Fréttablaðið - 06.04.2017, Page 40

Fréttablaðið - 06.04.2017, Page 40
Elín Albertsdóttir elin@365.is Félagarnir Barnaby og Ben Jones. Ör skipti hafa verið á aðstoðarmönnum hjá Barnaby en Ben entist lengst, eða í sex ár. Barnaby yngri er leikinn af Neil Dudgeon. Hann tók við starfinu 2011. Nýjasti aðstoðarmaðurinn er hinn ungi Nick Hendrix. Það má segja að danska ríkis-sjónvarpið dr.dk standi sig ein-staklega vel þegar kemur að Barnaby-þáttum. Aðdáendur sem eru með þá stöð geta yfirleitt fundið Midsomer Murders þar í hverri viku. Englendingar eru sömuleiðis öflugir í sýningum á þáttunum. Hér á landi hefur þessum aðdáendahópi ekki verið sinnt sem skyldi því Barnaby birtist afar slitrótt á skjánum. Fyrsti Midsomer Murders þátturinn fór í loftið hjá ITV-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi 23. mars 1997. Þátturinn var byggður á bók Caroline Graham um Chief Inspector Barnaby. Leikarinn John Nettles fór með hlut- verk Barnaby til ársins 2011 en þá tók Neil Dudgeon við hlutverkinu. Þegar nýjustu þættirnir voru frumsýndir í janúar á þessu ári enduðu þeir á númer 114. Framhald er væntanlegt. Bæir með sjarma Litlu ensku bæirnir sem koma við sögu í þáttunum spila stóru rullu. Fagurt umhverfi sem að mestu er í Oxfordshire dregur að sér mikinn fjölda ferðamanna ár hvert. Sömu- leiðis eru skipulagðar Barnaby-ferðir afar vinsælar. Sumir bæir, líkt og Dorchester on Thames, hafa yfir sér mikinn sjarma. Alls eru 50 staðir í Oxfordshire og Buckinghamshire sem hafa verið notaðir við tökur á Midsomer Murders, jafnt pöbbar, söfn, kirkjur, verslanir og íbúðarhús. Midsomer er vitaskuld skáldað nafn og bærinn Causton heitir í raun Wall- ingford og er ákaflega skemmtilegur bær. Það er þess vegna ekkert hættu- legt að heimsækja þessa fallegu staði. 222 morð Barnaby hefur haldið vinsældum sínum í hverri þáttaröð sem sýnd er. Í síðustu seríu voru áhorfendur í Bret- landi 4,9 milljónir. Frá því þættirnir hófust og til ársins 2016 höfðu 222 morð verið framin í Midsomer auk ellefu dauðsfalla vegna slysa, ellefu sjálfsmorða og sjö eðlilegra dauðs- falla. Morðvopnin eru mismunandi, krikketkylfa, eldglóandi járn, pottar og pönnur, gallaður hljóðnemi, raf- magnsleiðsla, spjót, fljótandi nikótín, eitraðir sveppir, rakvél, hamar og eitraðir drykkir svo eitthvað sé nefnt. Í þáttunum hafa komið fram 942 leikarar og 22 þúsund aukaleikarar. Það tekur fimm vikur að taka upp hvern þátt. Þættirnir eru seldir til meira en 200 landa. Áður en John Nettles tók að sér að leika Barnaby hafði hann verið í aðalhlutverki sem Bergerac. Hann hætti að leika Barnaby 67 ára að aldri en sést núna í þáttunum Poldark sem hafa náð miklum vinsældum. Margir aðstoðarmenn Eins og aðdáendur vita skiptir Barnaby nokkuð oft um aðstoðar- menn. Það er þó ekki vegna þess hversu hættulegt er að búa í Mid- somer. Sá fyrsti var Gavin Troy (Daniel Casey). Síðan kom Dan Scott (John Hopkins), þá kom Ben Jones (Jason Hughes) sem starfaði með Barnaby í sex ár eða lengst allra aðstoðarmanna. Margir söknuðu Bens þegar hann ákvað að hætta í þáttunum stuttu eftir að Barnaby eldri eða John Nettles ákvað að yfirgefa þá. Jason Hughes hefur sagt frá því í viðtali að það hafi verið of mikið álag fyrir sig að leika í þáttunum. Hann býr í Brighton og fór á milli til Oxfordshire daglega á meðan á tökum stóð. Næsti aðstoðarmaður er Charlie Nelson (Gwilym Lee). Hann var aðeins í tveimur seríum og lauk sínum Barnaby-ferli í lok átjándu seríu. Nýjasti aðstoðarmaður Barnaby þykir ákaflega glæsilegur ungur maður, Nick Hendrix, 32 ára. Hann leikur með Neil Dudgeon í nýjustu seríunni undir nafninu DS Jamie Winter. Nick hefur aðallega leikið í leikhúsum í London og hann segir það mikinn heiður að fá að leika aðstoðarmann Barnaby í þessum vinsælu þáttum. Svo er bara að bíða og sjá hverjir verða fyrstir á Norðurlöndum til að sýna nýjustu þáttaröðina. Barnaby í tuttugu ár Rannsóknarlögreglumaðurinn Barnaby á mikinn fjölda aðdáenda. Þættirnir fagna nú tuttugu árum og eru alltaf jafnvinsælir. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Str. 36-52 Robell - stretch buxur kr. 7.900.- 7 LITIR #akraborgin AKRABORGIN SPORT OG ROKK HJÖRTUR HJARTAR ALLA VIRKA DAGA 16:00 - 18:00 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . a p R í l 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 E -3 7 D 8 1 C 9 E -3 6 9 C 1 C 9 E -3 5 6 0 1 C 9 E -3 4 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.