Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 29

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 29
TlMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 117 Raddn hjúkrunakvenna Ritnefnd: Ingibjörg Sigurðardóttir, Björg Helgadóttir, Unnur Sigtryggsdóttir, Valger/Sur Jónsdóttir (Rvík). Feröalag til Glostrup 3.—tt. sept. 1965. Ar hvert haida danskir hjúkrunarnemar lands- mót, og er þá venja þeirra að bjóða gestum frá hinum Norðurlöndunum. Við iögðum af stað föstud. 3. sept. kl. 14.00 áleiðis til Kaupmannahafnar, en mótið átti að halda í Glostrup. Að áliðnu kvöldi lentum við í Kaupmannahöfn og þar tók á móti okkur með útbreiddan faðminn, formaður hjúkrunarnemafél. í Glostrup. Eftir skamma ferð í lest komum við til Glost- rup, sem er útborg Kaupmannahafnar, en þar er eitt af stærstu sjúkrahúsum Evrópu. Við bjugg- um í skólanum, sem er 9 hæða há bygging og stendur skammt frá sjúkrahúsinu. Er við höfðum þegið te og hlustað á nokkrar götu þeirra, þar eð þær fóru til stofnana eða ríkja sem ekki eru í sambandi við A.N.A. Námsferðir hjúkrunarkvenna (nokkra vikna eða mánaða): 2 til Danmerkur, 1 — Noregs, 2 — Svíþjóðar, 2 — Finnlands, 1 — Sviss, 8 samtals. Aðeins ein hjúkrunarkona er við framhaldsnám, þ. e. hjúkrunarkennaranám í Noregi. Engin hjúkr- unarkona hefur gert fyrirspurn um upprifjunar- námskeið, en fræðsluerindi verða á vegum Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur í vetur, og eru þeg- ar hafin, aðallega ætluð starfandi hjúkrunar- konum stöðvarinnar er enn hafa ekki lokið fram- haldsnámi í heilsuverndarhjúkrun. Að lokum vil ég endurtaka þakkir til stjórnar félagsins, nefndarfulltrúa og annarra fyrir gott samstarf, vitandi að allir hafa fengið eitthvað í staðinn fyrir erfiði, þar sem oftast fylgir félags- störfum ánægja þegar árangur næst. Ma/ría Pétursdóttir formaður. Formaður hjúkrunarnemafélagsins í Glostrup (i miðið) Asamt Ingu Teitsdóttur og Valgerði Val- garðsdóttur. plötur buðum við góða nótt og gengum til náða. Herbergin, sem við höfðum til umráða, voru afar vistleg, og mat fengum við í matsal, sem er sam- eiginlegur sjúkrahúsi og skóla. Daginn eftir hófst mótið með því, að skóla- stjóri hjúkrunarskólans í Glostrup, frk. Anna Wagner talaði um hjúkrunarnámið. Taldi hún fram ýmis þýðingarmikil atriði, svo sem, að hún reyndi að kynnast nemanum áður en hann hæfi námið, og að æskilegt væri að for- eldrar kæmu með til viðtals. Hún taldi einnig heppilegt að gert yrði sálfræðilegt próf á um- sækjendum. Næst talaði kennari við hjúkrunarskólann í Árhus, Lis Hove, um möguleika í hjúkrunar- námi. Sýndi hún námstilhögun á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Eftir kvöldverð var okkur skipt í 15 hópa, og skildi hver hópur ræða ýmis mál, sem lögð höfðu verið fyrir mótið. Valdi hver hópur einn nema til að stjórna umræðum, sem síðan sagði frá niðurstöðum hópsins á sunnudagsmorgun. Fyrst var rætt um að hækka inntökualdur í 19 ár og að krafizt yrði gagnfræðaprófs. Háværar raddir voru um, hvort fella ætti nið- ur það inntökuskilyrði, sem krefst þess að stúlk- ur vinni eitt ár við heimilisstörf áður en þær hefja nám. Kom flestum saman um að það mætti gjarna. Næstu mál voru launamál. Þá kom nemendum saman um, að nauðsyn væri á meiri kennslu og

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.