Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 19.–22. febrúar 201618 Umræða Stjórnmál Fara úr fasískum klæðum í jakkaföt Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði Uppgangur þess þjóðernispopúlisma á Vesturlöndum sem eftir seinna stríð byggist á menningarlegum rasisma fremur en líffræðilegum, þeirri trú að til séu æðri og þá óæðri menningarheildir og að ólíkar þjóðir eigi að hald- ast aðskildar, hefur gengið í bylgjum. Allar hafa risið í kjölfar áfallakrísu og hver haft sín einkenni. Fyrsta bylgjan reis í kjölfar olíukreppunnar á fyrri hluta áttunda áratugarins þegar fylkingar í Evrópu fóru að setja sig upp á móti innflytjendum sem þá voru komnir til álfunnar í nokkuð stríðum straumum, til starfa við að endurreisa efnahag Evrópuríkja eftir stríðin ógurlegu, önnur bylgjan birtist svo í snoðinkollahreyfingum um og eftir fall Berlínarmúrsins og sú þriðja hófst í kjölfar fjármálakrísunnar 2008 – nú erum við væntan- lega á toppi þriðju bylgjunnar. Fyrst um sinn voru hreyfingar af þessum toga ekki teknar alvarlega í siðaðri stjórnmálaumræðu, taldir bjálfar á jaðri þjóðmálaumræðunnar, en smám saman náðu þær hylli almennings. Og svo fjölmiðla eftir því sem hefðbundnum hliðvörslufjölmiðlum fór hnignandi. Forsvarsmennirnir urðu líka færari, lögðu frá sér rasistatáknin, fóru úr fasískum einkennisklæðum og settu vatnsgreiddir upp hefð- bundin hálsbindi. Færðust þannig út af jaðrinum og inn í sjálfa þjóðfélagsmiðjuna. Næsti fasinn fólst í því að færa umræðuna smám saman inn á vettvang þjóðernispopúl- ismans þannig að nú hverfist evrópsk stjórnmálaumræða að miklu leyti um þeirra mál og smám saman hefur það sem áður þótti óboðlegt í umræðunni orðið að viðtekinni skoðun – eins og til að mynda þeirri í Dan- mörku að stöðugt þurfi að þrengja að möguleikum flóttafólks til þess að flytjast til landsins og að eðlilegt sé að stöðva för fólks í snarauknun mæli frá því sem áður var. Og stöðugt þrengist að borgararéttindum – nokkuð andstöðulítið. Athyglisvert er, að með hverri bylgjunni hefur staða og styrkur hreyfinga þjóð- ernispopúlista í Evrópu aukist, svo nú teljast þeir til meginafla í álfunni og ekkert fararsnið virðist á. Sömuleiðis hefur andstaðan við slíka pólitík sem byggist á þjóðernisáherslu og aðskilnaði menningarheilda minnkað eftir því sem fjær hefur liðið frá styrjöldunum miklu. H ið pólitíska valdakerfi í Evrópu nötrar, sem endur- speglast í hröðum upp- gangi popúlista-, öfga- og andkerfisflokka sem hafa gert hina gamalgrónu stjórnmálael- ítu að skotspóni. Það er sama hvert litið er - til rótgróinna velferðarríkja á Norðurlöndum, nýrra lýðræðis- ríkja í Austur-Evrópu eða efnahags- lega laskaðra ríkja Suður-Evrópu – nær alls staðar eiga hinir hefð- bundnu flokkar í vök að verjast. Þótt athyglin hafi að miklu leyti beinst að öfgasinnuðum hægri flokk- um sem hafa gert innflytjendur að blóraböggli fyrir það sem aflaga fer í samfélaginu, þá er langt í frá hægt að setja þá alla undir einn hatt. Þess- ir flokkar eru alls konar, þótt vissu- lega séu sumir flokkar hættulegri en aðrir. Sumir skilgreina sig til vinstri eins og Syriza í Grikklandi, aðrir til hægri eins og Norðurbandalagið á Ítalíu. Þótt margir taki harða afstöðu gegn innflutningi fólks utan Evrópu, og sumir beinlínis fasískir samanber Gullin dögun í Grikklandi, hvetja aðrir jafnvel til meiri innflutnings fólks, þótt slíkt sé undantekningin. Sumir fyrirlíta Evrópusambandið og alþjóðavæðinguna á meðan aðrir eru gagnrýnni á einstaka stefnumál og kalla eftir breytingum. Og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir ólíka eiginleika