Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 6
94
TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS
og „er lum fyrsta fullnuma hjúkrunar-
konan“.
Forvitni mín var vakin og ég reyndi að
komast að raun um hvor þessara kvenna
væri fyrsta íslenzka hjúkrunarkonan, og
afla mér meiri vitneskju um námsferil og
störf þessara merku ágætiskvenna. Nú
hef ég fengið nokkrar upplýsingar í hend-
ur, frá Royal Infirmary í Edinborg og
Kommunespítalanum í Kaupmannahöfn og
Dansk Sygeplejerád, en þar sem líklegt
er að fleiri kunni að hafa áhuga á þessu
máli og e. t. v. geta látið í té enn frekari
Ástríður Torfadóttir.
upplýsingar, sem gætu komið okkur að
góðum notum við samning hjúkrunarsögu
og væntanlegs hjúkrunarkvennatals, rita
ég þessar línur.
Hafa ber það hugfast, að þótt hjúkr-
unarnám hafi í nokkra áratugi, víðast
hvar, verið þriggja ára nám, var það
óvíða svo um aldamótin. I danskri hjúkr-
unarsögu er Ilia Fibiger fyrsta konan, sem
getið er um í sambandi við hjúkrun, þótt
hún hafi ekki lagt stund á hjúkrunarnám,
en hún var kennslukona, sem vann merki-
legt hjúkrunarstarf, þegar um miðja 19.
öld. Linda Richards, er talin fyrsta lærða
hjúkrunarkona í Bandaríkjunum, en að
loknu ársnámi brautskráðist hún árið
1873, og þótt hjúkrunarnámið hafi á okk-
ar mælikvarða, og að hennar dómi síð-
ar, verið mjög takmarkað, bar það ríkuleg-
an ávöxt í starfi hennar víða í föðurlandi
hennar og erlendis.
En kröfur um undirbúningsmenntun og
námstilhögun breytast með tímanum, eins
og allt annað, og eftir hálfa öld verður
okkar mat og fyrirkomulag sennilega
ósamræmanlegt þeirra tíma kröfum um
menntun.
Ég vil taka það fram að heimildir okk-
ar eru enn mjög ófullnægjandi, en frá
danska hjúkrunarfélaginu fékk ég að vita
að frú Steinunn gerðist félagi þar árið
1906, og geta þær sér þess til, þess vegna,
að hún hafi lokið námi 1905 eða 1906,
en eftir öðrum heimildum, tel ég líklegra,
að það muni hafa verið fyrr, sennilega
ekki seinna en 1904.
Þegar leitað var til Kommunespítalans
heimilda um þessa konu, fékk ég eftirfar-
andi upplýsingar í bréfi frá Dansk Syge-
plejerád 30. ágúst 1965.
„Astrid Halldórsson f. 11/1 1867 skulle
have afsluttet sin uddannelse den 1. jan.
1903, mens Guðrún Ulrikka Friis Frand-
sen (det lyder ikke spor islandsk!) födt