Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 8
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Mitsubishi Outlander PHEV hefur heldur betur slegið í gegn. Þessi fjórhjóladrifni gæðingur gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni, svo þú kemst allra þinna leiða með góðri samvisku. Komdu og prófaðu! Mitsubishi Outlander PHEV Sjálfskiptur, fjórhjóladrinn frá: 4.990.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK MITSUBISHI OUTLANDER PHEV 5 ára ábyrgð RAFMAGN EÐA BENSÍN? ÞÚ VELUR. DANMÖRK Meirihluti danskra þing- manna vill uppgjör við kvótakónga. Óska þeir eftir samráði við Esben Lunde Larsen, umhverfis- og mat- vælaráðherra, í því skyni. Deilan um kvóta og kvótakónga á rætur sínar að rekja til ásakana af hálfu Danska þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins gegn Esben Lunde Larsen. Flokkarnir saka ráð- herrann um að hafa leynt tillögu um hvernig skipta mætti kvótunum jafnar. Samkvæmt frétt í Kristilega Dag- blaðinu í Danmörku hefur þurft að loka mörgum litlum höfnum á und- anförnum árum þegar kvótar hafa safnast á hendur fjársterkra aðila. – ibs Deila um kvótakónga SVÍÞJÓÐ Stefan Löfven, forsætisráð- herra Svíþjóðar, segir það forkastan- legt að til skuli vera kynjaskiptir skólabílar í Stokkhólmi eins og sjón- varpsstöðin TV4 hefur afhjúpað. Starfsmenn sjálfstæðs skóla mús- líma í hverfinu Vällingby láta stelpur í leikskóla og neðsta stigi grunnskóla setjast aftast í skólabílinn á hverjum degi. Strákunum er vísað til sætis fremst í vagninum. Devin Rexvid, sérfræðingur í félagsvísindum við Umeå-háskólann, ber þetta saman við aðskilnað hvítra og svartra í strætisvögnum í Banda- ríkjunum á sjötta áratugnum. Rexvid segir skólabíl múslíma aðskilnaðar- strætó. – ibs Stelpur settar aftast í strætó AKuReyRi Hjónin Stefán Þórarins- son og Aðalheiður Gunnarsdóttir fá ekki sameiginlega vistun á öldrunar- heimilinu Hlíð á Akureyri sökum þess hve Aðalheiður er heilsuhraust samkvæmt færni- og heilsumats- nefnd landlæknis. Hjónin hafa verið gift í rúm 65 ár. Stefán, sem er á 91. aldursári, hefur fengið inni á dvalarheimili aldraðra á Hlíð. Þau vilja hins vegar vilja verja síðustu æviárunum saman og Aðal- heiður, sem er ári yngri, er talin of hraust. Eins og staðan er núna er afar erfitt fyrir þau að vera bæði heima sökum aldurs. Hjónin hafa alla sína tíð haldið gott heimili án utanað- komandi aðstoðar svo heitið geti. „Mér líður eins og þetta sé skilnað- ur að vissu leyti. Þegar ég fékk þessar fréttir fannst mér þetta mikið högg og mér finnst þetta sárt,“ segir Aðal- heiður. „En vonandi venst þetta ein- hvern veginn og við finnum lausn.“ Aðalheiður er að mati heilsumats- nefndar of heilsuhraust en hins vegar sé það svo að daglegar annir eru erf- iðar fyrir hana, svo sem að halda heimili, elda mat og ganga frá eftir eldamennsku, að ótöldum erfiðari heimilisverkum. „Bara að taka úr uppþvottavélinni og raða í skápa gerir það að verkum að ég er búin í bakinu á eftir,“ bætir Aðalheiður við. Aðalheiður segir lækna hafa sagt henni þegar matið fór fram að lík- lega myndi hún ekki fá vistunarmat en maðurinn hennar væri líklegri. „Ég hugsaði ekkert um það á þeim tíma. Ég hélt að við myndum ekki komast að fyrr en eftir mörg ár. Því kom það mjög flatt upp á okkur þegar við heyrðum að annað okkar gæti komist inn,“ segir Aðalheiður. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt að við þurfum eftir öll þessi ár að fara sitt á hvorn staðinn. Eins og staðan er núna má ég vera allan daginn með honum á Hlíð en síðan skilja leiðir að kvöldi.“ „Ég hef haft afspurn af þessu máli og mun skoða það og finna leiðir til aðstoðar. Það er engum greiði gerður með að hafa stöðuna eins og hún er í dag,“ segir Halldór Guðmundsson, forstöðumaður öldrunarheimilisins Hlíðar. „Við leggjum ríka áherslu á tengsl íbúa og höfum sýnt það á síðustu árum að við hliðrum til svo að hjón geti eytt síðustu árum ævi sinnar saman. Ég get talið upp mýmörg dæmi þar sem við vinnum að því að leysa nákvæmlega svona mál sem upp koma.“ Halldór segir það mikilvægt að yfirvöld setji aldraða ekki í þá stöðu að fólk þurfi að skilja að borði og sæng síðustu æviárin. Öldrun sé ekki sjúkdómur heldur hluti af þroskaferli mannsins. Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heil- brigðis- og félagsþjónustu og svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá læknum viðkomandi eftir því sem við á. Aðstandendur hjónanna vilja koma því skýrt á framfæri að ekki sé við öldrunarheimilið að sakast. Allt starfsfólk stofnunarinnar hafi komið mjög vel fram við þau hjónin en þau hafa notið þjónustu dagvistunar á Hlíð um nokkurt skeið. sveinn@frettabladid.is Stíað í sundur eftir 65 ár Þau Aðalheiður og Stefán hafa verið gift í 65 ár en fá ekki saman inni á öldrunarheimili. Framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar segir mikilvægt að aldraðir þurfi ekki að skilja að borði og sæng sökum heilsu. Stefán hefur fengið inni á dvalarheimili fyrir aldraða. Eigin- kona hans er hins vegar talin of hraust til að fá að dvelja þar. Fréttablaðið/auðunn akurEyri Mér líður eins og þetta sé skilnaður að vissu leyti. Þegar ég fékk þessar fréttir fannst mér þetta mikið högg og mér finnst þetta sárt. Aðalheiður Gunnarsdóttir 6 . A p R Í l 2 0 1 7 F i M M T u D A G u R8 F R é T T i R ∙ F R é T T A B l A Ð i Ð 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 E -4 1 B 8 1 C 9 E -4 0 7 C 1 C 9 E -3 F 4 0 1 C 9 E -3 E 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.