og mis- munandi aðferðafræði eiga þeir eitt sameiginlegt – þeir berjast gegn kerfinu eins og það er og vilja rót- tækar breytingar, í orði að minnsta kosti. Líkt og Eiríkur Bergmann og Guðmundur Hálfdánarson benda á er afar frjór jarðvegur fyrir flokka af þessu tagi. Vesturlönd glíma enn við afleiðingar dýpstu fjár- málakreppu síð- an á 3. og 4. ára- tug síðustu aldar. Velferðarkerfi eiga víða undir högg að sækja og ójöfnuður er að aukast. Við þetta bætast mestu fólksflutn- ingar síðan á tímum síðari heims- styrjaldar þar sem hundruð þús- unda flóttamanna flýja blóðug átök í Miðausturlöndum. Getuleysi hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka til að takast á við vandann veitir and- kerfisflokkum byr undir báða vængi. Meðfylgjandi kort er ætlað gefa lesendum örlitla innsýn í uppgang þessara flokka, hvað þeir standa fyrir og hver áhrif þeirra eru. n Bylgja óánægjuafla ógnar gamalgrónu valdakerfi Evrópu Magnús Geir Eyjólfsson mge@eyjan.is n Boða einfaldar lausnir á flóknum vanda n Innflytjendur oftar en ekki gerðir að blóraböggli Noregur – Framfaraflokkurinn Sæti á þingi: 29/169 Formaður: Siv Jensen Framfaraflokkurinn var næst stærsti flokkur Noregs á árunum 1997 til 2009, en er nú sá þriðji stærsti. Lengi vel vildu aðrir flokkar ekkert með Framfara- flokkinn hafa vegna stefnu hans í innflytjendamál- um, en situr nú í ríkisstjórn með íhaldsmönnum. Undir Siv Jensen hefur flokkurinn unnið að því að mýkja stefnuna og byggja brýr yfir til annarra flokka. Þrátt fyrir harða stefnu í innflytjendamálum er flokkurinn langt í frá jafn róttækur og popúlískur og sambærilegir flokkar á meginlandinu. Belgía – Vlaams Belang Þingsæti í neðri deild: 3/87 Þingsæti í efri deild: 2/87 Þingsæti á Evrópuþingi: 1/12 Formaður: Tom Van Grieken Hægri sinnaður, þjóðernissinnaður Flæmingjaflokkur sem áður hét Vlaams Blok, en sá flokkur var bannaður vegna kynþáttahaturs. Andúðin var tónuð niður við stofnun nýja flokksins, en stefnan í grunninn sú sama. Aðrir flokkar hafa, með góðum árangri, kerfis- bundið útilokað flokkinn frá hvers kyns áhrifum. Flokkurinn boðar sjálfstæði Flæmingja, er andvígur múslimum og hefur þar af leiðandi sérstakt dálæti á Ísrael. Bretland – UKIP Þingmenn í neðri deild: 1/650 Þingmenn í efri deild: 3/816 Þingmenn á Evrópuþ.: 22/73 Formaður: Nigel Farage Mikill völlur hefur verið á UKIP og formanninum Farage undanfarin ár, þótt árangurinn hafi fyrst og fremst verið bundinn við Evrópuþingskosn- ingar, en kosningakerfið hefur komið í veg fyrir frekari hlutdeild á þjóðþinginu. Áhrif flokksins heima fyrir eru þó meiri en þingstyrkur segir til um. UKIP leiðir baráttuna gegn útgöngu Bretlands úr ESB og hefur tekist að beygja stefnu Íhalds- flokksins, bæði í Evrópumálum og innflytjendamálum. Spánn – Podemos Sæti í neðri deild: 65/350 Sæti í efri deild: 23/266 Formaður: Pablo Iglesias Podemos tókst í nýafstöðnum kosningum að brjóta á bak aftur áratuga langt valdakerfi ráðandi flokka, þrátt fyrir að vera einungis tveggja ára gamall. Podemos spratt upp úr mótmælaöldu gegn ójöfnuði, óráðsíu og spillingu á Spáni og boðar róttækar lýðræðis- og stjórnkerfisumbætur, auk þess að binda enda á harðar niðurskurðaraðgerðir sem gripið var til eftir kreppuna. Ólíkt mörgum öðrum andkerfisflokkum hefur Podemos ekki skellt skuldinni af vandræðum Spánar á innflytj- endur, heldur hefur hann beint spjótum sínum að valdaelítunni. Danmörk – Þjóðarflokkurinn Sæti á þjóðþingi: 37/179 Sæti á Evrópuþingi: 4/13 Formaður: Kristian Thulesen Dahl Með áhrifameiri andkerfisflokkum Evrópu, skilgreindur sem hægri popúlistaflokkur eða í