Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Síða 33
Helgarblað 19.–22. febrúar 2016 Sport 29 stál í stál. Þetta er hörku sport. Þegar ég var komin á hliðarlínuna þá áttaði ég mig loksins á þessu. Fyrir vikið er ekk- ert skrítið að fólk slasist og meiði sig.“ Vissi strax hvað gerðist „Ég sleit seinna krossbandið í síð- asta deildarleik með Levanger áður en landsliðið hittist til að æfa fyr- ir heimsmeistaramótið í Brasilíu með landsliðinu. Það voru fimm mínútur eftir af leiknum. Ég vissi strax hvað hafði gerst, enda hafði ég gengið í gegnum þetta áður, þegar ég var yngri. Ég fann smellinn og trylltist eiginlega því ég vissi strax að HM í Brasilíu væri búið fyrir mér, það var það fyrsta sem ég hugsaði. Þegar sjúkraþjálfarinn kom inn á þá öskraði ég á vesalings manninn að láta mig í friði, ekki snerta mig, því krossbandið væri farið,“ segir hún. „Þetta var mjög svekkjandi,“ seg- ir hún, en það sem var kannski einna mest svekkjandi er að nokkru áður hafði hún verið þátttakandi í stórri rannsókn norska handknattleikssam- bandsins þar sem hún fékk að heyra það frá læknum og sérfræðingum að hún væri með sérstaklega sterk og góð hné – eiginlega frábær hné enda hafði hún þjálfað þau vel upp eftir fyrra krossbandsslitið. Krossbandsmeiðsl eru mun al- gengari hjá konum en körlum, þó að ástæðan fyrir því sé ekki alveg ljós. „Þetta var líklega bara óheppni, líklega var það bara eitt vitlaust skref sem ég tók,“ segir hún. Algengt er að leikmenn séu frá allt að tíu mánuði vegna slíkra meiðsla. Þegar þeir snúa aftur þarf svo nokkra mánuði til þess að þeir geti náð fyrri styrk og komið sér, andlega og lík- amlega, í leikform. Rakel Dögg reif sig upp úr krossbandsmeiðslunum og var komin aftur á völlinn níu mánuðum seinna, eftir bæði aðgerð og endurhæf- ingu. Skotið í höfuðið Stærstu og erfiðustu meiðslin á ferl- inum reyndust svo vera áverkar sem engin aðgerð eða æfing gat lagað, önn- ur en hvíldin. Rakel fékk reisupassann í handboltanum á örlagaríkri æfingu með landsliðinu í nóvember 2013. Það var ári eftir að hún sneri aftur á völl- inn eftir krossbandsslitin og hún hafði verið að vinna að því að koma sér í sitt fyrra horf. „Við vorum að æfa og ég fékk skot, í höfuðið. Það hitti illa á hægra gagn- augað. Ég datt niður í gólfið,“ seg- ir hún og segist hafa fundið fyrir ein- kennum heilahristings strax þótt hún hafi ekki áttað sig á því. „Ég var vönk- uð, en annars allt í lagi. Þetta gerðist á morgunæfingu og það var leikur um kvöldið sem ég ætlaði mér að taka þátt í. Ég fór heim, hvíldi mig og ætlaði svo auðvitað að vera með um kvöldið.” Þegar hún kom aftur um kvöldið fann hún að ekki var allt með felldu. Hávaðinn, ljósin og umhverfið höfðu slæm áhrif á hana og þegar hún byrjaði að hita upp féll hún nánast í yfirlið. „Ég fór heim og hvíldi mig aðeins meira. Ég hélt að ég yrði bara fín eftir helgina, kannski eftir viku.“ Svo var ekki raunin og fór hún á bráðamóttökuna þremur dögum eft- ir höggið. Um helgina hafði hún farið í bíó og eftir þá ferð þurfti kærasti henn- ar að bera hana upp stigana heima hjá þeim, hún var svo illa haldin. Læknarnir sáu hvorki heilablæð- ingu né önnur alvarleg einkenni og Rakel Dögg var send heim. „Kannski var ekkert annað hægt að gera fyrir mig. Ég var sett í alls konar próf og þeir fundu ekkert,“ segir hún. Áfram liðu dagarnir og henni leið ekkert betur. Hún komst ekki í jólaprófin í háskólan- um og jólin voru erfiður tími. „Ég var slæm allan desember. Ég komst ekki á æfingar og átti mjög erfitt með að fara í boð yfir hátíðirnar og taka þátt í öllu því tengdu,“ segir hún. Á nýju ári leið henni aðeins betur og hún prófaði að mæta aftur á æfingu. „Ég var bara með í upphitun, bara í ró- legheitunum. Ég fór svo heim og hægt og rólega helltist yfir mig mikil vanlíð- an. Mér hefur aldrei liðið eins illa og sólarhring eftir æfinguna. Ég grét af vanlíðan og skyldi ekki hvað var að ger- ast.