Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 16
104 TlMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS geðsjúkrahús, skurðstofuhj úkrun og svæf- ingar. Ti] jafns við þetta er nám heilsuvernd- arhjúkrunarkvenna og sérnám til starfs félagsfræðinga, sem við þekkjum ekki hér ennþá, en þær starfa sem tengiliður milli sjúkrahúsa og heimila. 1 þriðja lagi aukin framhaldsmenntun, sem er fyrir forstöðu- konur og hjúkrunarkennara. Auk þess eru svo haldin upprifjunarnámskeið. Ég ætla ekki að fara að tala um geð- hjúkrun í kvöld, en mig langar aðeins til þess að nefna hvað augað sá á göngu minni gegn um sjúkrahúsin, það var hreinlætið og snyrtimennskan í umhverfi og klæða- burði, hver stétt hafði sinn búning og var honum sómi sýndur jafnt af hærri sem lægri, mikið var af blómum og mjög smekk- lega komið fvrir. Ryateppi jafnt ný sem gömul og verðmæt. Ég kom á eitt geðsjúkrahús, sem hafði skóla fyrir aðstoðarfólk. Honum stjórn- aði skólastjóri sem hafði aðra hjúkrunar- konu sér til aðstoðar. Nú er stefnt að því að gera einnig þessa skóla óháða sjúkra- húsunum, hafa ríkisskóla sem sjá um und- irstöðunám fyrir allar greinar aðstoðar- fólksins og senda nemendur svo til verk- legs náms á hin ýmsu sjúkrahús. Á þessu sjúkrahúsi, Nickby sjukhus, sem er skammt frá Helsingfors var ekki skortur á starfsfólki, hver staða hjúkrunarkvenna var skipuð. Forstöðukonan, Inga Laurinki, fræddi mig á því að eftir að hafið var sérnám í geðhjúkrun og meira var ritað og rætt um þau efni hafi hjúkrunarkonum á geð- sjúkrahúsum fölgað fimmfalt. Ungu hjúkr- unarkonurnar, sagði hún, eru nú farnar að sjá, að þær eiga einnig erindi inn á geðsjúkrahús, að þeirra er einnig þörf þar. Og ég vona að þess verði ekki langt að bíða að okkar ágætu ungu hjúkrunarkonur geri sér það einnig ljóst, að þær eiga einnig hér erindi inn á geðsjúkrahús, að þeirra er einnig þörf þar. Eins og ég hef sagt vorum við Sigríður Jakobsdóttir staddar í kynnisferð í Hels- ingfors og þótti því sjálfsagt að nota tæki- færið og senda okkur á þetta námskeið, sem líka var sjálfsagt. Það var haldið í húsakynnum Rauða Krossins. Þátttakendur bjuggu á efstu hæðinni, 6 hæð, en þar eru gestaherbergi, þau eru nýuppgerð og því nýtízkuleg með öllum þægindum og höfðum við yndislegt útsýni yfir eitt af fínni hverfum borgar- innar og höfnina. Á 4. hæð var matsalur og fundarherbergi. Þátttakendur voru 35 og flestar starfskonur hinna ýmsu hjúkr- unarfélaga. Efni námskeiðsins skiptist aðallega í tvennt. Það voru fyrirlestrar ýmissa hag- fræðinga og forstjóra og í öðru lagi hóp- vinna og skýrslugjafir hjúkrunarkvenna. Því miður verð ég að viðurkenna að hið fyrrnefnda fór talsvert fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Mér fannst all erfitt að fylgjast með 2—3 fyrirlestrum á dag á framandi máli, sænsku, um efni svo sem, alþjóðalífskjör (levestandard), alþjóða- samvinnu, Norðurlandaráðið og samvinnu þess, vinnumarkað á Norðurlöndum svo eitthvað sé nefnt. En hópvinnan og skýrsl- urnar voru bæði fróðlegar og skemmti- legar. Fyrsti dagurinn byrjaði á því að barið var allharkalega að dyrum, ég opnaði, fyr- ir utan stóð ein hjúkrunarkonan úr und- irbúningsnefnd námskeiðsins. ,,Það er blaðaviðtal niðri í setustofu, gjörið svo vel“, sagði hún. Ég stóð alveg stjörf, — blaðaviðtal, — og fljót var ég að loka mig inni í skel minni. „Sigríður“, kallaði ég inn í baðherbergið, „það er blaðaviðtal. Þú ert hér aðalmanneskjan, þú varst á launamálafundinum, gjörðu svo vel“. En Sigríðru var ekki alveg á sama máli . . .

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.