Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 13
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
101
3. gr.
Halda má sem svarar einu námskeiði á
ári hverju í sjúkrahúsi, sem námskeiðsleyf i
hefur, og stendur hvert námskeið 8 mánuði.
Námið er bæði bóklegt og verklegt. Náms-
efni og námstilhögun skal ákveðið í sér-
stakri námsskrá, sem ráðherra setur um
slíkt nám, að fengnum tillögum landlæknis.
4. gr.
Inntökuskilyrði á námskeið skulu vera
lokapróf skyldunámsins og nemandi sé
ekki yngri en 17 ára og ekki eldri en 50
ára, þegar námskeiðið hefst. Hann skal
auk þess sýna heilbrigðisvottorð og sið-
ferðisvottorð, sem sjúkrahúsið tekur gild.
5. gr.
Hverju námskeiði lýkur með prófi, og
skulu einkunnir gefnar í orðum samkvæmt
nánari ákvæðum um próf í námsskrá.
Nemandi, sem stenzt próf, hlýtur starfs-
heitið sjúkraliði.
Sjúkraliði hefur rétt til að vinna hjúkr-
unarstörf í samræmi við ákvæði um náms-
efni, en ekki önnur störf.
Honum er óheimilt að stunda sjálfstæð
h j úkrunarstörf.
6. gr.
Ríkissjóður greiðir kostnað við nám-
skeið á sjúkrahúsum, sem rekin er af ríki.
Við önnur sjúkrahús greiðir ríkissjóður
laun fyrir kennslu, sem fram fer í reglu-
legum kennslustundum samkvæmt ákvæð-
um námsskrár, svo og styrk til kaupa á
nauðsynlegum kennslutækjum eftir tillögu
landlæknis. Ekki er þó skylt að greiða
framangreindan kostnað, ef þátttakendur
í námsskeiði eru færri en 6.
7. gr.
7. gr. er ófrágengin, en mun fjalla um
laun og kjör nemenda.
8. gr.
Sjúkraliðar taka laun samkvæmt launa-
lögum.
9. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 8 gr.
hjúkrunarlaga nr. 42/1965.
Þessum drögum að reglugerð fylgir til
ráðuneytisins greinargerð og athugasemdir
við einstakar greinar, og vil ég leyfa mér að
lesa upphaf greinargerðarinnar: „Óþarft
er að fara mörgum orðum um nauðsyn
þess að feta í fótspor nágrannaþjóða og
koma upp sérstöku starfsliði til að vinna
einföld hjúkrunarstörf og spara með því
fuilgildan vinnukraft. Hjúkrunarkvenna-
skortur er nú svo mikill hér á landi, að
til alvarlegra vandræða horfir, enda munu
vera hér við störf hlutfallslega um það
bil helmingi færri hjúkrunarkonur en ann-
ars staðar á Norðurlöndum (Sjá Heilbrigð-
isskýrslur árið 1961).
Ekki þykir ástæða til að stofna sérstak-
an skóla fyrir þetta nám. Má vel trúa
sjúkrahúsunum sjálfum fyrir því að
mennta sjúkraliða innan veggja sinna,
eftir samræmdri námsskrá. Má í því sam-
bandi benda á, að Hjúkrunarskóli Islands
hefur trúað sjúkrahúsunum fyrir því, að
annast verklegt nám hjúkrunarnema á
sjúkrahúsum, án nokkurs sérstaks eftir-
lits af hans hálfu. Þó kæmi naumast til
álita að fela öðrum sjúkrahúsum náms-
skeiðshald en deildaskiptum sjúkrahúsum,
svo og sérsjúkrahúsum, svo sem geðsjúkra-
húsum, sem þá mundu mennta sjúkraliða
sína á sérstakan hátt“.
1 athugasemdum við 3. gr. stendur:
„Ekki þykir heppilegt að setja ákvæði um
námsskrá og kennslutilhögun í sjálfa reglu-
gerðina. Námsskráin hlýtur að verða ræki-
leg, þar sem óhjákvæmilegt er að telja upp