“ Þetta voru eftirköst höfuðhöggsins og því fylgdu hræðilegir höfuðverk- ir. Rakel Dögg gat ekki haft ljós hjá sér, horft á sjónvarp eða lesið bók. Óvissan var verst „Þetta var svo mikil óvissa. Einn daginn leið mér ágætlega og þann næsta var ég rúmliggjandi. Ég fékk bara einhvern bolta í höfuðið og skyndilega leið mér skelfilega. Ég fékk högg í nóvember og það er kominn febrúar og ég komst ekki fram úr rúminu. Ég gat ekki farið svo mikið sem í göngutúr án þess að þurfa að leggja mig – jafnvel í tvo daga,“ segir hún. Henni var á endanum vísað á Grensásdeild Landspítalans, tæpum þremur mánuðum eftir höfuðhöggið. „Á Grensás hitti ég teymi sem sérhæf- ir sig í höfuðáverkum. Það var ótrúlega gott að hitta þau,“ segir hún, enda hafði óvissunni fylgt mikil hræðsla. Það er erfitt að eiga við áverka sem sjást ekki á myndum eða utan á henni en það þurfti að bregðast við og veita henni þá aðstoð og stuðning til að komast í gegnum þetta enda var þetta mikið áfall. „Ég var farin að álasa sjálfri mér, hélt eiginlega að ég væri hálfgerður aumingi. Þau gátu útskýrt fyrir mér að þetta væri eðilegt og tímafrekt. Þetta færi allt eftir áverkanum og manneskj- unni sjálfri.“ Á Grensás var hún send í frekari rannsóknir og viðtalstíma. Í einum þeirra var henni sagt að hún væri ekki á leið í handbolta á ný, að minnsta kosti ekki á þessu tímabili. Þarna var ekkert hægt að gera til að byggja sig upp eftir meiðslin, eins og hún hafði gert svo oft áður. Núna þurfti hún fyrst og fremst að hvíla sig. Skórnir settir á hilluna „Þá tók ég bara þessa ákvörðun, að leggja skóna á hilluna. Það var fyrst og fremst fyrir mig. Til þess að ég væri ekki að setja pressu á sjálfa mig um að vera jafnvel tilbúin á næsta tímabili. Óvissan var svo mikil. Ég hef far- ið í gegnum meiðsli áður og veit að ef maður er með einhverja dagsetningu um endurkomu sem ekki stenst þá fer maður svo langt niður. Mér fannst þetta vera alvarlegt, þetta var auðvitað höfuðið á mér. Þau gátu ekki sagt mér hvenær ég yrði klár og þá vissi ég hvað ég varð að gera. Ég tók þessa ákvörðun fyrst og fremst fyrir sjálfa mig en líka fyrir liðið. Ég vildi ekki að þau væru að bíða eftir mér. Með þessu fór öll pressa af mér,“ segir hún og var sátt við þessa ákvörðun þótt hún hafi aðeins verið 27 ára og talið sig eiga nóg eftir and- lega og líkamlega í handboltanum. „Það blundaði auðvitað alltaf í mér að kannski gæti ég prófað að mæta aftur einhvern daginn. En það yrði þá á mín- um eigin forsendum, ef ég treysti mér til þess. Ekki vegna þess að mér fyndist ég þurfa að gera það fyrir einhvern annan.“ Lifir lífinu Rakel Dögg finnur enn fyrir höfuð- verkjum sem rekja má beint til þessa áverka. Það hefur þó dregið mikið úr þeim. „Þegar ég horfi til baka átta ég mig betur á því hvað þetta var alvar- legt. Ég fór ótrúlega langt niður, það var stuttur í mér þráðurinn og það var örugglega erfitt að búa með mér. Mér fannst ég vera hálfgerður aumingi, sem ég var náttúrlega ekki. En ég var vön því að æfa, átta til níu sinnum í viku, og keppa stöðugt og gat ekkert gert. Ég er öll önnur í dag. Ég fæ ann- að slagið höfuðverki ef ég er undir of miklu álagi, áreiti eða átökum. Ein- kennin eru mun vægari og ganga yfir á styttri tíma en þau gerðu. Fyrir tveim- ur árum batt þetta mig við rúmið. Í dag get ég farið í vinnuna og lifað lífinu. En það er ótrúlegt að hugsa um það hvað þetta hafði mikil áhrif á líf mitt