Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 23
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
111
átti ólifað. Einnig tóku þau til sín gamla
einstæðingskonu og átti hún heimili hjá
þeim í fullan áratug, eða þangað til hún
varð að fara í sjúkrahús sökum vanheilsu.
Gamla konan átti ekki afturkvæmt til
þeirra, en þau, 8 ár sem hún lifði eftir
þetta, heimsótti María hana minnst einu
sinni í viku hverri og gladdi hana á ýms-
an hátt.
Börnum eiginmanns síns frá fyrra
hjónabandi reyndist María afburða vel, svo
og þeirra börnum. Systkinabörn hennar
áttu í henni hollvætti sem aldrei brást.
Eiginmanni sínum var hún trúr og ti'ygg-
ur förunautur öll þessi ár.
María hafði til að bera mikinn félags-
þroska, enda vann hún allmikið að félags-
málum. Hún var í stjórn Kvenfélags Lang-
holtssafnaðar í 11 ár og studdi eiginmað-
ur hennar hana í því starfi með ráðum
og dáð. Þau hjónin störfuðu einnig mikið
að áfengisvarnamálum.
Ætíð var María boðin og búin ef stétt-
arfélag hennar þurfti á starfskröftum
hennar að halda.
Þrátt fyrir öll þessi umsvif afrækti
María ekki vini sína. Eins og að líkum læt-
ur skildust leiðir okkar að námi loknu, og
leið jafnvel áratugur á milli samfunda, en
þegar fundum okkar bar saman komumst
við jafnan að raun um að ekki hafði fyrnst
yfir gömul kynni, og meðal okkar bekkjar-
systranna myndaðist orðtakið: „Hún er
alltaf sú sama María“, og vissar erum við
þess að hún verður einnig „sú sama María“
auðnist okkur endurfundir „á landi lif-
enda“.
Við ljúkum þessum fátæklegu kveðju-
orðum með því að votta eiginmanni henn-
ar, ættingjum og venzlafólki, okkar dýpstu
samúð, og ósk okkar og von er sú, að stétt-
arfélagi okkar megi stöðugt bætast nýir
liðsmenn gæddir hjartalagi Maríu.
Tvær bekkjarsystur.
Nonni og Nína
í starfi hjúkrunarkonunnar verða, sem betur
fer, mörg smáatvik, sem vekja stundar kátínu,
en gleymast svo fljótt aftur í dagsins önn.
Ekki væri úr vegi, að slíkum augnabliksmynd-
um hversdagsins yrði haldið til haga, örugglega
er af nógu að taka, allar hjúkrunarkonur geta
rifjað upp skemmtilegar smásögur úr starfinu.
Hjúkrunarblaðið vill fyrir sitt leyti vera til
aðstoðar við söfnun slíks smávamings, með því
að ætla honum lítið horn hér í blaðinu. Þótt um
sé að ræða sannar sögur, þurfa nöfnin ekki að
vera hin réttu, enda sjaldnast aðalatriðið.
Sem sýnishorn fylgir hér saga, sem við heyrð-
um nýverið, það er sagan um Nonna litla og
Nínu. Nonni var sjúklingur á barnadeild Lands-
spítalans, vonandi hneykslar það engan, þótt
tungutak hans komi hér ótilpússað. Og Nína, hún
er hjúkrunarkona á sama stað.
Þótt svo ætti að heita, að Nonni væri sjúkling-
ur, fór því fjarri að hann væri miður sín af þeim
sökum, og satt að segja urðu hjúkrunarkonurnar
að hafa „auga á hverjum fingri" allar stundir,
til að fylgjast með bauki hans og fyrirtektum.
Og þá kemur sagan, sýnu styttri en formálinn:
Nína þurfti að bregða sér á salemið, sem ekki
er í frásögur færandi. Hún hafði skömmu áður
séð Nonna litla hverfa inn á salernið við hliðina,
og nú heyrði hún þaðan eitthvert brambolt, sem
henni fannst ekki í samræmi við eðlilegt erindi
hans á þennan stað.
Hún bankaði því milliþilið, og kallaði um leið:
„Nonni, hvað ertu að gera?“
Hávaðinn þagnaði, og Nonni svaraði að vörmu
spori: „Ég er að kúka, en hvað ert þú að gera?“
-K -K -x
LÁTLEYSI
Drottinn, tempra meö mildi róseminnar
margbreytileik iöju minnar,
aö öll mín störf geti eg unniö þér
í algeru látleysi hugprýöinnar.
Höf. ókunnur. Lausl. þýðing, P. S.