Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 19.–22. febrúar 2016 granda Starfsmenn Kaupþings fengu hundruð milljóna í bónus eftir nauðasamning n Kaupþing greiddi út bónusa til tugi starfsmanna í byrjun árs n Hæstu greiðslurnar námu 30 til 50 milljónum n Kaupþing fækkar fólki Hundruð milljóna króna bónusgreiðslur Kaupþings voru inntar af hendi aðeins ríflega tveimur vikum eftir að íslenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki, greiddi 20–30 núverandi og fyrrverandi starfsmönnum félagsins yfir 3 milljarða króna í bónus. Þrátt fyrir að sumir lykilstjórnendur Kaupþings hafi fengið veglega bónusa – á bilinu 30 til 50 milljónir – þá komast þeir ekki í hálfkvisti við þær bón- usgreiðslur sem nokkrir af helstu stjórnendum ALMC fengu í sinn hlut um miðjan desember á síðasta ári. Þannig námu bón- usgreiðslur til nokkurra lykilstjórnenda ALMC, eins og upplýst var um í forsíðufrétt DV síð- astliðinn þriðjudag, hundruðum milljóna króna á mann. Þar var meðal annars um að ræða þá Óttar Pálsson, hæstarétt- arlögmann hjá LOGOS og stjórnarmann í ALMC, og Jakob Ásmundsson, fyrrverandi forstjóra Straums fjárfestingabanka, en hann gegndi starfi fjármálastjóra ALMC fram til ársins 2013. Óttar er á meðal þeirra sem tilnefndir eru í fimm manna stjórn hins nýja eignarhaldsfélags Kaupþings. Bónusar ALMC, sem áætlað var í ársbyrjun 2015 að myndu nema samtals 23 milljónum evra, jafnvirði 3,3 milljarða króna, eru langsamlega hæstu bón- usgreiðslur sem greiddar hafa verið af íslensku félagi allt frá falli fjármálakerf- isins haustið 2008. Að meðaltali námu þær um 100 milljónum á starfs- mann. Sumir fengu hins vegar mun meira, aðrir talsvert minna. Af þeim um það bil 20–30 núverandi og fyrrverandi starfsmönn- um ALMC sem fengu slíkar bónusgreiðslur undir lok síðasta árs er meirihluti þeirra erlendir aðilar. Hins vegar er einnig um að ræða Íslendinga sem hafa starfað fyrir bæði ALMC og Straum fjárfestinga- banka á undanförnum árum. Á meðal þeirra lykilstjórnenda sem fengu langsamlega hæstu bónusgreiðslurnar frá ALMC eru – fyrir utan þá Óttar og Jakob – þeir Andrew Bernhardt og Christopher Perrin. Þeir sitja í stjórn ALMC ásamt Óttari. Aðrir Íslendingar sem áttu rétt á umtalsverðum bónusgreiðslum frá ALMC voru þau Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Fossa Markaða, og Magnús Ingi Einarsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kviku fjárfestingabanka. Fengu margfalt hærri bónusa en starfsmenn Kaupþings um króna, eða sem nemur að með- altali 7 milljónum króna á mann á mánuði. Þá samþykktu kröfuhaf- ar Kaupþings að setja að lágmarki tíu milljarða króna í sérstakan sjóð til að tryggja skaðleysi slitastjórn- ar í allt að tólf ár eftir nauðasamn- ing. Geta meðlimir slitastjórn- ar þannig gengið á sjóðinn til að standa straum af ýmsum kostnaði sem kann að falla á þá vegna mögu- legra málsókna. Kröfuhafar Kaupþings sam- þykktu sem kunnugt er á síðasta ári stöðugleikaskilyrði íslenskra stjórnvalda sem fólust meðal annars í framsali innlendra eigna sem voru bókfærðar á 120 millj- arða króna auk þess að koma að fjármögnun Arion banka í erlendri mynt til langs tíma. Kröfuhafar Kaupþings hafa heimild til að draga frá allt að 5 milljarða króna af stöð- ugleikaframlagi sínu til stjórnvalda til að standa straum af rekstrar- kostnaði sem stofnast til við rekstur Kaupþings á Íslandi en undir þá frádráttarheimild falla hins vegar ekki bónusgreiðslur líkt og þær sem núna hafa verið inntar af hendi til starfsmanna. Jóhannes yfir vandræðaeignum Fyrsti hluthafafundur eignarhalds- félags Kaupþings fer fram 