Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 19
Helgarblað 19.–22. febrúar 2016 Umræða Stjórnmál 19 Bylgja óánægjuafla ógnar gamalgrónu valdakerfi Evrópu Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket Þá voru gyðingar helsta ógnin, nú er það íslam Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði Sterkur samhljómur er með evrópskum hægriflokkum nútímans og fasískum hægriflokkum á fyrri helmingi 20. aldar. Þannig má líta á Front National í Frakklandi sem arftaka Action Française hreyfingarinnar sem varð til í lok 19. aldar, og þeirra stjórnmálaafla sem stóðu að baki Vichy- stjórninni, leppstjórn nasista, í Frakklandi á tímum síðari heimsstyrjaldar. Það sem helst einkenndi hugmynda- fræði þessara hreyfinga var öfgakennd þjóðernisstefna, gyðingahatur, útlendingahatur, sterk vantrú á einstaklingshyggju og fylgispekt við leiðtoga. Slíkir flokkar náðu verulegum vinsældum víða í Evrópu á tímum kreppunn- ar miklu, ekki síst á Ítalíu og Austur-Evrópu – og líta má á Nasistaflokk- inn í Þýskalandi sem eina birtingarmynd þessara fasísku hreyfinga. Fasisminn beið hugmyndafræðilegt skipbrot í átökum síð- ari heimsstyrjaldar, ekki síst eftir að fólk gerði sér fulla grein fyrir þeim hörmungum sem þessi stjórnmálastefna, í sínum mörgu birtingarmyndum, hafði leitt af sér. Það þýðir þó ekki að þau sjónarmið sem þessi flokkar héldu á loft hafi tapað öllu fylgi eða hljómgrunni. Þannig hefur vaxandi alþjóðavæðing á síð- ustu áratugum, aukin samþætting Evrópu, innflutn- ingur fólks frá öðrum heimsálfum og andúð á mú- hameðstrúarfólki dregið þessar pólitísku tilfinningar fram á ný. Vissulega eru aðstæður mjög ólíkar nú frá því sem var á fyrri hluta síðustu aldar og baráttumálin því önnur. Tengslin á milli fasistaflokka fortíðar og þjóðernisöfgaflokka nútímans eru líka yfirleitt óbein. Báðar hreyfingarnar spretta þó úr svipuðum jarðvegi og höfða til svipaðra hugmynda: útlendingahaturs, andúðar gegn öðrum trúarbrögðum en kristni (þá þótti gyðingdómur helsta ógnin, en nú er það íslam), og ótta við hnignun þjóðlegra gilda. Erfitt er spá fyrir um hver þróunin verður á næstu árum, en reynsla sögunnar kennir okkur að taka þessa flokka alvarlega. Ungverjaland – Jobbik Sæti á þingi: 24/199 Sæti á Evrópuþingi: 3/21 Formaður: Gábor Vona Jobbik vann mikinn sigur í þingkosningunum 2014 og er þriðji stærsti flokkur Ungverjalands. Flokknum er lýst sem „róttæk- um þjóðernisflokki“, en miðað við orð og gjörðir flokksmanna er ekki óvarlegt að kalla hann fasistaflokk. Jobbik boðar róttæk kristin gildi og berst gegn alþjóðavæðingu, Evrópusamstarfi, sí- onisma og alþjóðakapítalisma. Færa má rök fyrir því að Fidesz, flokkur forsætisráðherrans Viktors Orbán sem hefur tekið síðustu tvennar kosningar með trompi, eigi heima í þessari upptalningu líka. Enda orðræða hans og aðgerðir gegn flótta- mönnum mjög í takt við sambærilega hægri popúlistaflokka. Grikkland – Syriza Sæti á þingi: 144/300 Sæti á Evrópuþingi: 4/21 Formaður: Alexis Tsipras Það var enginn skortur á andkerfisflokkum í kjölfar efna- hagshrunsins í Grikklandi og hafa fasistarnir og fantarnir í Gullinni Dögun notið nokkurrar