Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 16
Helgarblað 19.–22. febrúar 2016 Dekraðu við konuna í þínu lífi með blómum frá okkur Opið á Konudaginn frá klukkan 9-18 Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16 Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is Allir sem versla um helgina fara í vinningspott. Glæsilegir vinningar. avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAM- LEGA 16 Fréttir Erlent Ö murlegar myndir af skelfi- legu ástandi dýra í dýragarði í suðurhluta Jemen hafa ratað í fjölmiðla. Dæmi eru um að sveltandi dýr sömu tegundar hafi étið hvert annað. Á myndunum má sjá kattardýr á borð við hlébarða og ljón með blæðandi sár. Dýrin, 280 talsins, hafast við í afskiptum dýragarði í Taiz, en þau hafa verið vanrækt síðan átök á svæðinu brutust út í mars í fyrra. Sameinuðu þjóðirnar segja að 82 prósent íbúa landsins, 21,2 millj- ónir manna, þurfi á einhvers konar mannúðaraðstoð að halda. En það er ekki bara mannfólkið sem þarfn- ast bráðrar aðstoðar. Sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu löndum hafa sameinast um að reyna að bjarga einhverjum af þeim 20 ljónum og 26 arabískum hlébörðum af sjaldgæfu kyni, sem læst eru inni í búrum garðsins. Í því skyni hefur hópurinn efnt til herferðar á Facebook. Á einni myndinni sem er komin í umferð, má sjá karlkyns hlébarða éta maka sinn sem svelti í hel. Ellefu ljón og sex hlébarðar hafa þegar drepist og sjá má að mörg dýranna eru orðin grindhoruð af næringarskorti. Hópurinn hefur safnað peningum og mat til þess að koma dýrunum til aðstoðar. Á Facebooksíðu þeirra má fylgjast með því hvernig gengur. „Björgunaraðgerðir eru hafnar, en þetta virðist vera nánast óyfir- stíganlegt verkefni sem krefst mik- ils stuðnings og mikilla fjárhæða til að halda dýrunum á lífi,“ segir einn aðstandenda hópsins, Chantal Jon- kergouw. Hún bendir á að hlébarði þarf tvö til fjögur kíló af kjöti á dag. Ljón þurfa 4–5 kíló. Þar að auki er mikil þörf á aðstoð dýralækna og mikilvægt að dýrin fái lyf og verði bólusett. Ástandið er ekki að- eins slæmt fyrir dýrin en Sameinuðu þjóðirn- ar áætla að 21,2 millj- ónir manna í Jemen, alls 82 prósent íbúa- fjöldans þar, þurfi aðstoð vegna stríðsátaka þar, en landið er eitt óstöðugasta ríki heims. n Dýrin svelta í dauðagarðinum n Skelfilegar aðstæður í dýragarði í Yemen n Dýr þjást Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Skelfilegar aðstæður Hér má sjá ljón sem hefur nánast soltið.„Björgunar- aðgerðir eru hafnar. Hræ Blettatígurinn hafði þurft að bjarga sér sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.