Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 5
Hverjar voru fyrstar?
Á síðari hluta 19. aldarinnar voru ensk-
ar hjúkrunarkonur, öðrum fremur, braut-
ryðjendur í hjúkrunarmálum. Nightingale-
skólinn varð fyrirmyndarskóli víðs veg-
ar um heim. Fyrsta stéttarfélag hjúkrun-
arkvenna var stofnað þar 1887, og þótt
þeim auðnaðist ekki að ná fyrstar að
marki, var 30 ára baráttan, til að öðlast
ríkisviðurkenningu, þegar hafin. Nöfn
hjúkrunarkvennanna Florence Nighting-
ale og frú Bedford Fenwick bera þar hæst,
en fyrir forgöngu þeirrar síðarnefndu, var
Alþjóðasamband hjúkrunarkvenna stofn-
að árið 1899, fyrsta alþjóðastéttarfélag
kvenna.
Aukin þekking og framfarir í læknavís-
indum, baráttan fyrir auknum kvenrétt-
indum og margvíslegar þjóðfélagsumbæt-
ur greiddu brautina og opnuðu nýjar leið-
ir, þótt enn væru seinfarnar, en hjúkrun-
arkonur í öðrum löndum Evrópu og vest-
anhafs urðu ekki lengi eftirbátar í hjúkr-
unarmálum.
En fátæklegar eru heimildirnar um
hjúkrun á íslandi í þann tíma. Sennilega
hefur ekki þótt í frásögur færandi að kon-
ur fengjust við hjúkrun, og þótt borizt
hefðu tíðindi hingað til lands um þróun
þessara mála erlendis og vaxandi tækifæri
til að læra, hefðu þessar konur varla átt
þess kost að hagnýta sér þetta, enda langt
úr alfaraleið, og oftast skort til þess fé og
málakunnáttu.
Steingrímur J. Þorsteinsson skrifar
minningargrein um Steinunni Ólafsdóttur
Jónsson í Morgunblaðið, 17. ágúst 1963.
Þar segir hann, „Fyrsta íslenzka hjúkr-
unarkonan er látin,“ og seinna, „Ári síð-
ar lauk hún þar hjúkrunarprófi, fyrst ís-
lenzkra kvenna.“
Vakti þessi grein athygli þeirra, er
höfðu talið að Þóra Jónsdóttir Einarsson
hefði skipað þann sess, sbr. grein frú
Sigríðar Eiríksdóttur í Hjúkrunarkvenna-
blaðinu, 3. tbl. 1944, en þar segir hún að
Þóra J. Einarsson hafi lokið prófi við
sjúkrahúsið Royal Infirmary í Edinborg
Steinunn Ólafsdóttir.