Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 32

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 32
120 TÍMARIT HJÖKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS Stjórn Hjúkrunarfélags íslands óskar þess að þær hjúkrunarkonur sem hafa aðstöðu til þess, láti skrá nöfn sín í símaskrána, þar sem það mundi auðvelda stjórninni að geta haft samband við þær. Fundarályktun aðalfundar Hjúkrunarfél. íxUindx. Aðalfundur Hjúkrunarfélags Islands haldinn 15. nóvember 1965 lýsir vanþóknun sinni á kröf- um ríkisvaldsins, sem það leggur fyrir Kjaradóm, og telur þær fjarstæðukenndar. Atelur fundurinn mjög eindregið það úrelta viðhorf, sem í þeim kemur í ljós, þar sem mikið vantar á að jöfnuð séu laun starfsmanna hins opinbera við laun annarra launþega. Fundurinn er mótfallinn öllu því, sem leiðir til aukinnar nætur- og helgidagavinnu, en ekki verður þó komizt hjá því að hjúkra sjúkum á þessum tíma, og telur fundurinn það mjög ósann- gjarnt, að vinnuvökufólki sé ekki bætt með launa- greiðslu að nokkru það óhagræði og heilnæmi, sem af slíku fyrirkomulagi leiðir. Varar fundur- inn alvarlega við þeirri óheillaþróun, sem kröfur ríkisivaldsins bjóða heim í þessum efnum. Þá lýsir fundurinn yfir því, að hann telur hjúkrunarstörfin vanmetin til launa og annarra kjara, miðað við þá ábyrgð, menntun og sérhæfni, sem þau krefjast. Telur fundurinn tímabæi-t að framfylgt verði áratugagömlu lagaákvæði um launajafnrétti karla og kvenna, en hjúkrunarstörf hafa hingað til goldið þess, að þau hafa unmð konur eingöngu. Leiðrétting: Greinin Ársdvöl í Alsír, sem birt var í síðasta blaði, var rituð af Regínu Stefnisdóttur (ekki Stefánsdóttir). -K -jC * SM/EL3ÍI Ungur maður, sem lítur stórt á sig (segir við stúlku, sem hann mætir á götu úti): „Við sáumst víst í gær í dýragarðinum“. Stúlkan: „Það held ég varla, — ég kom aldrei að apabúrinu". Prestur nokkur spurði einu sinni barn á þessa leið: „Hvenær meðtókstu heilagan anda?“ Barn- ið þagði við. Þá hvískraði annað barn að því: „I skírninni, segðu“. Barnið heyrði óglöggt og svar- aði: „í skýjum himins". Presturinn spurði þá aftur: „Hvað varstu þá að fara, fuglinn minn“. I hjónabandsskrifstofunni. — „Eg vildi gjarna komast í hjónaband, .... en einungis af ást“. Skrifstofustjórinn: „Fyrirgefið! Sú deild hef- ur verið lögð niður“. Kennarinn: „Hvað er ekkja?“ Óli litli: „Kona sem langar til að giftast“. QteSiLf jót QteSitey jót paráœtt LomanJi dr flarácett homandi dr f^öLLum uiÉáhifotin QöLLum uiSáliifotin Iðnaðarbankinn Vezlunarbankinn

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.