Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 21
TlMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
109
Frá Heimilissjóði H.F.I.
Fi'ú Anna 0. Johnsen hefur gefið til
heimilissjóðs H.F.Í. helming þeirra eftir-
launa, sem hún fær um næstu tvö ár frá
Verzlun G. J. Johnsen. Er þessi gjöf gefin
í minningu eiginmanns hennar Gísla J.
Jhonsen forstjóra. Viljum við hérmeð færa
frú Önnu hjartanlegar þakkir fyrir þessa
rausnarlegu gjöf, en eins og hjúkrunar-
konum er kunnugt, hafa þau hjón þráfald-
lega sýnt Hjúkrunarfélagi Islands sérstaka
velvild með því að efla á ýmsa lund heim-
ilissjóðinn.
237 hjúkrunarkonur hafa sent framlag
til sjóðsins, og vill nefndin hér með færa
þeim beztu þakkir.
254 hjúkrunarkonur hafa skilað spjald-
happdrætti. Eru því allmargar, sem ekki
hafa gert skil, og eru það vinsamleg til-
mæli okkar að þær geri þau hið allra fyrsta.
Munið heimilissjóð H.F.Í.
G. Á.
Hjónin Anna O. og Gísli J. Johnsen.
svo við séum sem virkur þátttakandi, en
ekki auka.
Baráttumálin eru efst á baugi í dag.
Ég vil vera kona 20. aldarinnar, sem ekki
hefur neinn geislabaug og vil vera með
í að komast á það þrep þjóðfélagsstigans
sem okkur ber og standa þar fast. En ég
verð að viðurkenna að ég er ekki svo gam-
aldags, að mér þætti það mjög miður ef
það hugtak hyrfi úr málinu, að störf okk-
ar séu líknarstörf. Eru þau ekki líknar-
störf? Við skulum líta út fyrir okkar
þrönga sjóndeildarhring, til frumstæðra
þjóða og vanþróaðra landa. Það eru hóp-
ar hjúkrunarkvenna sem vinna við frum-
stæðustu skilyrði og fyrir mjög lág laun,
þar sem aðrir hópar, sendir af alþjóða-
samtökunum, til þeirra eru gerðar miklar
kröfur, hámenntað og hæft fólk á háum
launum, sem vinnur í flóttamannabúðum,
bjargar sveltandi börnum, skipuleggur
heilbrigðismál. Eru þetta ekki hvoru-
tveggj a 1 íknarstörf ?
Og hvaða munur er á þeim störfum, sem
við vinnum hér heima, skipulagning heil-
brigðismála, koma í veg fyrir ungbarna-
dauða, lina þjáningar, endurhæfa sjúka,
andlega og líkamlega. Hvaða munur er á
þessum störfum eða gerir fjarlægðin fjöll-
in blá og mennina mikla.
María Finnsdóttir.