Fréttablaðið - 06.04.2017, Page 46

Fréttablaðið - 06.04.2017, Page 46
6 . a p r í l 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r30 S p o r T ∙ F r É T T a B l a ð I ð sport Hazard hetjan á Brúnni Færðust skrefi nær titlinum Chelsea svaraði fyrir tapið gegn Crystal Palace um helgina með 2-1 sigri á Manchester City á Stamford Bridge í gær- kvöldi. Eden Hazard skoraði bæði mörk Chelsea en Sergio Agüero jafnaði metin í millitíðinni. Chelsea er áfram með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar sjö umferðum er ólokið. Strákarnir hans Antonios Conte eru því í afar góðri stöðu til að tryggja sér titilinn. Fréttablaðið/epa FóTBolTI Stelpurnar okkar í kvenna- landsliðinu í fótbolta mæta Sló- vakíu ytra í dag í vináttuleik sem er þriðji síðasti leikur liðsins fyrir EM í Hollandi í júlí. Leikurinn er mikil- vægur hluti af undirbúningi liðsins fyrir stóru stundina í sumar. Freyr Alexandersson landsliðs- þjálfari er ekki með sitt allra sterk- asta lið en í hópinn vantar Hólm- fríði Magnúsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur sem eru meiddar og þá er framherjinn Harpa Þorsteins- dóttir ekki farin af stað aftur eftir að eignast barn í síðasta mánuði. Liðið saknar allar þriggja en kannski hvað helst Hörpu sem var markahæst allra í undankeppni EM 2017 með tíu mörk í sex leikjum. Þegar hún þurfti frá að hverfa fékk markahrókurinn úr Eyjum, Berglind Berg Þorvaldsdóttir, traustið hjá Frey en henni hefur ekki tekist að skora í átta landsleikjum eftir að fá stærra hlutverk og í heildina hefur hún ekki skorað í fyrstu 20 lands- leikjunum sínum. pælt í markaleysinu „Ég er framherji og vil skora og því finnst mér leiðinlegt að vera ekki enn búin að skora fyrir Ísland. Ég held samt bara áfram og læt það ekkert stöðva mig,“ segir Berglind Björg sem skipti úr Fylki í Breiða- blik á síðustu leiktíð í Pepsi-deild kvenna og skoraði þar átta mörk í níu leikjum eftir brösuga byrjun. „Ég hef alveg hugsað um þetta: Hvers vegna ég skora svona fyrir Breiðablik en ekki landsliðið. Ég hef samt í rauninni ekki komist að neinni niðurstöðu. Ég bara reyni að komast áfram og gera mitt besta. Ég mæti alltaf með fullt sjálfstraust inn í leikina þannig að þetta hlýtur að fara að koma hjá mér.“ Harpa nálgast endurkomu Eftir að Freyr Alexandersson gerði það opinbert að Berglind fengi tækifærið í fjarveru Hörpu byrjaði hún fjóra leiki í röð en var svo komin á bekkinn fyrir Alg- arve-mótið þar sem hún kom inn á sem vara- m a ð u r a l l a riðlakeppnina. Hún fékk aftur tækifærið í byrjunar- liðinu í leiknum um níunda sætið á móti Kína en náði ekki að skora. „Freysi talar enn þá vel um mig og við mig o g p e p p a r mig áfram. Á meðan ég er að skila mínu inni á vellinum þó mörkin séu ekki að detta þá er ég sátt,“ segir Berglind en nú gæti farið að stytt- ast í að Harpa Þorsteinsdóttir verði klár. Hún gæti mögulega verið með í næsta landsliðsverkefni í júní þegar stelpurnar spila sinn síðasta vináttuleik fyrir EM á móti Írlandi. Lítur Berglind á næstu tvo leiki sem lokaséns fyrir sig? „Nei, alls ekki. Mér finnst þetta ekki vera síðasta tækifærið mitt. Ef ég held áfram að skila því sem ég hef verið að skila til liðsins inni á vellinum fara mörkin að koma og ég get verið sátt við minn leik. Ég reyni sem minnst að hugsa um þetta með Hörpu. Ég ætla bara að gera mitt,“ segir Bergl- ind Björg. Hluti af stærra vandamáli Freyr hefur sagt að hann sé ekki búinn að gefast upp á þeim sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að framherji sem hefur byrjað leik fyrir Ísland er ekki búinn að skora. Ísland