Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 19.–22. febrúar 201632 Menning JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is F rá upphafi ljósvakamiðlunar hefur efni verið varpað til al- mennings eftir línulegri dag- skrá. Stjórnendur fjölmiðla hafa ákveðið dagskrána, út- varps- eða sjónvarpstækið tekið við útsendingum miðlanna og notandinn þurft að neyta efnis eftir þeirri for- skrift. Í tæpa öld hefur íslenskt þjóðfé- lag á margan hátt verið skipulagt eft- ir dagskrá útvarps og sjónvarps. Ljós- vakamiðlarnir hafa sameinað fólk í sameiginlegri upplifun á efni og á kaffistofum hefur verið talað um þætti gærkvöldsins. Viðfangsefni og skoð- anir þjóðarinnar hafa mótast út frá því efni sem hefur birst í línulegri dag- skrá. Nú keppist málsmetandi fólk hins vegar við að lýsa endalokum línu- legrar dagskrár. Efnisveitur á borð við Netflix, æskimyndakerfi (VOD-leig- ur) og hliðruð dagskrá býður einstak- lingnum upp á að horfa á efni að eigin vali, í eigin tæki, hvenær sem honum hentar. Úrvalið er óendanlegt og fjöl- breytnin ótrúleg. En hvaða áhrif myndi dauði línu- legrar dagskrá hafa á samfélagið? Munum við halda áfram að sækja í hina sameiginlegu upplifun í línu- legri dagskrá? Mun sameiginlegur reynsluheimur þjóðarinnar minnka og sundurlyndi aukast meðfram frels- inu? DV veltir fyrir sér upphafi og mögulegum endalokum línulegrar dagskrár, áhrifum þeirra og samfé- lagslegum afleiðingum. Línuleg dagskrá verður til Til að fræðast um upphaf línulegr- ar dagskrár leitaði DV til eins helsta fjölmiðlasérfræðings þjóðarinnar, Þorbjörns Broddasonar. Til að skilja hvaða áhrif endalok línulegrar dag- skrár í fjölmiðlum gætu haft þurfum við fyrst að skilja hvaða áhrif hún hafði þegar hún kom fyrst fram. Í gegnum aldirnar hafa kirkjan, sögur og bækur búið til sameiginlegan reynsluheim þjóðarinnar. Dagblöð komu svo fram á öðrum áratug 20. aldarinnar, en dreifingin var stopul og náði ekki til allra landsmanna á sama tíma. Þessir miðlar voru ekki þess eðl- is að allir gætu upplifað sömu hlutina og tekið þátt í sömu viðburðunum á n Netflix, VOD og Tímaflakk n Er línuleg dagskrá búin að vera? n Tengsl sjónvarps og samkenndar Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Dagskrárlok? Fylgjast ekki með dagskránni Horfa 36 prósent minna á línulega dagskrá „Hesturinn þótti góður fararskjóti þangað til bíllinn var búinn til. Á sama hátt mun öld sjónvarpsstöðvanna líklega bara end- ast fram til 2030,“ sagði Reed Hastings, framkvæmdastjóri efnisveitunnar Netflix, fyrir um ári síðan. Það er ljóst að sjónvarpsstöðvar með hefðbundna línulega dagskrá eiga undir högg að sækja. Samkvæmt mælingum Capacent á sjónvarpsáhorfi Íslendinga dróst áhorf á línulega dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva til að mynda saman um 36 prósent frá 2008 til 2014 – en í aldurs- hópnum 12 til 49 ára minnkaði áhorfið enn meira, eða um 46 prósent. Gera má ráð fyrir að áhorfið hafi minnkað enn meira, en síðan þá hefur efnisveitan Netflix til dæmis opnað fyrir þjónustu sína á landinu. Í stað þess að fylgja línulegri dagskrá horfir fólk í auknum mæli á sjónvarps- efni í gegnum net-efnisveitur á borð við Netflix, Hulu eða Amazon, sem það tengir við sjónvarpstækið; í gegnum æskimyndakerfi (en svo hefur Video On Demand-tæknin verið nefnd á íslensku); og í gegnum tæki sem bjóða upp á hliðrað áhorf, svo sem Tímaflakk Símans og Sarpinn á RÚV. 20 14 20 13 20 10 20 08 Meðalfjöldi mínútna sem hver einstaklingur horfir á sjónvarp 200100 300 400 500 600 700 800 900 1000 11000 1197 mínútur 760 mínútur 742 mínútur 1010 mínútur „Twitter er einhver besti vinur línulegrar dag- skrár sem hugsast getur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.