og hversu lengi,“ segir hún. Lyfti henni Það eru liðin rúm tvö ár frá höfuð- högginu og framfarirnar hafa verið sér- staklega miklar eftir að hún eignaðist son sinn síðastliðið haust. Hægt og rólega fór hún að byrja að æfa aftur í vetur. „Ég byrjaði að æfa hjá Ása, einkaþjálfara í World Class, og það gekk svo vel. Það lyfti mér svo hátt upp að ég get varla lýst því. Það var svo gaman, sérstaklega fyrstu æfingarn- ar þegar að ég fann að ég gat gert eitt- hvað og svo byrjaði ég að bæta mig,“ segir hún og lyftist öll upp. Þetta skipti öllu máli og var stór sigur eftir allt sem á undan hafði gengið fyrir atorkusama íþróttakonu. Endurkoma, en samt ekki Rakel Dögg mætti aftur á handbolta- völlinn í síðustu viku. Hún talar var- lega um allar hugmyndir um stór- ar endurkomur. Þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum og hún ætlar að sjá til. Rakel Dögg hafði mætt á nokkrar æfingar frá því í janúar og þegar einn leikmaður gat ekki verið með á föstu- daginn fyrir viku tók hún slaginn. Það kom því mörgum á óvart að sjá hana á leikskýrslu. „Foreldrar mínir vissu það bara korter í leik,“ segir hún og hlær. En hún spilaði og það var góð tilfinn- ing. Stjörnuliðið, hennar uppeldislið, hefur átt góða spretti en gæti gert bet- ur og Rakel Dögg vill vera þeim innan handar ef hún getur þótt hún sé ekki yfirlýsingaglöð. „Ég er langt frá því að vera í mínu besta standi, en ég er að gera þetta á mínum forsendum, mig langar að þetta verði skemmtilegt og ég vil þess vegna alls ekki vera með stórar yfir- lýsingar,“ segir hún. „Mér fannst ég skulda sjálfri mér það að prófa. Það var erfitt og leiðinlegt að hætta á sín- um tíma, enda var það ekki á mínum forsendum. Ég vildi prófa, mætti á æf- ingar og það gekk vel,“ segir hún. „Nú prófa ég mig bara áfram,“ segir hún. „Það er kannski skrítið en ég finn það núna, að ég er í raun hræddari um hnén á mér og líkamann en höfuðið. Það tekur á að meiðast á alla vegu.“ Akademían skiptir máli Það var gott að byrja að æfa aftur, en Rakel Dögg segist einmitt hafa æft mikið frá fyrstu tíð og hefur „aukaæf- ingin“ reynst henni vel. Svo vel raunar að þegar að því kom að flytja heim frá Noregi úr atvinnumennsku þá stofn- aði hún, ásamt handboltaþjálfaranum sínum í Levanger í Noregi, handbolta- akademíu til þess að kenna öðrum ungum stúlkum mikilvægi þess. „Ég lærði það mjög snemma að það skipti máli að æfa vel. Til að ná langt þarf maður að leggja meira á sig,“ segir hún og lýsir því hvernig hún hljóp úr skólanum, FG, á æfingu í hádeginu nánast á hverjum degi og hagaði námi við háskólann þannig að hún gæti haldið áfram krefjandi handboltaferli. Rakel Dögg og Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari íslenska kvenna- landsliðsins, fluttu bæði aftur heim til Íslands frá Noregi á svipuðum tíma. „Við sátum yfir kaffibolla í Noregi og vorum að ræða framtíðina. Þetta var rétt eftir heimsmeistaramótið í Brasilíu, það var blússandi uppgang- ur í handboltanum en það voru fá úrræði fyrir metnaðarfullar stelpur í handbolta,“ segir hún. „Ef þú varst metnaðarfull og áhugasöm stelpa sem varst að velta því fyrir þér hvað þú gætir gert til að næla þér í aukaæfingar þá var ekk- ert margt í boði. Ég vissi það sjálf og þekkti. Þegar ég var unglingur þá vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera til að æfa meira og hefði viljað meiri leið- sögn,“ segir hún og bendir á að án leiðsagnar geti æfingar orðið ómark- vissar, sem leiðir til aukinna meiðsla og jafnvel verður til þess að fólk miss- ir áhugann. „Við ákváðum að slá til, stofna Handknattleiksakademíu Íslands í samstarfi við Lenovo sem eru okkar aðalstyrktaraðili,“ segir hún