hylli og náðu þeir til að mynda 18 mönnum á þing í síðari þingkosningunum í fyrra. En sá andkerfisflokkur sem mestrar hylli hefur notið er róttæki vinstri flokkurinn Syriza sem nú heldur um stjórnartaumana í Grikklandi. Andstaðan við harðar niðurskurðaraðgerðir fleytti flokknum langt en heldur hefur dregið úr róttækni samhliða auknum áhrifum. Svíþjóð – Svíþjóðardemókratar Sæti á þingi: 49/349 Sæti á Evrópuþingi: 2/20 Formaður: Jimmie Åkesson Svíþjóðardemókratar hafa verið í mikilli uppsveiflu undanfarin ár. Flokkurinn var stofnaður 1988 en var löngum jaðarflokkur þar til hann fór að sanka að sér fylgi í sveitastjórnarkosningum 2006. Í síðustu þingkosningum fékk flokkurinn 14 prósent þingsæta. Rætur flokksins liggja í fasisahreyfingum 9. áratugarins og hefur flokkurinn ítrekað verið bendlaður við öfgahópa og útlendingahatur þótt flokksmenn sverji allt slíkt af sér. Fylgi flokksins í könnunum hefur aukist all verulega samhliða auknum straumi flóttamanna til Sví- þjóðar, enda Svíþjóðardemókratar rekið harða innflytjendastefnu. Fjölmiðlar meinuðu lengi vel flokknum að kaupa auglýsingar en nú hafa allir miðlar, að Expressen undanskildu, látið af þeirri stefnu. Pólland – Kukiz´15 Sæti í neðri deild: 40/460 Formaður: Pawel Kukiz Kukiz´15, sem reyndar er ekki skráður stjórnmálaflokk- ur, er afkvæmi Pawels Kukuz, fyrrum pönksöngvara sem bauð sig fram til forseta í fyrra og varð þriðji í kjörinu. Hreyfingin nýtur mikillar hylli á meðal ungra kjósenda, en helsta kosningamál hennar var að breyta kosningakerfinu með því að taka upp einmenningskjör- dæmi í stað hlutfallskosningar. Stefnuskráin er að öðru leyti í anda hægri sinnaðra popúlistaflokka í Evrópu. Finnland – Sannir Finnar Sæti á þingi: 38/200 Sæti á Evrópuþingi: 2/13 Formaður: Timo Soini Undarleg samsuða af vinstri efnahagsstefnu, íhaldssöm- um félagslegum gildum og stækri þjóðernishyggju hafa ruglað fræðimenn í ríminu því þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að stimpla Sanna Finna, en flestir eru þó sammála um að þeir séu popúlistar sem ala á andúð í garð innflytjenda. Sem aflar þeim vinsælda því þeir fengu tæplega 18 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum og eru næst stærsti flokkur Finnlands í augnablikinu og það skilaði þeim í ríkisstjórn. Sjálfir kalla þeir sig miðjumenn. „ Reynsla sögunnar kennir okkur að taka þessa flokka alvarlega Austurríki – Frelsisflokkurinn Þingmenn í þjóðarráði: 38/183 Þingmenn í sambandsráði: 13/61 Þingmenn á Evrópuþingi: 4/18 Formaður: Heinz-Christian Strache Frelsisflokkurinn (FPÖ) er einn rótgrónasti hægri popúlista- flokkur Evrópu. Hann tók skarpa hægri beygju þegar hinn um- deildi Jörg Haider tók við formennsku á 9. áratugnum og komst til áhrifa eftir stórsigur í kosningunum 1999 þegar hann fékk 26,9 prósent atkvæða. Flokknum gekk herfilega í ríkisstjórn og fylgið hrundi af honum, en hefur náð vopnum eftir að Strache tók við. Andúð á útlendingum hefur loðað við flokkinn sem talar mjög gegn innflytjendum, einkum frá löndum múslima. FPÖ hefur efasemdir í garð ESB og tekur harða afstöðu með Ísrael.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.