Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 19
TÍMAUIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
107
kennurum og þeim, sem vinna við spítala-
stjórn og önnur hliðstæð störf. Skýringin
var sú, að þessi hópur ynni ekki á hinum
svokallaða óhagstæða vinnutíma.
Ekki var talið ósanngjarnt, að stytting
vinnuviku gæti hækkað eftirlaunaaldur.
Hjúkrunarkonur' yfir fimmtugt ættu að
hafa styttri vinnuviku en aðrir.
Eitt umræðuefni var sameiginlegt fyrir
alla hópana, „strids átgræder." Við Sigríð-
ur héldum, að þetta væri um störf hjúkr-
unarkvenna á stríðstímum, en annað kom
nú á daginn. Þetta fjallaði um þær bar-
áttuaðferðir, sem notaðar eru til þess að
koma kröfum sínum fram. 1 Svíþjóð hafa
þær verkfallsrétt, og á öllum hinum Norð-
urlöndunum hafa þær sagt upp í stórhóp-
um, en aldrei komið til framkvæmda, rík-
isvaldið greip þá inn í. Varað var við að
misnota þessar aðferðir, þá misstu þær
marks, yrðu gagnslausar.
Næstsíðasta daginn var aftur hópvinna,
nú var skipt um stjórnanda og ritara, þær
voru nú sænskar. Stefnt var að því að gera
sem flesta þátttakendur virka.
Umræðuefnið var: Hvernig getum við
fengið beztu einstaklingana í sjálfboða-
starf innan félaganna?
Hvaða kröfur á að gera til þeirra, sem
eru í fullri vinnu hjá félögunum?
Hvernig fáum við beztu einstaklingana?
Hverjir eru beztir? Eru það þeir, sem
hafa áhuga eða þeir, sem hafa gáfur og
menntun ?
Til hvers er að hafa hlotið gáfur og
menntun, ef áhugann vantar? Við viljum
sleppa því að skilgreina hverjar eru þær
beztu. Það er fyrst að finna þær, sem hafa
áhuga og svo er það skylda félagsins að
uppfræða þær og leiðbeina, svo að þær
geti orðið hæfar og það er skylda félags-
ins að borga þá uppfræðslu.
Hvernig getum við vakið áhuga ungu
hjúkrunarkvennanna? Jú, með því að
byrja uppfræðslu hjúkrunarnemanna strax
á fyrsta ári og halda henni áfram gegn-
um nematímann og halda svo áfram upp-
fræðslunni í sjálfu félaginu. Bjóða nem-
endum á félagsfundi.
1 öðru lagi kom það fram, að félögin
þyrftu að vera svo vel skipulögð, og þeim
svo vel stjórnað, að þau í sjálfu sér væru
hvatning fyrir meðlimina að koma og
vinna sjálfboðavinnu.
Rætt var um kröfur, sem gera þyrfti
til fastra starfskvenna á skrifstofum,
senda þær á námskeið, sem félögin sjálf
eða aðrir aðilar halda, en aldrei hjá stjórn-
málafélögum. Þessar starfskonur þurfa
að geta stjórnað fundum og umræðuhópum.
Karen Bisbo, sem stjórnað hafði fyrri
fundinum, sat nú hjá mér, þegar verið
var að ræða um þær kröfur, sem gerðar
skyldu til fastra starfskvenna hjúkrunar-
félaganna, sneri hún sér skyndilega að
mér og sagði: „Þú segir ekki neitt, er það
af því að ég tala svo mikið?“ Ég hrökk
við, og síðan hrökklaðist sannleikurinn út.
úr mér. „Við höfum ekkert launað starfs-
fólk á skrifstofu félagsins, og því hef ég
ekkert til málanna að leggja“.
Síðasta daginn fóru fram skýrslugjafir
hinna ýmsu hópa. Meðal annars var rætt
um ársgjöldin. Meðlimirnir, sagði einn af
finnsku fulltrúunum, vilja láta vinna fyr-
ir sig, en þegar að því kemur að borga
ársgjöldin kemur annað hljóð í skrokkinn.
Rætt var um nauðsyn þess að á hverri
stofnun væri trúnaðarmaður hjúkrunar-
kvenna, sem milliliður þeirra og sjúkra-
hússins og einnig félagsins.
Að lokum kom það fram að störf í þágu
félagsins þyrftu hjúkrunarkonur að gera
að aðalstarfi. Það, að vinna að skipulagn-
ingu og uppbyggingu félaganna og að öðr-
um félagsmálum, er ekki síður mikilvægt
en önnur störf innan stéttarinnar.
Mikilsvert er að í það veljist góðar