Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 27
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
115
Kjarasamningur og dómur Kjaradóms frá 3.
júlí 1963 féll úr gildi 1. júlí 1965, þar sem honum
hafði verið sagt upp, samkvæmt ákvörðun félags-
manna við allsherjar atkvæðagreiðslu. Seint í
desember 1964 voru tillögur Hjúkrunarfélags Is-
lands um kjarabætur og launahækkanir sendar
Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Samning-
ar milli ríkis og B.S.R.B. tókust ekki og eins og
kunnugt er, er nú beðið úrskurðar Kjaradóms.
Atkvæðagreiðsla fór fram dagana 24., 25. og
26. apríl, á skrifstofu félagsins að Þingholtsstræti
30, um uppsögn kjarasamninga Hjúkrunarfélags
Islands við Reykjavíkurborg. Á kjörskrá voru 61
félagi og greiddu atkvæði með uppsögn 48.
Með vísan til þessa og ákvæða reglugerðar frá
13. maí 1965 um breytingar á reglugerð nr. 159/
1962 sagði Hjúkrunarfélag íslands upp gildandi
kjarasamningi, og fylgdu tillögur H.P.Í. um
kjarabætur og launahækkanir hliðstæðar og send-
ar voru B.S.R.B., og var þetta gert í samráði
við fulltrúa starfshópa hjúkrunarkvenna hjá
Reykjavíkurborg, og greinargerð til stuðnings
látin fylgja.
Samningafundir urðu þrír og 13. október 1965
náðist samkomulag um að núverandi skipan í
launaflokka verði miðuð við niðurstöður kjara-
dóms, og kaup samkvæmt launaflokkum fari
fram eftir launastiga samkvæmt væntanlegum
dómi kjaradóms, svo og reglur um vinnutíma,
yfirvinnu o. s. frv.
Þar sem vitað var að samningar við ríkið um
kjör hjúkrunarkvenna ætti að fara fyrir Kjara-
dóm og nauðsynlegt að hafa samræmi milli þeirra
hjúkrunarkvenna er vinna hjá Reykjavíkurborg
og ríki, var heppilegasta lausnin talin sú, að gera
samkomulag um það, að úrskurður Kjaradóms
um kjaramál hjúkrunarkvenna starfandi hjá
Reykjavíkurborg, án þess að það yrði lagt sér-
staklega fyrir dóminn, og með því spara fyrir-
höfn og e. t. v. málskostnað.
Auk þess fékkst samkomulag við Launamála-
nefnd Reykjavíkurborgar, um að fastráðnar
hjúkrunarkonur í þjónustu Reykjavíkurborgar
fengju ókeypis vinnukjóla og kappa svo og þvott
á þessum fatnaði. „Verði talið æskilegt að mati
beggja aðila að taka upp sérstakan einkennis-
búning fyrir borgarhjúkrunarkonur og heilsu-
verndarhjúkrunarkonur skal hann einnig látinn
í té ókeypis.“
Aðilar voru sammála um, að um framkvæmd
þessa ákvæðis, þ. m. um magn búninga og fleira,
skulu reglur samdar af starfskjaranefnd aðila,
og 21. október 1965 var tillaga þessi samþykkt
á fundi borgarstjórnar.
Saminganefnd ríkisins og Borgarráði Reykja-
víkur voru send bréf 14. nóvember 1964 þess efnis
að stjórn Hjúkrunarfélags Islands hefði ákveðið
nýjan tímataxta. Viðræður um nýjan taxta fóru
fram á 6 fundum, sem haldnir voru á tímabil-
inu 18. desember 1964—3. febrúar 1965, og tóku
þátt í þeim, auk stjórnar Hjúkrunarfélags ís-
lands, fulltrúar hjúkrunarkvenna sem vinna sam-
kvæmt tímakaupstaxta og samnings aðilar frá
ríki og bæ.
Samningar gengu erfiðlega og 25. janúar var
ákveðið, að þessi starfshópur hjúkrunarkvenna
hætti að taka að sér hjúkrunarstörf, þar til sann-
gjörn lausn fengist. Samkomulag náðist 15. febrú-
ar 1965, en af Hjúkrunarfélagsins hálfu sömdu
stjórn félagsins, 6 fulltrúar fyrrnefnds starfs-
hóps og Guðjón B. Baldvinsson, en hann tók þátt
í þessum samningafundum okkur til aðstoðar.
Launataxtinn nýji var birtur í Tímariti Hjúkr-
unarfélags Islands 1. tölublaði 1965.
Of langt mál yrði að segja nánar frá samn-
ingafundum, en allir samningar eru og verða
birtir í tímariti okkar, og ber að þakka öllum
hjúkrunarkonum og öðrum er lagt hafa á sig
auka erfiði, en okkur lið í þessum erfiðu og vanda-
sömu málum, og vonandi að erfiði þeirra beri
sem mestan og beztan árangur.
Á síðasta Alþingi gengu í gildi ný lög er varða
hjúkrunarstéttina, þ. e. a. s. Lög um Lífeyris-
sjóð hjúkrunarkvenna og Hjúkrunarlög. Varð
stjórn Hjúkrunarfélags íslands að hafa talsverð
afskipti af lagasetningum þessum.
Samkvæmt nýju hjúkrunarlögunum er gefin
heimild til að þjálfa konur og karla til aðstoðar
við hjúkrun, og hefur því fólki nú verið gefið
starfsheitið sjúkraliðar, og námsskeið þegar haf
in í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Klepps-
spítalanum og Landakotsspítalanum. Ingibjörg
Magnúsdóttir, forstöðukona flutti ýtarlegt erindi
um þetta mál á síðasta félagsfundi, og verður
erindið birt í tímariti okkar.
13. alþjóðaþing hjúkrunarkvenna var haldið
dagana 16.—26. júní, síðastliðið sumar í Frank-
fui-t-Am-Main, og sóttu að af hálfu Hjúkrunar-
félags íslands, formaður, 4 fulltrúar, þær Ingi-
björg Magnúsdóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir og
systurnar Annae Pauline og Anne Benedikta og
Sigríður Eiríksdóttii’.
Formaður sat 16. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands dagana 25.—28. ágúst sl. en sagt