Fashions, félags sem
var stofnað 2009 og yfirtók rekstur
helstu verslunarkeðja Mosaic Fas-
hions. Fram kemur í síðasta birta
ársreikningi Aurora Fashions fyrir
fjárhagstímabilið sem lauk 28. febr-
úar 2015 að laun til stjórnarmanna
hafi numið samtals 2,2 milljón-
um punda, jafnvirði 407 milljóna
króna, en að jafnaði sátu þrír í stjórn
félagsins á því tímabili. Laun til
fimm manna stjórnar Karen Millen
námu hins vegar samtals 1,2 millj-
ónum punda, jafnvirði 220 milljóna
króna, á síðasta fjárhagstímabili.
Jóhann Pétur hefur setið í stjórnum
Karen Millen og Aurora Fashions
frá árinu 2011 en auk þess er hann,
ásamt Önnu Sigríði, í stjórn breska
fasteignaþróunarfélagsins Fitzroy
Place Residential.
Kaupþing minnkar við sig
Starfsmönnum Kaupþings hef-
ur fækkað talsvert á undanförn-
um árum samhliða því að slita-
búið hefur umbreytt eignum yfir í
lausafé en um mitt síðasta ár störf-
uðu 43 manns hjá slitabúinu. Fyr-
irséð er að starfsmönnum, ekki síst
þeim sem eru á skrifstofu Kaup-
þings í Reykjavík, muni fækka mik-
ið á næstunni eftir að kröfuhafar fá
yfirráð yfir félaginu. Til stendur að
flytja starfsemi Kaupþings úr Borg-
artúni 26 á næstunni, samkvæmt
upplýsingum DV, en skrifstofur
slitabúsins hafa verið þar til húsa
síðustu ár.
Ekki er vitað til þess að slitastjórn
Kaupþings sé hluti af þeim hópi
starfsmanna Kaupþings sem átti
rétt á bónusgreiðslum við stað-
festingu nauðasamnings. Þeir sem
sitja í slitastjórn eru ekki skilgreind-
ir sem starfsmenn Kaupþings enda
eiga þeir að vera hlutlausir aðilar
sem eru skipaðir af héraðsdómi.
Slitastjórn Kaupþings er skipuð
þeim Jóhannesi Rúnari Jóhanns-
syni, sem er formaður slitastjórn-
ar, Feldísi L. Óskarsdóttur og Theo-
dór S. Sigurbergssyni. Á fyrstu sex
mánuðum síðasta árs námu þókn-
anir til þeirra samtals 126 milljón-
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Þórarinn ÞorgeirssonJóhann Pétur Reyndal
Hilmar Þór KristinssonMarínó Guðmundsson
V A R M A D Æ L U R
Gæði, þjónusta og gott verð.
Hámarks orkusparnaður.
NÝJUNG Í LOFT Í VATN VARMADÆLUM
EINFÖLD Í UPPSETNINGU
ÁLAGSSTÝRÐ
HLJÓÐLÁT
ALLT AÐ 80% ORKUSPARNAÐUR
ÍBÚÐARHÚS - SUMARBÚSTAÐ - IÐNAÐARHÚS
COP 5,0