29. febr- úar næstkomandi og mun þá ný fimm manna stjórn taka form- lega við félaginu. Hlutverk henn- ar verður að hafa umsjón með óseldum eignum Kaupþings, sem nema nærri 400 milljörðum og munar mestu um 87% hlut í Arion banka, og umbreyta þeim í laust fé og úthluta til kröfuhafa. Starf- andi stjórnarmenn verða Jóhann- es Rúnar og Bretinn Matthew Turner en hann hefur starfað sem ráðgjafi Kaupþings allt frá árinu 2013 þegar kröfuhafar tilnefndu hann sem forstjóra félagsins eftir nauðasamning. Hefur hann með- al annars setið í stjórnum Karen Millen og Aurora Fashions á þeim tíma en samkvæmt heimildum DV stendur núna til að hann muni gegna stöðu framkvæmdastjóra eignastýringar Kaupþings. Jó- hannes Rúnar verður hins vegar framkvæmdastjóri yfir þeim eign- um sem skilgreinast sem vand- ræðaeignir (NOA lánasafnið) en um mitt síðasta ár nam bókfært virði þeirra, en nánast einungis er um að ræða eignir í Bretlandi, tæplega 29 milljörðum króna. Þá verða einnig í stjórninni Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður hjá LOGOS og helsti ráðgjafi kröf- uhafa gömlu bankanna um árabil, Paul Copley, endur- skoðandi og einn af með- eigendum PwC í London, og Alan J. Carr, bandarískur lög- maður. Samkvæmt heimildum DV verður Paul Copley stjórnar- formaður Kaupþings en hann var á meðal þeirra sem stýrðu fjár- hagslegri endurskipulagningu fjár- festingabankans Lehman Brothers í Evrópu. Helstu eigendur Kaupþings eft- ir nauðasamning eru bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Abrams Capital og York Global. Samtals voru rúmlega tvö þúsund kröfuhafar hluti af nauðasamningi Kaupþings og verða því hluthaf- ar í hinu nýja eignarhaldsfélagi. Á meðal þeirra er Eignasafn Seðla- banka Íslands (ESÍ) en hlutur þess verður tæplega 6% sem gerir ESÍ að fjórða stærsta einstaka hlut- hafa Kaupþings. Fyrirséð er hins vegar að hluthöfum fækki mikið á komandi mánuðum og misserum samhliða því að stærstu eigendur Kaupþings munu kaupa út smærri aðila. n Kolbeinn segist ekki hafa fengið bónus frá Kaupþingi Kolbeinn Árnason, fyrrverandi yfirlög- fræðingur Kaupþings, er ekki í þeim hópi sem fékk greiddan bónus frá slitabúinu í upphafi þessa árs. Kolbeinn lét af störfum sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings sumarið 2013 og tók í kjölfarið við starfi framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útgerðar- manna (núna Samtök fyrirtækja í sjávarút- vegi, SFS) í ágúst sama ár. Kolbeinn hafði verið einn af lykilstarfsmönnum slitabúsins og unnið náið með slitastjórn og helstu ráðgjöfum kröfuhafa við að útbúa þann nauða- samning sem var lagður fyrir Seðlabankann í október 2012 en hlaut aldrei brautargengi. Í tilkynningu Kaupþings vegna starfsloka Kolbeins kom fram að hann myndi áfram starfa sem ráðgjafi Kaupþings. Að ósk slitastjórnar búsins myndi hann sinna „verkefnum sem tengjast undirbúningi að framlagn- ingu fyrirhugaðs nauðsamnings Kaupþings“, var haft eftir Kolbeini í tilkynningunni. Aðspurður hvort hann hafi verið hluti af þeim starfsmönnum sem áttu rétt á bónusgreiðslum frá Kaup- þingi, meðal annars vegna þessara ráðgjafarverkefna, segir Kolbeinn svo ekki vera. „Ég hvorki fékk slíkan bónus né átti ég rétt á honum. Ég lauk þar störfum fyrir næstum tveimur árum og skyldum og réttindum mínum gagnvart Kaupþingi er lokið,“ sagði Kolbeinn í skriflegu svari til DV. Skuldaskilum lokið Á árunum 2012 og 2013 var samið við marga starfsmenn Kaupþings um að þeir myndu fá bónusa ef skuldaskilum bankans myndi ljúka með nauðasamningi. Mynd Stefán KarlSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.