Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 15

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 15
María Finndóttir: Frásaga frá Finnlandsiför Erindi flutt á fundi Hjúkrunarfélags Islands 15. nóvember 1965. Kæru félagskonur. Þessi frásaga mín í kvöld er það sem fyrir augu og eyru bar á námskeiði um hjúkrunarmál, sem haldið var í Helsing- fors dagana 12.—18. september 1965 á vegum Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum. Ég mætti þar sem fulltrúi Hjúkrunar- félags Islands ásamt Sigríði Jakobsdóttur. En þar sem mér eru gefnar svo frjáls- ar hendur með yfirskriftinni „Frásaga frá Finnlandsför", langar mig til, ef það mætti verða einhverjum til fróðleiks, að drepa á nokkur atriði um skipan hjúkrun- armála í Finnlandi, sem ég sá og heyrði á hálfsmánaðar kynnisför minni þangað, en aðaltilgangur fararinnar var að kynna mér nám aðstoðarfólks við geðhjúkrun þar í landi. 1 Finnlandi eru nú starfandi tvö hjúkrunarfélög, félag finnskumælandi og sænskumælandi hjúkrunarkvenna. Félag þeirra finnskumælandi er aðalfélagið og er nú unnið að því að stofna eitt samband hjúkrunarfélaga í landinu. Við skulum aðeins líta inn á skrifstofu finnska félagsins. Það hefur stóra hæð til umráða, sem þegar er orðin of lítil. Þar vinnur fjöldi hjúkrunarkvenna og þar sit- ur lögfræðingur í fullri vinnu. Lítið fund- arherbergi er þar og kaffistofa, og það sem ég festi augun á er fullkomin nýtízku spjaldskrá og tveir doðrantar, þar sem skráð voru öll nöfn hj úkrunarkvenna í kronologiskri röð (starfsaldri). Leiðin liggur í heilbrigðismálaráðuneyt- ið. Þar sitja 11 hjúkrunarkonur, sem vinna að skipulagi og eftirliti heilbrigðismála. Þær skipuleggja menntun hjúkrunar- kvenna og nám aðstoðarfólks við hjúkrun, hafa umsjón með sjúkrahúsum og skólum, og hjálpa til að ákveða hve margt starfs- fólk þarf á hin ýmsu sjúkrahús. Til þeirra er leitað með vandamál varðandi starfs- fólkið. Þær halda spjaldskrá og sjá um ríkisskráningu alls starfsfólks á sjúkra- húsum í landinu. Ég hitti tvær þeirra að máli, önnur skipulagði nám aðstoðarfólks- ins, hin hafði eftirlit með sjúkrahúsum og starfsfólki. Finnar hafa 5 hópa aðstoðarfólks, sem allir hafa eins árs nám og 400 kennslu- stundir og vinna á almennum sjúkrahús- um, barna- og geðsjúkrahúsum, röntgen- deildum og rannsóknarstofum. Hjúkrunarmenntunin er í stórum drátt- um þannig, að fyrst er grunnnámið, sem tekur 21/2 ár. Hjúkrunarnemar eru ein- göngu nemendur, þeir fá ekkert kaup, en það fá heldur engir nemendur í Finnlandi. Finnar eru hættir við námskeiðakerfið. Nemendur vinna 3 daga vikunnar á deild- um og þrjá daga eru þær í skóla, og eiga frí á sunnudögum og hátíðum. Þær eru ekki fastur starfskraftur sjúkrahúsanna. Eftir eins árs störf, sem er lágmarks- tími á sj úkrahúsi geta hjúkrunarkonur far- ið í framhaldsnám. Það er 9 mánaða nám sem gefur réttindi sem deildarhjúkrunar- konur. Það skiptist niður eftir því á hvaða deildum þær ætla sér að vinna að námi loknu, lyfja-, handlæknis-, barnadeildir,

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.