hefur ekki fengið mark frá „níu“ í fjarveru Hörpu. Til að auka slagkraftinn í sóknar- leiknum og nýta styrkleika liðsins betur hefur Freyr verið að þróa hjá liðinu 3-4-3 leikkerfið. Það er svo stútfullt af góðum miðjumönnum og miðvörðum að kerfið hentar hópnum vel. Þó það hljómi kannski varnarsinnað að spila með þrjá mið- verði er þetta kerfi mjög gott fyrir sóknarmenn. „Mér finnst þetta mjög skemmti- legt kerfi. Það býður upp á meira í sóknarleiknum, sérstaklega þegar bakverðirnir eru svona framarlega og koma með fyrirgjafir. Ég tala nú ekki um þegar bakverðirnir heita Hallbera og Rakel, það eru engin smá gæði í boltunum frá þeim. Það er kannski meiri strúktúr að vera með fjóra í vörn og einn frammi en þetta er bara veisla fyrir fram- herjana þannig að ég er ánægð með að Freysi sé að prófa þetta,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir. tomas@365.is Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. Ef ég held áfram að skila því sem ég hef verið að skila til liðsins inni á vellinum koma mörkin. Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Snæfell - Stjarnan 84-70 Snæfell: Aaryn Ellenberg 25/14 fráköst/6 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 17, Bryndís Guðmundsdóttir 15/5 stoðsend- ingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, María Björns- dóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir 2. Stjarnan: Bríet Sif Hinriksdóttir 23, Danielle Victoria Rodriguez 21/9 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/9 fráköst/3 varin skot, Hafrún Hálfdánardóttir 8/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4. Snæfell vann einvígið 3-0. Nýjast Domino’s-deild kvenna 18.45 augusta Masters Golfstöðin 19.05 Keflavík - Skallagrím. Sport Í dag Enska úrvalsdeildin arsenal - West Ham 3-0 1-0 Mesut Özil (58.), 2-0 Theo Walcott (68.), 3-0 Olivier Giroud (83.). Swansea - tottenham 1-3 1-0 Wayne Routledge (11.), 1-1 Dele Alli (88.), 1-2 Son Heung-Min (90+1.), 1-3 Christian Eriksen (90+4.). Hull - M’brough 4-2 0-1 Álvaro Negredo (5.), 1-1 Lazar Markovic (14.), 2-1 Oumar Niasse (27.), 3-1 Abel Hernández (33.), 3-2 Marten de Roon (45+1.), 4-2 Harry Maguire (70.). S’oton - C. palace 3-1 0-1 Christian Benteke (31.), 1-1 Nathan Redmond (45.), 2-1 Maya Yoshida (84.), 3-1 James Ward-Prowse (85.). Chelsea - Man. City 2-1 1-0 Eden Hazard (10.), 1-1 Sergio Agüero (26.), 2-1 Hazard (35.). liverpool - b’mouth 2-2 0-1 Benik Afobe (7.), 1-1 Coutinho (40.), 2-1 Divock Origi (59.), 2-2 Joshua King (87.). efst Chelsea 72 Tottenham 65 Liverpool 60 Man. City 58 Arsenal 54 Neðst C. Palace 31 Hull 30 Swansea 28 M’Brough 23 Sunderland 20 EiNTóMiR úTiSigRAR Keflavík og Skallagrímur mætast í þriðja sinn í undanúrslitum Domino’s-deildar kvenna í kvöld. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1, en báðir leikirnir hafa unnist á útivelli. Skallagrímur vann 68-70 í Keflavík en Keflvíkingar svöruðu með 59-74 sigri í Borgarnesi. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. MATTi SKoRAði HjÁ iNgvARi Matthías vilhjálmsson var í byrjunarliði Rosen- borg og skoraði í 0-3 útisigri liðsins á Sande- fjord í norsku úrvalsdeildinni í gær. ingvar jóns- son stóð í marki Sandefjord. óttar Magnús Karlsson lagði upp fyrra mark Molde í 2-1 sigri á Lilleström. Þetta var hans fyrsti deildarleikur í byrjunarliði Molde. Þá tapaði Íslendingaliðið Ålesund 1-3 fyrir Sarpsborg á heimavelli sínum. 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 E -5 A 6 8 1 C 9 E -5 9 2 C 1 C 9 E -5 7 F 0 1 C 9 E -5 6 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.