en síðan eru liðin fjögur ár og fjölmargir hafa komið á námskeiðin. Stundum kom- ast færri að en vilja. Boðið er upp á vikunámskeið fyrir ungar stúlkur, og nú einnig drengi, sem hafa áhuga á að bæta sig, fá fræðslu og verða betri og heilsteyptari leikmenn í handbolta. Æft er á morgnana fyrir skóla auk þess sem haldnir eru fyrirlestrar og nem- endur akademíunnar fá ýmiss kon- ar fræðslu frá öðrum afreksmönn- um, þjálfurum og sérfræðingum. Hópurinn æfir svo með sínu félagsliði seinnipartinn. „Þetta hefur gengið virkilega vel, við sjáum árangurinn þegar sum- ar þeirra koma aftur og aftur á nám- skeið. Svo byrja þær að spila með meistaraflokki og jafnvel unglinga- landsliðinu og ná frábærum árangri. Við erum auðvitað ekki að kenna þeim allt í handbolta á þessum stuttu námskeiðum, þær læra langmest á æfingum hjá sínum félagsliðum. En á námskeiðum hjá okkur fá þær tæki- færi til að æfa í öðru umhverfi en þær eru vanar, undir leiðsögn frábærra þjálfara með mikla reynslu, þær hitta og æfa með stelpum sem eru jafn metnaðarfullar og þær og það verður skemmtilegur andi á æfingum. Allar leggja sig fram og nýta þetta eins vel og þær geta. Þær læra mikið af hver annarri og fá kannski aukinn áhuga á íþróttinni sem verður vonandi til þess að þær spili lengur. Við leggjum sérstaka áherslu á að kenna þeim að fyrirbyggja meiðsl, styrkja sig og vera í stakk búnar til að fara í þessi átök,“ segir Rakel Dögg. „Það er gott að fá tækifæri til að miðla af reynslu sinni. Ég er ótrúlega stolt af þessu.“ Þjálfun Rakel Dögg hefur þjálfað á mörg- um ólíkum stigum handboltans, fyrir utan akademíuna. Í fyrra var hún að- stoðarþjálfari Stjörnunnar og tók við því hlutverki eftir að hún hætti sem leikmaður. Það voru mikil viðbrigði að standa fyrir utan völlinn og geta ekki sjálf ætt inn á og breytt leiknum, heldur þurfa að segja leikmönnunum hvernig þeir ættu að bera sig að og fá þá til þess. „Mér finnst mjög gaman að vera þjálfari. Ég held líka að ef ég myndi einbeita mér algjörlega að því þá yrði ég mjög góður þjálfari. Ég var aðstoðarþjálfari í fyrra, og mér fannst það auðvitað skrítið enda hafði ég ver- ið hluti af leikmannahópi sama liðs árinu áður. En hlutverk mitt var í raun svipað, bara á hliðarlínunni. Ég tók leiðtogahlutverkið sem ég hafði fengið inni á vellinum og færði það til. Þetta var skemmtilegt, en líka erfitt. Það var virkilega erfitt að geta ekki tekið þátt í leiknum, þegar mig langaði það,“ seg- ir hún og bætir því við að undirbún- ingurinn fyrir leiki hafi verið mjög lær- dómsríkur; að þurfa að taka saman tölfræði, setja saman myndbönd fyrir videófundi og utanumhaldið allt. „Ég gæti hugsað mér að gera þetta í fram- tíðinni þó að ég hafi ekki verið tilbúin til þess að halda áfram í haust. Ég var ólétt og vildi einbeita mér að því hlut- verki sem beið mín. En mögulega í framtíðinni. Ég sé það alveg fyrir mér,“ segir hún. n „Ég fann smellinn og trylltist eigin- lega því ég vissi strax að HM í Brasilíu væri búið fyrir mér, það var það fyrsta sem ég hugsaði Mætt aftur Rakel spilaði sinn fyrsta leik á föstudaginn fyrir viku. Margt hafði breyst á þessum tíma og forgangsröðunin var önnur – eins og sást þegar hún mætti aðeins of seint í upphitun fyrir leikinn vegna þess að hún var að gefa drengnum sínum að drekka. Mynd RAkEL dögg BRAgAdÓttiR Mæðgin Rakel er í fæðingarorlofi en sonur hennar, Ágúst Högni, er sex mánaða gamall. Mynd ÞoRMAR VigniR gunnARSSon „Ég fékk bara ein- hvern bolta í höf- uðið og skyndilega leið mér skelfilega tók skóna úr hillunni Ég er að gera þetta á mínum forsendum, segir Rakel. Mynd ÞoRMAR VigniR gunnARSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.