sumum tilvikum öfga hægri flokkur. Þjóðar- flokkurinn hefur frá því hann var stofnaður 1995 talað hátt gegn inn- flytjendum og fjölmenningu og var þess vegna haldið kerfisbundið frá áhrifum af öðrum flokkum. Það hefur breyst og ver nú Þjóðarflokkurinn minnihlutastjórn Venstre falli. Fyrir vikið hefur flokkurinn fengið ýmsum stefnumálum í innflytjendamálum framgengt, til að mynda umdeild lög sem heimila stjórnvöldum að gera reiðufé og skartgripi flóttamanna upptæka. Þýskaland – Die Linke Sæti á þingi: 64/631 Sæti á Evrópuþingi: 7/96 Formenn: Katja Kipping og Bernd Riexinger Róttækur vinstri flokkur sem vann mikinn kosningasigur 2013 þegar hann fékk 8,6 prósent atkvæða. Umdeildur sökum tengsla við kommúnista í Austur-Þýska- landi og hluti flokksmanna er sagður hafa starfað fyrir Stasi. Efnahagsstefna Die Lin- ke er mjög vinstri sinnuð, en ólíkt mörgum andkerfisflokkum er flokkurinn hlynntur Evrópusamstarfi og hvetur til umbóta á þeim vettvangi. Annar andkerfisflokkur á uppleið er Alternativ für Deutschland sem var stofnaður vegna andstöðu við stefnu stjórnvalda í málefnum evrusvæðisins. Boðar aukið beint lýðræði og samsvarar sér við aðra hægri popúlistaflokka með and- stöðu við innflytjendur og gegn lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra. Ítalía – Fimm stjörnu hreyfingin Sæti í neðri deild: 91/630 Sæti í efri deild: 35/315 Sæti á Evrópuþingi: 17/73 Formaður: Bepe Grillo Þrátt fyrir svarta sögu fasismans á Ítalíu er grunnt á honum og hafa flokkar með slíka tilhneigingu, til að mynda Norðurbandalagið og Bræður Ítalíu, verið að sækja í sig veðrið. En sú andkerfishreyfing sem hefur notið mestrar hylli er Fimm stjörnu hreyfing grínistans og bloggarans Beppe Grillo sem fékk næst flest atkvæði í kosningum til neðri deildar. Hreyfingin boðar valdið til fólksins með beinu lýðræði, er afar umhverfisvæn, leggur höf- uðáherslu á internetið og er tortryggin á framgang alþjóðavæðingar. En fyrst og fremst er það linnulaus og réttmæt gagnrýni á rotið kerfi sem er grundvöllurinn að árangrinum. Sviss – SVP Þingmenn: 65/200 Formaður: Toni Brunner SVP vann sinn stærsta kosn- ingasigur í fyrra þegar hann fékk 29,4 prósent atkvæða í þingkosningum. Sigurinn var rakinn til flóttamannavandans í Evrópu, enda innflytjendamál eitt helsta stefnumál flokksins. Flokksmenn eru einkar gagnrýnir á Íslam sem endurspeglaðist meðal annar þegar hann hafði í gegn bann við byggingu nýrra bænaturna á moskum. Holland – Frelsisflokkurinn Þingmenn í neðri deild: 12/150 Þingmenn í efri deild: 9/75 Þingmenn á Evrópuþingi: 4/26 Formaður: Geert Wilders Klassískur þjóðernissinnaður hægri popúlistaflokkur sem hefur náð traustri fótfestu og er nú þriðji stærsti flokkur Hollands. Stofnaður árið 2005 í kringum hinn litríka og umdeilda Geert Wilders. Elur á tortryggni gagnvart inn- flytjendum, sama hvaðan þeir koma, vill Holland úr ESB og slíta öll samskipti við Palestínu. Frakkland – National Front Þingmenn í neðri deild: 2/577 Þingmenn í efri deild: 2/348 Þingmenn á Evrópuþingi: 21/74 Formaður: Marie Le Pen National Front var hreinn og beinn öfgaflokkur undir stjórn Jean-Marie Le Pen, stofnanda flokksins, sem átti það til að daðra við nasista. Dóttir hans Marie Le Pen tók við flokknum 2011, mýkti stefnuna og losaði sig við mestu rugludallana, þar með talið föður sinn. Flokkurinn er þó enn andvígur innflytjendum, einkum og sér í lagi múslimum, og berst gegn alþjóðavæðingu og ESB. Þótt NF eigi fá fulltrúa á þjóþingi hefur hann átt góðu gengi að fagna í Evrópuþings- og sveitastjórnarkosningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.